Sport

Úrslitakeppni eða blása tímabilið af?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Juventus og Inter léku fyrir luktum dyrum á dögunum.
Juventus og Inter léku fyrir luktum dyrum á dögunum. vísir/getty

Forráðamenn ítölsku úrvalsdeildarinnar, Serie A, gera sér fyllilega grein fyrir því að það verði líklega ekki hægt að klára tímabilið þar í landi og því er verið að skoða alla möguleika í stöðunni.

Ekki verður spilað í ítölsku deildinni fyrr en í fyrsta lagi 3. apríl og ekki ólíklegt að frekari raskanir verði á deildarkeppninni.

Formaður ítalska knattspyrnusambandsins, Gabriele Gravina, er þegar farinn að spá í lausnum. Hann segir að það séu aðeins þrír kostir í stöðunni. Að vera með úrslitakeppni, gefa titilinn þeim sem er á toppnum núna eða hreinlega bara sleppa því að krýna meistara á þessari leiktíð. Juventus er á toppnum í augnablikinu og yrði meistari níunda tímabilið í röð ef sú leið yrði farin að krýna þá sem eru á toppnum núna.

Úrslitakeppnin væri til þess að fá meistara og einnig til að útkljá Evrópusæti sem og hvaða lið myndu falla um deild.

Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur verið mikil á Ítalíu og þar af leiðandi er framhaldið í apríl algjörlega í lausu lofti. Allar deildir hafa möguleika á því að spila fram að 31. maí.

Klippa: Hrifinn af umspili

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×