Vopn skila arði í stríði með landvinningum Einar G Harðarson skrifar 21. maí 2020 15:00 Nú hefur heimurinn verið í stríði við „óvæntan“ andstæðing eða veiru sem berst í lofti á milli manna. Barist er við SARS-Cov2 í öllum löndum heims og vopnin eru lokanir ákveðinna þjónustustaða, tveggja metra reglan, sóttkví, einangrun og sjúkrahúslega. Með öðrum orðum hefur alþjóðahagkerfinu að stórum hluta verið lokað. Framleiðsla þessara vopna hefur kostað heiminn óhemju fé. Hér á Íslandi var farið af stað með þeim fögru orðum um að betra sé að gera of mikið en lítið og hefur það reynst okkur vel til þessa. Undir forystu ríkislögreglustjóra hefur tekist að verja almenning. En baráttan er einungis hálfnuð þegar veiran er unnin. Eftir er að reisa við hagkerfið, og í þeim bardaga þurfa stjórnmálaflokkar að taka forystuna. Hingað til hafa átökin frekar staðið um að verja samfélög en að vinna stríðið. Lagt hefur verið mikið í að viðhalda berskjölduðum samfélögum eins og fyrirtækjum og heimilum. Mikilvægast þegar nú er komið er að halda áfram að verja samfélögin og klára baráttuna með þeim hætti að hagkerfið verði eins líkt því sem áður var. Ef það tekst ekki þá höfum við framleitt dýr vopn án nægra skotfæra í seinni hluta stríðsins. Sem dæmi var lofað hlutabótaleið til allra. Yfir síðustu vikur hefur púðrið farið í árás á þau fyrirtæki sem augljóslega var boðið að nýta sér þann valkost. Það fælir aðra frá hlutabótaleiðinni og öðrum leiðum sem kunna að vera í boði. Veiran hefur lagst á alla jafnt. Þegar fyrirtæki með verslun á Keflavíkurflugvelli þarf að loka, þá á það rétt á hlutabótaleiðinni eins og hvert annað fyrirtæki í sömu stöðu. Svo ekki sé minnst á heimilin en líklegt er að innan fárra vikna koma þau inn í baráttuna af fullum þunga. Betra væri að vera viðbúin því. Hluti ríkistjórnar og flokksmenn þeirra hafa lagst í nornaveiðar og galdrabrennur í stað þess að fylgja góðu fordæmi og gera frekar meira en minna. Það eina sem raunverulega skiptir máli þegar uppi er staðið er virkni hagkerfisins. Ef það virkar getur tekið skamman tíma að koma því í fyrri stöðu en ef það virkar ekki getur uppbygging tekið mörg, mörg ár. Sá sem vinnur stríð er ekki spurður hvort hann hafi eytt of mörgum skotum á óvininn, en sá sem tapar er spurður hvort hann hefði getað eytt meiru. Verjum hagkerfið með vopnum sem gera frekar of mikið en of lítið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Nú hefur heimurinn verið í stríði við „óvæntan“ andstæðing eða veiru sem berst í lofti á milli manna. Barist er við SARS-Cov2 í öllum löndum heims og vopnin eru lokanir ákveðinna þjónustustaða, tveggja metra reglan, sóttkví, einangrun og sjúkrahúslega. Með öðrum orðum hefur alþjóðahagkerfinu að stórum hluta verið lokað. Framleiðsla þessara vopna hefur kostað heiminn óhemju fé. Hér á Íslandi var farið af stað með þeim fögru orðum um að betra sé að gera of mikið en lítið og hefur það reynst okkur vel til þessa. Undir forystu ríkislögreglustjóra hefur tekist að verja almenning. En baráttan er einungis hálfnuð þegar veiran er unnin. Eftir er að reisa við hagkerfið, og í þeim bardaga þurfa stjórnmálaflokkar að taka forystuna. Hingað til hafa átökin frekar staðið um að verja samfélög en að vinna stríðið. Lagt hefur verið mikið í að viðhalda berskjölduðum samfélögum eins og fyrirtækjum og heimilum. Mikilvægast þegar nú er komið er að halda áfram að verja samfélögin og klára baráttuna með þeim hætti að hagkerfið verði eins líkt því sem áður var. Ef það tekst ekki þá höfum við framleitt dýr vopn án nægra skotfæra í seinni hluta stríðsins. Sem dæmi var lofað hlutabótaleið til allra. Yfir síðustu vikur hefur púðrið farið í árás á þau fyrirtæki sem augljóslega var boðið að nýta sér þann valkost. Það fælir aðra frá hlutabótaleiðinni og öðrum leiðum sem kunna að vera í boði. Veiran hefur lagst á alla jafnt. Þegar fyrirtæki með verslun á Keflavíkurflugvelli þarf að loka, þá á það rétt á hlutabótaleiðinni eins og hvert annað fyrirtæki í sömu stöðu. Svo ekki sé minnst á heimilin en líklegt er að innan fárra vikna koma þau inn í baráttuna af fullum þunga. Betra væri að vera viðbúin því. Hluti ríkistjórnar og flokksmenn þeirra hafa lagst í nornaveiðar og galdrabrennur í stað þess að fylgja góðu fordæmi og gera frekar meira en minna. Það eina sem raunverulega skiptir máli þegar uppi er staðið er virkni hagkerfisins. Ef það virkar getur tekið skamman tíma að koma því í fyrri stöðu en ef það virkar ekki getur uppbygging tekið mörg, mörg ár. Sá sem vinnur stríð er ekki spurður hvort hann hafi eytt of mörgum skotum á óvininn, en sá sem tapar er spurður hvort hann hefði getað eytt meiru. Verjum hagkerfið með vopnum sem gera frekar of mikið en of lítið.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun