Hrósaði Luis Suarez fyrir að bíta sig á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 11:30 Atvikið fræga á HM sumarið 2014. Báðir sitja þeir þarna í grasinu eftir samskipti sín. Giorgio Chiellini er að drepast í öxlinni eftir bitið en Luis Suarez heldur um tennurnar sem höfðu áður farið á bólakaf í öxl Ítalans. EPA/EMILIO LAVANDEIRA JR Ítalski varnarmaðurinn Giorgio Chiellini er að gefa út ævisögu sína og það þarf ekki að koma á óvart að hann fjalli þar um samskipti sín og Úrúgvæmannsins Luis Suarez sem urðu að risafrétt á sínum tíma. Luis Suarez komst þá upp með, tímabundið, að bíta Giorgio Chiellini í öxlina í miðjum leik Úrúgvæ og Ítalíu í riðlakeppni HM. Dómarar leiksins dæmdu ekkert en Luis Suarez fékk síðan langt bann hjá FIFA. Það kemur ekki á óvart að Giorgio Chiellini segi frá glímu sinni við Luis Suarez en það er það sem hann segir sem hefur vakið mesta athygli. Chiellini hrósar nefnilega Luis Suarez fyrir að bíta sig á HM 2014. Giorgio Chiellini says Luis Suarez was right to bite him during 2014 World Cup https://t.co/U5bk4U2HtY pic.twitter.com/2jmCenF5XV— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2020 „Illkvittni er hluti af fótboltanum og þú þarf að vera klókur til að hafa betur í baráttunni,“ sagði Giorgio Chiellini í ævisögu sinni „Lo Giorgio“ sem er að koma út. „Ég dáist að kænskubrögðum hans. Ef hann myndi hætta að beita þeim þá væri hann bara venjulegur framherji,“ sagði Chiellini. „Ég var að dekka (Edinson) Cavani stærsta hluta leiksins og það er annar leikmaður sem er manni erfiður og leikmaður sem gaf ekkert eftir,“ sagði Chiellini. Chiellini "admired" Suarez for that bite pic.twitter.com/SocwrB2SIb— B/R Football (@brfootball) May 21, 2020 „Allt í einu fann ég það að ég hafði verið bitinn í öxlina. Það gerðist skyndilega en það er herbragð hans í návígunum að beita slíkum lúmskum brögðum og ef ég segi sjálfur þá er það mín herkænska líka,“ sagði Chiellini. „Ég og hann erum mjög líkur og ég er hrifinn að fá að taksast á við framherja eins og hann,“ sagði Chiellini. Luis Suarez spilaði ekki meira á heimsmeistaramótinu og var á endanum dæmdur í fjögurra mánaða bann. Liverpool ákvað í framhaldinu að selja hann til Barcelona en Luis Suarez hafði verið kosinn leikmaður ársins í ensku deildinni tímabilið á undan með 31 mark í 33 leikjum. HM 2014 í Brasilíu Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Ítalski varnarmaðurinn Giorgio Chiellini er að gefa út ævisögu sína og það þarf ekki að koma á óvart að hann fjalli þar um samskipti sín og Úrúgvæmannsins Luis Suarez sem urðu að risafrétt á sínum tíma. Luis Suarez komst þá upp með, tímabundið, að bíta Giorgio Chiellini í öxlina í miðjum leik Úrúgvæ og Ítalíu í riðlakeppni HM. Dómarar leiksins dæmdu ekkert en Luis Suarez fékk síðan langt bann hjá FIFA. Það kemur ekki á óvart að Giorgio Chiellini segi frá glímu sinni við Luis Suarez en það er það sem hann segir sem hefur vakið mesta athygli. Chiellini hrósar nefnilega Luis Suarez fyrir að bíta sig á HM 2014. Giorgio Chiellini says Luis Suarez was right to bite him during 2014 World Cup https://t.co/U5bk4U2HtY pic.twitter.com/2jmCenF5XV— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2020 „Illkvittni er hluti af fótboltanum og þú þarf að vera klókur til að hafa betur í baráttunni,“ sagði Giorgio Chiellini í ævisögu sinni „Lo Giorgio“ sem er að koma út. „Ég dáist að kænskubrögðum hans. Ef hann myndi hætta að beita þeim þá væri hann bara venjulegur framherji,“ sagði Chiellini. „Ég var að dekka (Edinson) Cavani stærsta hluta leiksins og það er annar leikmaður sem er manni erfiður og leikmaður sem gaf ekkert eftir,“ sagði Chiellini. Chiellini "admired" Suarez for that bite pic.twitter.com/SocwrB2SIb— B/R Football (@brfootball) May 21, 2020 „Allt í einu fann ég það að ég hafði verið bitinn í öxlina. Það gerðist skyndilega en það er herbragð hans í návígunum að beita slíkum lúmskum brögðum og ef ég segi sjálfur þá er það mín herkænska líka,“ sagði Chiellini. „Ég og hann erum mjög líkur og ég er hrifinn að fá að taksast á við framherja eins og hann,“ sagði Chiellini. Luis Suarez spilaði ekki meira á heimsmeistaramótinu og var á endanum dæmdur í fjögurra mánaða bann. Liverpool ákvað í framhaldinu að selja hann til Barcelona en Luis Suarez hafði verið kosinn leikmaður ársins í ensku deildinni tímabilið á undan með 31 mark í 33 leikjum.
HM 2014 í Brasilíu Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira