Sportpakkinn: Erfitt að sjá Valsmenn sleppa takinu af toppsætinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2020 16:30 Topplið Vals fær HK í heimsókn klukkan 19:30. vísir/bára Keppni í Olís-deild karla hefst á ný í kvöld eftir rúmlega tveggja vikna hlé. Síðast var leikið í deildinni mánudaginn 24. febrúar. Arnar Björnsson fór yfir 20. umferð Olís-deildarinnar með Guðlaugi Arnarssyni, sérfræðingi Seinni bylgjunnar. Valur er með tveggja stiga forystu á FH þegar þrjár umferðir eru eftir. Það var erfitt að sjá það fyrir laugardagskvöldið 12. október en þá töpuðu Valsmenn þriðja leiknum í röð með eins marks mun. Það var fjórði ósigur Valsmanna í sex fyrstu umferðunum. Frá þeim leik hefur Valur ekki tapað og aðeins tapað einu stigi. ÍBV fagnaði bikarmeistaratitlinum um helgina og Eyjamenn fá ÍR-inga í heimsókn. Líkt og Valsmenn hafa Eyjamenn verið á flugi í síðustu leikjum. Þeir eru í 6. sæti með 24 stig og stutt er í liðin þar fyrir ofan. ÍR er í sætinu fyrir neðan, tveimur stigum á eftir. ÍR vann leik liðanna í Austurberginu í nóvember með fimm marka mun. Liðin mætast klukkan 18:30 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Afturelding mætir botnliði Fjölni að Varmá í kvöld og getur með sigri náð 2. sætinu. Liðið er núna í 4. sæti með jafnmörg stig og Haukar og Selfoss sem mætast annað kvöld á Selfossi. Fjölnir hefur aðeins unnið tvo leiki í vetur og gert eitt jafntefli og tapað 16 leikjum. Grafarvogsliðið er fallið og leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Fram og Stjarnan mætast í áhugaverðum leik í kvöld. Stjarnan er þremur stigum á undan Fram þegar sex stig eru í pottinum. Sigur Fram gerir baráttuna um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni áhugaverða. Stjarnan lék mjög vel í bikarkeppninni um helgina, vann Hauka í undanúrslitum en tapaði fyrir ÍBV í æsispennandi leik þar sem Stjarnan fékk svo sannarlega tækifæri til að vinna titilinn. Það hefur fjarað undan KA í síðustu leikjum og Akureyrarliðsins bíður erfitt verkefni annað kvöld gegn FH. Leikurinn átti að vera í kvöld en vegna ófærðar var honum frestað til morguns. FH er í 2. sæti og bíður eftir tækifæri til að hirða toppsætið ef Valsmenn taka upp á því að tapa leik. Eftir leikinn í kvöld á Valur eftir að spila við KA fyrir norðan og Stjörnuna á heimavelli. FH á eftir að spila við Stjörnuna heima og heimavelli og Fram á útivelli. Stórleikur 20. umferðannar verður á Selfossi annað kvöld þegar Haukar koma í heimsókn. Haukar voru á miklu flugi framan af leiktíð og unnu sjö marka sigur á Selfyssingum þegar liðin mættust í Hafnarfirði. Spurningin er hvort Haukar séu búnir að ná vopnum sínum á ný en það voru batamerki á liðinu í bikarleiknum við Stjörnuna um helgina. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Olís-deild karla hefst að nýju Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir KA-menn komast ekki suður Búið er að fresta leik FH og KA í Olís-deild karla sem átti að fara fram í Kaplakrika í kvöld. 11. mars 2020 11:31 Fyrsta handboltafólkið í sóttkví Fyrstu leikmennirnir í Olís-deildunum í sóttkví. 10. mars 2020 14:58 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Keppni í Olís-deild karla hefst á ný í kvöld eftir rúmlega tveggja vikna hlé. Síðast var leikið í deildinni mánudaginn 24. febrúar. Arnar Björnsson fór yfir 20. umferð Olís-deildarinnar með Guðlaugi Arnarssyni, sérfræðingi Seinni bylgjunnar. Valur er með tveggja stiga forystu á FH þegar þrjár umferðir eru eftir. Það var erfitt að sjá það fyrir laugardagskvöldið 12. október en þá töpuðu Valsmenn þriðja leiknum í röð með eins marks mun. Það var fjórði ósigur Valsmanna í sex fyrstu umferðunum. Frá þeim leik hefur Valur ekki tapað og aðeins tapað einu stigi. ÍBV fagnaði bikarmeistaratitlinum um helgina og Eyjamenn fá ÍR-inga í heimsókn. Líkt og Valsmenn hafa Eyjamenn verið á flugi í síðustu leikjum. Þeir eru í 6. sæti með 24 stig og stutt er í liðin þar fyrir ofan. ÍR er í sætinu fyrir neðan, tveimur stigum á eftir. ÍR vann leik liðanna í Austurberginu í nóvember með fimm marka mun. Liðin mætast klukkan 18:30 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Afturelding mætir botnliði Fjölni að Varmá í kvöld og getur með sigri náð 2. sætinu. Liðið er núna í 4. sæti með jafnmörg stig og Haukar og Selfoss sem mætast annað kvöld á Selfossi. Fjölnir hefur aðeins unnið tvo leiki í vetur og gert eitt jafntefli og tapað 16 leikjum. Grafarvogsliðið er fallið og leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Fram og Stjarnan mætast í áhugaverðum leik í kvöld. Stjarnan er þremur stigum á undan Fram þegar sex stig eru í pottinum. Sigur Fram gerir baráttuna um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni áhugaverða. Stjarnan lék mjög vel í bikarkeppninni um helgina, vann Hauka í undanúrslitum en tapaði fyrir ÍBV í æsispennandi leik þar sem Stjarnan fékk svo sannarlega tækifæri til að vinna titilinn. Það hefur fjarað undan KA í síðustu leikjum og Akureyrarliðsins bíður erfitt verkefni annað kvöld gegn FH. Leikurinn átti að vera í kvöld en vegna ófærðar var honum frestað til morguns. FH er í 2. sæti og bíður eftir tækifæri til að hirða toppsætið ef Valsmenn taka upp á því að tapa leik. Eftir leikinn í kvöld á Valur eftir að spila við KA fyrir norðan og Stjörnuna á heimavelli. FH á eftir að spila við Stjörnuna heima og heimavelli og Fram á útivelli. Stórleikur 20. umferðannar verður á Selfossi annað kvöld þegar Haukar koma í heimsókn. Haukar voru á miklu flugi framan af leiktíð og unnu sjö marka sigur á Selfyssingum þegar liðin mættust í Hafnarfirði. Spurningin er hvort Haukar séu búnir að ná vopnum sínum á ný en það voru batamerki á liðinu í bikarleiknum við Stjörnuna um helgina. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Olís-deild karla hefst að nýju
Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir KA-menn komast ekki suður Búið er að fresta leik FH og KA í Olís-deild karla sem átti að fara fram í Kaplakrika í kvöld. 11. mars 2020 11:31 Fyrsta handboltafólkið í sóttkví Fyrstu leikmennirnir í Olís-deildunum í sóttkví. 10. mars 2020 14:58 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
KA-menn komast ekki suður Búið er að fresta leik FH og KA í Olís-deild karla sem átti að fara fram í Kaplakrika í kvöld. 11. mars 2020 11:31
Fyrsta handboltafólkið í sóttkví Fyrstu leikmennirnir í Olís-deildunum í sóttkví. 10. mars 2020 14:58
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni