Leikmenn PSG fögnuðu með stuðningsmönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2020 16:30 Edison Cavani fagnar á svölum Parc des Princes, heimavelli PSG, eftir sigur gærkvöldsins. Getty/Aurelien Meunier Ekkert óvanalegt er við það að leikmenn knattspyrnuliða fagni með stuðningsmönnum sínum. Það óvenjulega hér er að engir stuðningsmenn voru inn á leikvanginum er PSG lagði Borussia Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Leikur liðanna fór fram fyrir luktum dyrum sökum kórónuveirunnar sem er að hafa áhrif á allt og alla þessa dagana. Það stöðvaði hins vegar ekki stuðningsmenn Paris Saint-Germain að mæta og styðja sitt lið en þeir hittust einfaldlega fyrir utan Parc des Princes, heimavöll PSG. Þar var kveikt í blysum, flugeldum og öllu tilheyrandi. Leiknum lauk með 2-0 sigri PSG þökk sé mörkum Neymar og Juan Bernat, unnu þeir einvígið þar með 3-2 samanlagt. Eftir að hafa fagnað inn á vellinum, fyrir framan enga áhorfendur fóru leikmenn PSG út á svalir Parc des Princes þar sem þeir fögnuðu vel og innilega fyrir framan stuðningsmenn sína. #ICICESTPARIS pic.twitter.com/FgbhCp2cRl— Paris Saint-Germain (@PSG_English) March 11, 2020 Í kjölfarið fóru leikmenn franska liðsins svo inn í klefa þar sem þeir gerðu grín að fagni hins unga Erling Braut Håland. Norski framherjinn gekk í raðir Dortmund í janúar og fagnar öllum sínum mörkum á sama hátt. Þar á meðal marki sínu í fyrri leik liðanna en fagn hans virðist hafa farið illa ofan í leikmenn PSG. ...and breathe pic.twitter.com/CGijCM0ct8— Paris Saint-Germain (@PSG_English) March 11, 2020 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira
Ekkert óvanalegt er við það að leikmenn knattspyrnuliða fagni með stuðningsmönnum sínum. Það óvenjulega hér er að engir stuðningsmenn voru inn á leikvanginum er PSG lagði Borussia Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Leikur liðanna fór fram fyrir luktum dyrum sökum kórónuveirunnar sem er að hafa áhrif á allt og alla þessa dagana. Það stöðvaði hins vegar ekki stuðningsmenn Paris Saint-Germain að mæta og styðja sitt lið en þeir hittust einfaldlega fyrir utan Parc des Princes, heimavöll PSG. Þar var kveikt í blysum, flugeldum og öllu tilheyrandi. Leiknum lauk með 2-0 sigri PSG þökk sé mörkum Neymar og Juan Bernat, unnu þeir einvígið þar með 3-2 samanlagt. Eftir að hafa fagnað inn á vellinum, fyrir framan enga áhorfendur fóru leikmenn PSG út á svalir Parc des Princes þar sem þeir fögnuðu vel og innilega fyrir framan stuðningsmenn sína. #ICICESTPARIS pic.twitter.com/FgbhCp2cRl— Paris Saint-Germain (@PSG_English) March 11, 2020 Í kjölfarið fóru leikmenn franska liðsins svo inn í klefa þar sem þeir gerðu grín að fagni hins unga Erling Braut Håland. Norski framherjinn gekk í raðir Dortmund í janúar og fagnar öllum sínum mörkum á sama hátt. Þar á meðal marki sínu í fyrri leik liðanna en fagn hans virðist hafa farið illa ofan í leikmenn PSG. ...and breathe pic.twitter.com/CGijCM0ct8— Paris Saint-Germain (@PSG_English) March 11, 2020
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira