Flugið og raunveruleikinn Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 21. maí 2020 17:35 Ný þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands er ansi svört. Hún gerir ráð fyrir 8% samdrætti í landsframleiðslu árið 2020 og vegur þar spá bankans um 80% fækkun í komum ferðamanna til landsins á árinu þyngst. Samkvæmt spá Seðlabankans, munu þá einungis um 400.000 ferðamenn koma til landsins á þessu ári, sem þýðir að einungis um 50.000 ferðamenn eigi eftir að skila sér til landsins næsta hálfa árið. Seðlabankastjóri var gestur Kastljóss í gærkvöldi og ræddi um efnahagshorfur. Þar báru að vonum málefni Icelandair á góma. Seðlabankastjóri telur að það myndi ekki hafa mikil áhrif til skamms tíma ef Icelandair færi í þrot. Ástæðan fyrir því að mati seðlabankastjóra er sú, að það muni hvort eð er koma svo fáir ferðamenn til Íslands á þessu ári. Þetta finnst mér einkennilegur málflutningur. Það er næsta víst að ef Icelandair yrði gjaldþrota, þá hefði það einmitt gríðarlegar afleiðingar til skamms tíma, ekki síður en til langs tíma. Aðgerðir stjórnvalda vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins á ferðaþjónustufyrirtæki, hafa einmitt verið til að koma þeim í var, þannig að fyrirtækin verði tilbúin til að hefja starfsemi hratt og örugglega, þegar aðstæður skapast. Þessar aðstæður munu að öllum líkindum einmitt skapast nú um miðjan júní, þegar hægt verður að ferðast til Íslands, án þess að gangast undir tveggja vikna sóttkví, við komuna til landsins. Icelandair er með tilbúna áætlun um að hefja flug á milli Íslands og þeirra áfangastaða í Evrópu, þar sem líklegt er að eftirspurn sé fyrir hendi. Þannig er það raunverulegur möguleiki, að eitthvert líf færist í ferðaþjónustuna strax upp úr miðjum júnímánuði. Það er ekki heldur fráleitt að ímynda sér að eftirspurn gæti orðið meiri strax í júlí og ágúst og svo áfram á haustmánuðum. Raunveruleg og glæný dæmi frá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sanna það, að eftirspurnin er þarna úti - en grundvöllur og forsenda fyrir endurreisn ferðaþjónustunnar eru að tryggar samgöngur verði í boði til og frá landinu. Fari Icelandair í þrot, þá er nokkuð víst að þjóðhagsspá Seðlabankans mun ekki rætast. Lokaniðurstaðan verður enn verri. Efnahagslegum bata mun seinka meira. Því það er vandséð hvernig þeir ferðamenn, sem þó vilja koma til landsins, eiga þá að komast hingað. Því er oft slegið fram, að það skipti engu máli, þó að Icelandair færi í þrot. Það taki bara einhverjir aðrir við boltanum og að haldið verði áfram, eins og ekkert hafi í skorist. Það er hins vegar alls óljóst hvernig úr því myndi spilast og hvers konar flugrekstur tæki hér við. Það er líklegt að við myndum færast aftur um mörg ár, hvað samgöngur til og frá landinu varðar. Ekki þarf að fjölyrða um áhrifin, sem það myndi hafa á efnahagslífið. Það er útilokað að önnur íslensk félög geti stigið strax inn og boðið þá þjónustu, sem Icelandair hefur með umfangsmiklu leiðakerfi sínu boðið upp á undanfarna áratugi. Það er sömuleiðis fráleitt að halda að erlend flugfélög falli hér af himnum ofan og komi í staðinn. Það sannaðist heldur betur við gjaldþrot WOW air fyrir rúmu ári. Þar reyndist hins vegar Icelandair betri en enginn og breytti áherslum í leiðakerfi sínu, til að bjarga því sem bjargað varð. Það er eitt sem íslensk ferðaþjónusta og íslenskt hagkerfi hefur ekki núna og það er tími. Við höfum ekki tíma til að endurreisa flugfélag, stofna ný frá grunni og hvað þá bíða eftir að erlend flugfélög sjái hér einhverja möguleika. Við þurfum að keyra efnahagslífið í gang strax og það verður einungis gert með tilstuðlan Icelandair. Ef Icelandair heldur sínu striki, þá mun það strax hafa jákvæð áhrif á til skamms tíma og mun bæta langtímahorfur verulega. Það er raunveruleikinn. Bjarnheiður Hallsdóttir,formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Sjá meira
Ný þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands er ansi svört. Hún gerir ráð fyrir 8% samdrætti í landsframleiðslu árið 2020 og vegur þar spá bankans um 80% fækkun í komum ferðamanna til landsins á árinu þyngst. Samkvæmt spá Seðlabankans, munu þá einungis um 400.000 ferðamenn koma til landsins á þessu ári, sem þýðir að einungis um 50.000 ferðamenn eigi eftir að skila sér til landsins næsta hálfa árið. Seðlabankastjóri var gestur Kastljóss í gærkvöldi og ræddi um efnahagshorfur. Þar báru að vonum málefni Icelandair á góma. Seðlabankastjóri telur að það myndi ekki hafa mikil áhrif til skamms tíma ef Icelandair færi í þrot. Ástæðan fyrir því að mati seðlabankastjóra er sú, að það muni hvort eð er koma svo fáir ferðamenn til Íslands á þessu ári. Þetta finnst mér einkennilegur málflutningur. Það er næsta víst að ef Icelandair yrði gjaldþrota, þá hefði það einmitt gríðarlegar afleiðingar til skamms tíma, ekki síður en til langs tíma. Aðgerðir stjórnvalda vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins á ferðaþjónustufyrirtæki, hafa einmitt verið til að koma þeim í var, þannig að fyrirtækin verði tilbúin til að hefja starfsemi hratt og örugglega, þegar aðstæður skapast. Þessar aðstæður munu að öllum líkindum einmitt skapast nú um miðjan júní, þegar hægt verður að ferðast til Íslands, án þess að gangast undir tveggja vikna sóttkví, við komuna til landsins. Icelandair er með tilbúna áætlun um að hefja flug á milli Íslands og þeirra áfangastaða í Evrópu, þar sem líklegt er að eftirspurn sé fyrir hendi. Þannig er það raunverulegur möguleiki, að eitthvert líf færist í ferðaþjónustuna strax upp úr miðjum júnímánuði. Það er ekki heldur fráleitt að ímynda sér að eftirspurn gæti orðið meiri strax í júlí og ágúst og svo áfram á haustmánuðum. Raunveruleg og glæný dæmi frá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sanna það, að eftirspurnin er þarna úti - en grundvöllur og forsenda fyrir endurreisn ferðaþjónustunnar eru að tryggar samgöngur verði í boði til og frá landinu. Fari Icelandair í þrot, þá er nokkuð víst að þjóðhagsspá Seðlabankans mun ekki rætast. Lokaniðurstaðan verður enn verri. Efnahagslegum bata mun seinka meira. Því það er vandséð hvernig þeir ferðamenn, sem þó vilja koma til landsins, eiga þá að komast hingað. Því er oft slegið fram, að það skipti engu máli, þó að Icelandair færi í þrot. Það taki bara einhverjir aðrir við boltanum og að haldið verði áfram, eins og ekkert hafi í skorist. Það er hins vegar alls óljóst hvernig úr því myndi spilast og hvers konar flugrekstur tæki hér við. Það er líklegt að við myndum færast aftur um mörg ár, hvað samgöngur til og frá landinu varðar. Ekki þarf að fjölyrða um áhrifin, sem það myndi hafa á efnahagslífið. Það er útilokað að önnur íslensk félög geti stigið strax inn og boðið þá þjónustu, sem Icelandair hefur með umfangsmiklu leiðakerfi sínu boðið upp á undanfarna áratugi. Það er sömuleiðis fráleitt að halda að erlend flugfélög falli hér af himnum ofan og komi í staðinn. Það sannaðist heldur betur við gjaldþrot WOW air fyrir rúmu ári. Þar reyndist hins vegar Icelandair betri en enginn og breytti áherslum í leiðakerfi sínu, til að bjarga því sem bjargað varð. Það er eitt sem íslensk ferðaþjónusta og íslenskt hagkerfi hefur ekki núna og það er tími. Við höfum ekki tíma til að endurreisa flugfélag, stofna ný frá grunni og hvað þá bíða eftir að erlend flugfélög sjái hér einhverja möguleika. Við þurfum að keyra efnahagslífið í gang strax og það verður einungis gert með tilstuðlan Icelandair. Ef Icelandair heldur sínu striki, þá mun það strax hafa jákvæð áhrif á til skamms tíma og mun bæta langtímahorfur verulega. Það er raunveruleikinn. Bjarnheiður Hallsdóttir,formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun