Segir brottvísun aftur frestað en nú vegna Grikkja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2020 13:39 Þetta eru systkinin Saja, sem er fjögurra ára, Kayan, sem er fimm ára, Ali, sem er níu ára og Jadin, sem er eins árs. Til stendur að vísa þeim til Grikklands. Vísir Brottvísun íraskrar barnafjölskyldu frá Íslandi til Grikklands hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Sema Erla Serdar, talsmaður fjölskyldunnar, greinir frá þessu. Sema segir þá skýringu vera gefna að brottvísunin strandar á grískum stjórnvöldum sem segjast ekki geta tekið á móti þeim vegna aðstæðna þar. „Eðlilega!“ segir Sema. „Það þurfti semsagt grísk stjórnvöld til þess að stöðva ómannúðlega og grimmilega meðferð íslenskra yfirvalda á börnum á flótta, sem voru búin að leigja einkaflugvél undir þau, svo það sé alveg á hreinu! Börnin eru óhult í bili, en ég neita að trúa því að þeim verði tilkynnt um brottvísun í þriðja skiptið. Slíkt ofbeldi mun aldrei líðast, ALDREI!“ Áfram þurfi að fylgjast vel með stöðu mála og passa upp á að íslensk yfirvöld reyni ekki að framkvæma forkastanlegar aðgerðir eins og þá sem staðið hafi til að gera í þessu tilfelli í skjóli nætur! Fjölskyldan samanstendur af foreldrunum og fjórum börnum. Þau eru Ali, sem er níu ára, Kayan, sem er fimm ára, Saja sem er fjögurra ára og Jadin sem er eins árs. Fjölskyldan kom til landsins fyrir rúmum níu mánuðum síðan. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017. Í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Fjallað var um mál fjölskyldunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi mál barnanna á þingi í síðustu viku og skoraði á forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að forgangsraða upp á nýtt í útlendingamálum. Sagði hún íslenska ríkið, með núverandi ríkisstjórn í broddi fylkingar, ekki ætla að gefa fjölskyldunni neitt val um það hvort hún fái að búa hér á landi. „Ég segi með valdi vegna þess að verklag við brottvísun flóttamanna felur oft í sér að börn eru sótt af lögreglu um miðja nótt til að flytja þau úr landi gegn vilja sínum.“ Þá hefur Rauði krossinn sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ástandið í Grikklandi sé óboðlegt fyrir flóttafólk og hefur það verið svo um nokkurt skeið. „Í ljósi frétta af ástandinu í Grikklandi sl. Daga er ljóst að stjórnvöldum er enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra út í þessar aðstæður,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Rauða krossins. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Brottvísun íraskrar barnafjölskyldu frá Íslandi til Grikklands hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Sema Erla Serdar, talsmaður fjölskyldunnar, greinir frá þessu. Sema segir þá skýringu vera gefna að brottvísunin strandar á grískum stjórnvöldum sem segjast ekki geta tekið á móti þeim vegna aðstæðna þar. „Eðlilega!“ segir Sema. „Það þurfti semsagt grísk stjórnvöld til þess að stöðva ómannúðlega og grimmilega meðferð íslenskra yfirvalda á börnum á flótta, sem voru búin að leigja einkaflugvél undir þau, svo það sé alveg á hreinu! Börnin eru óhult í bili, en ég neita að trúa því að þeim verði tilkynnt um brottvísun í þriðja skiptið. Slíkt ofbeldi mun aldrei líðast, ALDREI!“ Áfram þurfi að fylgjast vel með stöðu mála og passa upp á að íslensk yfirvöld reyni ekki að framkvæma forkastanlegar aðgerðir eins og þá sem staðið hafi til að gera í þessu tilfelli í skjóli nætur! Fjölskyldan samanstendur af foreldrunum og fjórum börnum. Þau eru Ali, sem er níu ára, Kayan, sem er fimm ára, Saja sem er fjögurra ára og Jadin sem er eins árs. Fjölskyldan kom til landsins fyrir rúmum níu mánuðum síðan. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017. Í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Fjallað var um mál fjölskyldunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi mál barnanna á þingi í síðustu viku og skoraði á forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að forgangsraða upp á nýtt í útlendingamálum. Sagði hún íslenska ríkið, með núverandi ríkisstjórn í broddi fylkingar, ekki ætla að gefa fjölskyldunni neitt val um það hvort hún fái að búa hér á landi. „Ég segi með valdi vegna þess að verklag við brottvísun flóttamanna felur oft í sér að börn eru sótt af lögreglu um miðja nótt til að flytja þau úr landi gegn vilja sínum.“ Þá hefur Rauði krossinn sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ástandið í Grikklandi sé óboðlegt fyrir flóttafólk og hefur það verið svo um nokkurt skeið. „Í ljósi frétta af ástandinu í Grikklandi sl. Daga er ljóst að stjórnvöldum er enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra út í þessar aðstæður,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Rauða krossins.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda