20 dagar í Pepsi Max: Guðmundur jafnaði markametið um leið og Pétur mætti aftur í íslenska boltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2020 10:00 Guðmundur Torfason með gullskóinn sinn á forsíðu bókarinnar „Mörk og sætir sigrar“ eftir Sigmund Ó. Steinarsson en í bókinn var meðal annars gert upp þetta ótrúlega 1986 tímabil þar sem Guðmundur skoraði 19 mörk fyrir Íslandsmeistaralið Fram. Skjámynd/Mörk og sætir sigrar Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag er 20 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nú er komið að öðrum manninum sem komst í nítján marka hópinn sem meðlimum í hópnum hefur síðan fjölgað síðan. Guðmundur Torfson skoraði 19 mörk í 18 leikjum með Fram sumarið 1986 og jafnaði þar með átta ára met Péturs Péturssonar frá 1978. Guðmundur varð aftur á móti fyrstur til að skora 19 mörk fyrir Íslandsmeistaralið því hann og Framarar unnu Íslandsmeistarabikarinn 1986. Pétur fór strax út í atvinnumennsku eftir 1978 tímabilið og hafði spilað í Hollandi, í Belgíu og á Spáni í átta ár. Pétur kom hins vegar aftur heim sumarið 1986 og spilaði aftur með Skagaliðinu. Pétur spilaði sinn fyrsta leik í ágúst en þá var Guðmundur kominn með 14 mörk í aðeins 13 leikjum og farinn að nálgast metið. Guðmundur jafnaði síðan markamet Péturs í næstsíðustu umferð þegar hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á Fram á Laugardalsvellinum. Fyrra markið skoraði hann þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem var varin en seinna markið kom á 63. mínútu með skoti sem fór af varnarmanni og í netið. Guðmundi tókst ekki að bæta metið í lokaleiknum en fagnaði engu að síður eftir hann því Framliðið tryggði sér þá Íslandmeistarabikarinn með því að gera markalaust jafntefli á móti KR. Guðmundur var reyndar nálægt því að skora en Stefán Jóhannsson, markvörður KR, varð þá frábærlega frá honum. „Ég sá boltann í markinu, hann stefndi uppí vinkilinn en Stefán varði þetta stórkostlega," sagði Guðmundur við Þjóðviljann. „Ég er alls ekkert svekktur yfir því að hafa ekki náð að skora. Ég er fyrst og fremst ánægður með Íslandsmeistaratitilinn. Nú á ég markametið með Pétri, 19 mörk, og get sett mér það markmið að bæta það næst," sagði Guðmundur enn fremur við Þjóðviljann eftir leikinn. Guðmundur fékk þó ekki tækifæri til þess því að hann fór út í atvinnumennsku og spilaði ekki aftur í deildinni fyrr en hann var orðinn 35 ára gamall og orðinn spilandi þjálfari Grindavíkur. Þá voru meðlimir nítján marka klúbbsins orðnir þrír en það er önnur saga. Annar meðlimur nítján marka klúbbsins: Guðmundur Torfason, Fram 1986 19 mörk í 18 leikjum 10 á heimavelli - 9 á útivelli 8 í fyrri hálfleik - 11 í seinni hálfeik 9 mörk i fyrri umferð - 10 mörk í seinni umferð 11 skot - 2 víti - 2 aukaspyrnur - 3 skallamörk 4 tvennur - 1 þrenna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 5 mörk á móti efri hluta 14 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í júní 5 mörk í júlí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti FH 3 mörk á móti Víði 3 mörk á móti Breiðabliki 3 mörk á móti ÍBV Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Fram Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag er 20 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nú er komið að öðrum manninum sem komst í nítján marka hópinn sem meðlimum í hópnum hefur síðan fjölgað síðan. Guðmundur Torfson skoraði 19 mörk í 18 leikjum með Fram sumarið 1986 og jafnaði þar með átta ára met Péturs Péturssonar frá 1978. Guðmundur varð aftur á móti fyrstur til að skora 19 mörk fyrir Íslandsmeistaralið því hann og Framarar unnu Íslandsmeistarabikarinn 1986. Pétur fór strax út í atvinnumennsku eftir 1978 tímabilið og hafði spilað í Hollandi, í Belgíu og á Spáni í átta ár. Pétur kom hins vegar aftur heim sumarið 1986 og spilaði aftur með Skagaliðinu. Pétur spilaði sinn fyrsta leik í ágúst en þá var Guðmundur kominn með 14 mörk í aðeins 13 leikjum og farinn að nálgast metið. Guðmundur jafnaði síðan markamet Péturs í næstsíðustu umferð þegar hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á Fram á Laugardalsvellinum. Fyrra markið skoraði hann þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem var varin en seinna markið kom á 63. mínútu með skoti sem fór af varnarmanni og í netið. Guðmundi tókst ekki að bæta metið í lokaleiknum en fagnaði engu að síður eftir hann því Framliðið tryggði sér þá Íslandmeistarabikarinn með því að gera markalaust jafntefli á móti KR. Guðmundur var reyndar nálægt því að skora en Stefán Jóhannsson, markvörður KR, varð þá frábærlega frá honum. „Ég sá boltann í markinu, hann stefndi uppí vinkilinn en Stefán varði þetta stórkostlega," sagði Guðmundur við Þjóðviljann. „Ég er alls ekkert svekktur yfir því að hafa ekki náð að skora. Ég er fyrst og fremst ánægður með Íslandsmeistaratitilinn. Nú á ég markametið með Pétri, 19 mörk, og get sett mér það markmið að bæta það næst," sagði Guðmundur enn fremur við Þjóðviljann eftir leikinn. Guðmundur fékk þó ekki tækifæri til þess því að hann fór út í atvinnumennsku og spilaði ekki aftur í deildinni fyrr en hann var orðinn 35 ára gamall og orðinn spilandi þjálfari Grindavíkur. Þá voru meðlimir nítján marka klúbbsins orðnir þrír en það er önnur saga. Annar meðlimur nítján marka klúbbsins: Guðmundur Torfason, Fram 1986 19 mörk í 18 leikjum 10 á heimavelli - 9 á útivelli 8 í fyrri hálfleik - 11 í seinni hálfeik 9 mörk i fyrri umferð - 10 mörk í seinni umferð 11 skot - 2 víti - 2 aukaspyrnur - 3 skallamörk 4 tvennur - 1 þrenna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 5 mörk á móti efri hluta 14 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í júní 5 mörk í júlí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti FH 3 mörk á móti Víði 3 mörk á móti Breiðabliki 3 mörk á móti ÍBV
Annar meðlimur nítján marka klúbbsins: Guðmundur Torfason, Fram 1986 19 mörk í 18 leikjum 10 á heimavelli - 9 á útivelli 8 í fyrri hálfleik - 11 í seinni hálfeik 9 mörk i fyrri umferð - 10 mörk í seinni umferð 11 skot - 2 víti - 2 aukaspyrnur - 3 skallamörk 4 tvennur - 1 þrenna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 5 mörk á móti efri hluta 14 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í júní 5 mörk í júlí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti FH 3 mörk á móti Víði 3 mörk á móti Breiðabliki 3 mörk á móti ÍBV
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Fram Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira