Íslenski boltinn

Grótta fær Ástbjörn aftur á láni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ástbjörn lék sjö leiki með KR, fjóra í deild og þrjá í bikar, áður en hann var lánaður til Grótta síðasta sumar.
Ástbjörn lék sjö leiki með KR, fjóra í deild og þrjá í bikar, áður en hann var lánaður til Grótta síðasta sumar. vísir/bára

Nýliðar Gróttu í Pepsi Max-deild karla hafa fengið Ástbjörn Þórðarson á láni frá KR út tímabilið.

Ástbjörn lék með Gróttu seinni hluta síðasta tímabils og hjálpaði liðinu að vinna Inkasso-deildina.

Fyrri hluta síðasta tímabils lék Ástbjörn með KR sem varð Íslandsmeistari. Hann lék því bæði með sigurliðunum í Pepsi Max- og Inkasso-deildinni í fyrra.

Ástbjörn, sem er tvítugur, hefur einnig leikið sem lánsmaður með ÍA og Víkingi Ó. Hann hefur leikið tíu leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Auk Ástbjörns hefur Grótta fengið Karl Friðleif Gunnarsson á láni frá Breiðabliki. Þessi lið mætast á Kópavogsvelli í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar sunnudaginn 14. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×