„Óla Stefáns“ myndin af Iniesta á Barcelona síðunni vekur upp minningar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2020 17:00 Andres Iniesta fékk að fljúga eftir síðasta leik sinn með Barcelona fyrir nákvæmlega tveimur árum síðan. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Spænski knattspyrnumaðurinn Andrés Iniesta spilaði sinn síðasta leik með Barcelona á þessum degi fyrir tveimur árum síðan og Barcelona minntist þeirra tímamóta á samfélagsmiðlum sínum í dag. Sérstaka athygli vekur mynd af Andrés Iniesta á miðjum Nývangi þar sem hann situr einn með símann sinn og völlurinn hefur alveg tæmst. Þessa mynd má sjá hér fyrir neðan. Þessi mynd minnir mikið á mynd sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og þá ljósmyndari Fréttablaðsins, tók af Ólafi Stefánssyni fyrir fjórtán árum. Myndin af Ólafi Stefánssyni var tekin eftir að Ciudad Real vann Meistaradeildina vorið 2006 en Ciudad Real vann þá 37-28 sigur á Portland San Antonio í seinni úrslitaleiknum og 62-47 samanlagt. Ólafur Stefánsson var markahæstur í liði Ciudad Real með sjö mörk og hafði einnig verið markahæstur í fyrri leiknum. Þetta var fyrsti Meistaradeildartitill Ólafs með Ciudad Real en þeir urðu alls þrír (líka 2008 og 2009). Ólafur vann Meistaradeildina líka með Magdeburg árið 2002. Myndin hans Vilhelms var valin ein af myndum ársins 2006 og hana má sjá hér fyrir neðan þar sem úrklippa úr Fréttablaðinu þar sem hún fékk að njóta sín. Úrklippa úr Fréttablaðinu 31. desember 2006 þar sem sjá má Ólaf Stefánsson á miðjum vellinum eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2006. Allir áhorfendurnir eru farnir en hann er að tala í símann sinn út á miðjum velli.Skjámynd/Úrklippa úr Fréttablaðinu Andrés Iniesta vann alls 32 titla með Barcelona og spilaði 758 leiki fyrir félagið á tæpum átján árum. Hann vann Meistaradeildina fjórum sinnum, spænsku deildina níu sinnum og spænska bikarinn sex sinnum. Þá varð hann einnig þrisvar heimsmeistari félagsliða. Í síðasta leik sínum fyrir Barcelona, 20. maí 2018, þá bar hann fyirliðabandið í 1-0 sigri á Real Sociedad. Iniesta fékk heiðursskiptingu á 82. mínútu. 84.168 mættu á völlinn en þegar allir áhorfendurnir voru farnir þá fór Andrés Iniesta aftur út á völl. Spænski boltinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Sjá meira
Spænski knattspyrnumaðurinn Andrés Iniesta spilaði sinn síðasta leik með Barcelona á þessum degi fyrir tveimur árum síðan og Barcelona minntist þeirra tímamóta á samfélagsmiðlum sínum í dag. Sérstaka athygli vekur mynd af Andrés Iniesta á miðjum Nývangi þar sem hann situr einn með símann sinn og völlurinn hefur alveg tæmst. Þessa mynd má sjá hér fyrir neðan. Þessi mynd minnir mikið á mynd sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og þá ljósmyndari Fréttablaðsins, tók af Ólafi Stefánssyni fyrir fjórtán árum. Myndin af Ólafi Stefánssyni var tekin eftir að Ciudad Real vann Meistaradeildina vorið 2006 en Ciudad Real vann þá 37-28 sigur á Portland San Antonio í seinni úrslitaleiknum og 62-47 samanlagt. Ólafur Stefánsson var markahæstur í liði Ciudad Real með sjö mörk og hafði einnig verið markahæstur í fyrri leiknum. Þetta var fyrsti Meistaradeildartitill Ólafs með Ciudad Real en þeir urðu alls þrír (líka 2008 og 2009). Ólafur vann Meistaradeildina líka með Magdeburg árið 2002. Myndin hans Vilhelms var valin ein af myndum ársins 2006 og hana má sjá hér fyrir neðan þar sem úrklippa úr Fréttablaðinu þar sem hún fékk að njóta sín. Úrklippa úr Fréttablaðinu 31. desember 2006 þar sem sjá má Ólaf Stefánsson á miðjum vellinum eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2006. Allir áhorfendurnir eru farnir en hann er að tala í símann sinn út á miðjum velli.Skjámynd/Úrklippa úr Fréttablaðinu Andrés Iniesta vann alls 32 titla með Barcelona og spilaði 758 leiki fyrir félagið á tæpum átján árum. Hann vann Meistaradeildina fjórum sinnum, spænsku deildina níu sinnum og spænska bikarinn sex sinnum. Þá varð hann einnig þrisvar heimsmeistari félagsliða. Í síðasta leik sínum fyrir Barcelona, 20. maí 2018, þá bar hann fyirliðabandið í 1-0 sigri á Real Sociedad. Iniesta fékk heiðursskiptingu á 82. mínútu. 84.168 mættu á völlinn en þegar allir áhorfendurnir voru farnir þá fór Andrés Iniesta aftur út á völl.
Spænski boltinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Sjá meira