Nú er tíminn til að laga það sem laga þarf í samfélaginu Drífa Snædal skrifar 20. maí 2020 20:30 Það er tilefni til að þakka fyrir þær frábæru viðtökur sem framtíðarsýn ASÍ „Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll“ hefur fengið hjá almenningi, öðrum almannaheillasamtökum og félögum í aðildarfélögum ASÍ. Þetta skjal, sem byggt er á stefnu ASÍ og nauðsynlegum viðbrögðum við fyrirsjáanlegri kreppu hefur verið til umræðu í fjölmiðlum og á fundum og um þessar mundir fylgjum við því eftir með samtölum við aðildarfélög ASÍ um allt land. Við munum svo kynna betur áherslur og sýn á hin fjölmörgu viðfangsefni með veffundum á næstunni. Hvar sem við hittum félaga þá er verið að ræða spennandi hugmyndir til framtíðar þótt vissulega sé þungt fyrir fæti víða. Áhyggjur af atvinnuástandi og ekki síst sálarástandi fólks eru mikið til umræðu og oft er starfsfólk stéttarfélaga í þeirri stöðu að hlusta og hughreysta og aðstoða einstaklinga við að finna leiðir út úr erfiðleikum. Enn og aftur sýnir sig mikilvægi stéttarfélaga fyrir einstaklinga ekki síður en heilu starfstéttirnar. Flugfreyjur og flugþjónar hafa staðið í ströngu við að reyna að ná samningum og það er mikið áhyggjuefni ef reynt verður að brjóta á bak aftur samstöðu þeirra og stéttarfélag. Það er ekki einungis ógn við þau sem stétt heldur ógn við skipulag vinnumarkaðarins og launafólk sem sækir kjör sín í samstöðu stéttarfélaga. Að lokum vil ég minnast á tímamótasamkomulag sem við gerðum með Öryrkjabandalaginu og öðrum heildarsamtökum launafólks þar sem við lýstum stuðningi við baráttu fyrir framfærsluöryggi. Nú er tími stórra hugmynda og tími til að lagfæra það sem þarf í okkar samfélagi. Baráttan gegn fátækt má ekki verða hornreka í okkar stóru verkefnum heldur miðpunkturinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Drífa Snædal Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er tilefni til að þakka fyrir þær frábæru viðtökur sem framtíðarsýn ASÍ „Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll“ hefur fengið hjá almenningi, öðrum almannaheillasamtökum og félögum í aðildarfélögum ASÍ. Þetta skjal, sem byggt er á stefnu ASÍ og nauðsynlegum viðbrögðum við fyrirsjáanlegri kreppu hefur verið til umræðu í fjölmiðlum og á fundum og um þessar mundir fylgjum við því eftir með samtölum við aðildarfélög ASÍ um allt land. Við munum svo kynna betur áherslur og sýn á hin fjölmörgu viðfangsefni með veffundum á næstunni. Hvar sem við hittum félaga þá er verið að ræða spennandi hugmyndir til framtíðar þótt vissulega sé þungt fyrir fæti víða. Áhyggjur af atvinnuástandi og ekki síst sálarástandi fólks eru mikið til umræðu og oft er starfsfólk stéttarfélaga í þeirri stöðu að hlusta og hughreysta og aðstoða einstaklinga við að finna leiðir út úr erfiðleikum. Enn og aftur sýnir sig mikilvægi stéttarfélaga fyrir einstaklinga ekki síður en heilu starfstéttirnar. Flugfreyjur og flugþjónar hafa staðið í ströngu við að reyna að ná samningum og það er mikið áhyggjuefni ef reynt verður að brjóta á bak aftur samstöðu þeirra og stéttarfélag. Það er ekki einungis ógn við þau sem stétt heldur ógn við skipulag vinnumarkaðarins og launafólk sem sækir kjör sín í samstöðu stéttarfélaga. Að lokum vil ég minnast á tímamótasamkomulag sem við gerðum með Öryrkjabandalaginu og öðrum heildarsamtökum launafólks þar sem við lýstum stuðningi við baráttu fyrir framfærsluöryggi. Nú er tími stórra hugmynda og tími til að lagfæra það sem þarf í okkar samfélagi. Baráttan gegn fátækt má ekki verða hornreka í okkar stóru verkefnum heldur miðpunkturinn.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar