Mér finnst… Sigríður Karlsdóttir skrifar 12. mars 2020 14:00 Í gærkvöldi var ég komin með nóg af þessu rugli og skoðaði bara matreiðslumyndbönd og dúlluleg dýramyndbönd. Síðustu daga hef ég og aðrir hér í þessum klikkaða heimi verið að drukkna í “mér finnst” skilaboðum. Hvort sem ég er stödd í heita pottinum, biðröð á kassa í Bónus eða með tölvuskjáinn fyrir framan mig. Alls staðar finnst fólki eitthvað, einhvers staðar. Ég skal segja ykkur hvað mér finnst! (Kaldhæðni fyrir ykkur sem ætla að finnast eitthvað um hvað mér finnst) (Þetta var líka kaldhæðni). Að sitja heima hjá sér og líta 237 sinnum á fréttamiðla hjálpar ekki. Að geta ekki sofið yfir áhyggjum af sjálfum sér eða öðrum hjálpar ekki. Að tala stanslaust um yfirvofandi ástand í heiminum hjálpar ekki. Að þvo sér hendurnar og lifa lífinu í gleði, hjálpar. Að sleppa tökunum á ástandinu en gera það sem þarf að gera, hjálpar. Að forðast fréttamiðla og púsla með börnunum sínum, hjálpar. Sadhguru (dásamlegur maður sem veit ansi margt um þessa undarlegu tilveru okkar hér) segir að helsta vandamál okkar sem lifum í hinum vestræna heimi sé að við tökum hlutunum svo fjandi alvarlega. Að taka hlutnum alvarlega gæti verið að tala stanslaust umm á innsoginu, hvað ástandið er hræðilegt og það kemst ekkert annað að í lífinu en áhyggjuhugsanir og fóðrun á hamfarafíkninni. Að taka hlutunum ekki alvarlega er til dæmis að fara eftir almannavörnum eða öðrum með sérhæfingu í þessum málefnum, dansa heima hjá sér í sóttkví eða leyfa sér að kitla börnin þrátt fyrir allt sem gerist þarna úti. Mér finnst… ..að við þurfum að hlæja, dansa, syngja og brosa oftar án þess að skammast okkar fyrir það. Svona í tilefni ástandsins skora ég á okkur að fara í skoðanabindindi. Að prófa að hafa ekki skoðun í heilan dag og sjá hvað gerist! Það er það sem mér finnst! Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi var ég komin með nóg af þessu rugli og skoðaði bara matreiðslumyndbönd og dúlluleg dýramyndbönd. Síðustu daga hef ég og aðrir hér í þessum klikkaða heimi verið að drukkna í “mér finnst” skilaboðum. Hvort sem ég er stödd í heita pottinum, biðröð á kassa í Bónus eða með tölvuskjáinn fyrir framan mig. Alls staðar finnst fólki eitthvað, einhvers staðar. Ég skal segja ykkur hvað mér finnst! (Kaldhæðni fyrir ykkur sem ætla að finnast eitthvað um hvað mér finnst) (Þetta var líka kaldhæðni). Að sitja heima hjá sér og líta 237 sinnum á fréttamiðla hjálpar ekki. Að geta ekki sofið yfir áhyggjum af sjálfum sér eða öðrum hjálpar ekki. Að tala stanslaust um yfirvofandi ástand í heiminum hjálpar ekki. Að þvo sér hendurnar og lifa lífinu í gleði, hjálpar. Að sleppa tökunum á ástandinu en gera það sem þarf að gera, hjálpar. Að forðast fréttamiðla og púsla með börnunum sínum, hjálpar. Sadhguru (dásamlegur maður sem veit ansi margt um þessa undarlegu tilveru okkar hér) segir að helsta vandamál okkar sem lifum í hinum vestræna heimi sé að við tökum hlutunum svo fjandi alvarlega. Að taka hlutnum alvarlega gæti verið að tala stanslaust umm á innsoginu, hvað ástandið er hræðilegt og það kemst ekkert annað að í lífinu en áhyggjuhugsanir og fóðrun á hamfarafíkninni. Að taka hlutunum ekki alvarlega er til dæmis að fara eftir almannavörnum eða öðrum með sérhæfingu í þessum málefnum, dansa heima hjá sér í sóttkví eða leyfa sér að kitla börnin þrátt fyrir allt sem gerist þarna úti. Mér finnst… ..að við þurfum að hlæja, dansa, syngja og brosa oftar án þess að skammast okkar fyrir það. Svona í tilefni ástandsins skora ég á okkur að fara í skoðanabindindi. Að prófa að hafa ekki skoðun í heilan dag og sjá hvað gerist! Það er það sem mér finnst! Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun