Fjöldi áhorfenda truflaði baráttuna við eldinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. maí 2020 12:54 Slökkviliðið á Akureyri afhenti lögreglu brunavettvang til rannsóknar í morgun eftir að hafa vaktað íbúðarhús í alla nótt en það stóð í ljósum logum í gærkvöldi. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en von er á rannsakendum frá Reykjavík nú síðdegis. Vegfarendur sem áttu leið hjá Hafnarstræti á Akureyri laust eftir klukkan sjö í gærkvöldi hringdu strax í slökkviliðið þegar þeir komu auga á reyk sem lagði frá íbúðarhúsi í götunni. Voru fljótir að finna mann sem lá meðvitundarlaus á miðhæðinni Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri, segir að strax í upphafi hafi honum verið ljóst að um alvarlegt útkall væri að ræða en hann ákvað að kalla út allt tiltækt lið auk frívakta. Grunur vaknaði í upphafi að maður væri í húsinu á miðhæðinni. „Reykkafarar fóru inn með slöngu og froðu og leituðu eftir okkar aðferðum. Þeir voru með hitamyndavélar sem notaðar eru til að leita að fólki en hann [maðurinn sem lá meðvitundarlaus á miðhæð hússins] var rétt innan við hurðina þannig að við vorum mjög fljótir að finna hann.“ Í hvernig ástandi var maðurinn þegar þið komuð að honum? „Hann var alveg meðvitundarlaus og ekki mikið lífsmark með honum.“ Maðurinn var þegar í stað fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hlúð var að honum í tvær klukkustundir. Þaðan var hann fluttur með sjúkraflugi suður. Á þessari stundu er ekki vitað um líðan mannsins. Líklegt að rífa þurfi húsið Það tók slökkviliðið tæpar fimm klukkustundir að ná tökum á aðstæðum. Húsið er á meðal elstu húsa bæjarins en það er afar illa farið eftir brunann og líklegt að það sé ónýtt. „Við hættum í raun og veru ekki slökkvistarfi fyrr en rétt um miðnætti þegar hætti að rjúka úr rústunum og við gátum hætt að sprauta vatni. Það var þó ekki fyrr en við vorum búin að hreinsa allt þak af húsinu og nánast alla efstu hæðina af sem við náðum að slökkva þannig í húsinu að hætti að rjúka úr því.“ Húsið, sem er eitt af elstu húsum bæjarins, var mjög illa farið eftir brunann og þykir líklegt að þurfi að rífa það.Vísir/Tryggvi Páll Fólkið sem fylgdist með brunanum torveldaði slökkvistarfi Mikill hópur fólks kom saman í grennd við vettvanginn til að fylgjast með störfum slökkviliðsins en það torveldaði slökkvistarfi. „Sem olli því að við áttum orðið erfitt með að komast að vettvangi með birgðir, loftkúta og aðföng fyrir reykkafara og slökkviliðsmenn sem voru að störfum. Þetta var farið að valda okkur töluverðum vandræðum. Við búum ekki yfir óþrjótandi mannskap, hvorki í lögreglunni né slökkviliðinu. Það er nóg að gera og það hjálpar ekki að við þurfum að vera með marga til að halda fólki í skefjum.“ Ólafur vill minna alla á mikilvægi brunavarna eins og reykskynjara og slökkvitæki. „Sérstaklega reykskynjarana því þeir veita fólki tækifæri til að komast út í tæka tíð. Það á ekki að leggja sig í hættu við að bjarga húsum. Það má alltaf byggja nýtt hús en fólk verður ekki bætt.“ Slökkvilið Akureyri Tengdar fréttir Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21 Einn í alvarlegu ástandi eftir bruna á Akureyri Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar var kallað út á áttunda tímanum í kvöld þegar eldur kom upp í þriggja hæða íbúðarhúsi. 19. maí 2020 20:35 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Slökkviliðið á Akureyri afhenti lögreglu brunavettvang til rannsóknar í morgun eftir að hafa vaktað íbúðarhús í alla nótt en það stóð í ljósum logum í gærkvöldi. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en von er á rannsakendum frá Reykjavík nú síðdegis. Vegfarendur sem áttu leið hjá Hafnarstræti á Akureyri laust eftir klukkan sjö í gærkvöldi hringdu strax í slökkviliðið þegar þeir komu auga á reyk sem lagði frá íbúðarhúsi í götunni. Voru fljótir að finna mann sem lá meðvitundarlaus á miðhæðinni Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri, segir að strax í upphafi hafi honum verið ljóst að um alvarlegt útkall væri að ræða en hann ákvað að kalla út allt tiltækt lið auk frívakta. Grunur vaknaði í upphafi að maður væri í húsinu á miðhæðinni. „Reykkafarar fóru inn með slöngu og froðu og leituðu eftir okkar aðferðum. Þeir voru með hitamyndavélar sem notaðar eru til að leita að fólki en hann [maðurinn sem lá meðvitundarlaus á miðhæð hússins] var rétt innan við hurðina þannig að við vorum mjög fljótir að finna hann.“ Í hvernig ástandi var maðurinn þegar þið komuð að honum? „Hann var alveg meðvitundarlaus og ekki mikið lífsmark með honum.“ Maðurinn var þegar í stað fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hlúð var að honum í tvær klukkustundir. Þaðan var hann fluttur með sjúkraflugi suður. Á þessari stundu er ekki vitað um líðan mannsins. Líklegt að rífa þurfi húsið Það tók slökkviliðið tæpar fimm klukkustundir að ná tökum á aðstæðum. Húsið er á meðal elstu húsa bæjarins en það er afar illa farið eftir brunann og líklegt að það sé ónýtt. „Við hættum í raun og veru ekki slökkvistarfi fyrr en rétt um miðnætti þegar hætti að rjúka úr rústunum og við gátum hætt að sprauta vatni. Það var þó ekki fyrr en við vorum búin að hreinsa allt þak af húsinu og nánast alla efstu hæðina af sem við náðum að slökkva þannig í húsinu að hætti að rjúka úr því.“ Húsið, sem er eitt af elstu húsum bæjarins, var mjög illa farið eftir brunann og þykir líklegt að þurfi að rífa það.Vísir/Tryggvi Páll Fólkið sem fylgdist með brunanum torveldaði slökkvistarfi Mikill hópur fólks kom saman í grennd við vettvanginn til að fylgjast með störfum slökkviliðsins en það torveldaði slökkvistarfi. „Sem olli því að við áttum orðið erfitt með að komast að vettvangi með birgðir, loftkúta og aðföng fyrir reykkafara og slökkviliðsmenn sem voru að störfum. Þetta var farið að valda okkur töluverðum vandræðum. Við búum ekki yfir óþrjótandi mannskap, hvorki í lögreglunni né slökkviliðinu. Það er nóg að gera og það hjálpar ekki að við þurfum að vera með marga til að halda fólki í skefjum.“ Ólafur vill minna alla á mikilvægi brunavarna eins og reykskynjara og slökkvitæki. „Sérstaklega reykskynjarana því þeir veita fólki tækifæri til að komast út í tæka tíð. Það á ekki að leggja sig í hættu við að bjarga húsum. Það má alltaf byggja nýtt hús en fólk verður ekki bætt.“
Slökkvilið Akureyri Tengdar fréttir Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21 Einn í alvarlegu ástandi eftir bruna á Akureyri Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar var kallað út á áttunda tímanum í kvöld þegar eldur kom upp í þriggja hæða íbúðarhúsi. 19. maí 2020 20:35 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21
Einn í alvarlegu ástandi eftir bruna á Akureyri Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar var kallað út á áttunda tímanum í kvöld þegar eldur kom upp í þriggja hæða íbúðarhúsi. 19. maí 2020 20:35