Þegar á reynir Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 12. mars 2020 15:30 Þegar á reynir koma bestu einkenni Íslendinga sem þjóðar venjulega skýrt fram. Við gerum okkur grein fyrir því að við erum öll í þessu saman, við deilum öll kjörum og erfiðleikar eins eru erfiðleikar okkar allra. Faraldurinn nú er fordæmalaus í seinni tíma sögu. Hraðar smitleiðir, áður óþekkt veira og vegna breyttrar heimsmyndar breiðist hún hraðar út en í fyrri faröldrum. Aðgerðir sóttvarnalæknis og almannavarna hafa verið fumlausar, leiðbeiningar skýrar og öll inngrip verið úthugsuð og að bestu manna ráðum. En það er ljóst að það hvernig við sjálf bregðumst við skiptir líka gríðarlegu máli. Hvernig við hlítum fyrirmælum, tökum skynsamlegar ákvarðanir og hjálpumst að. Íslensk yfirvöld hafa gripið til ráðstafana sem eru yfirvegaðar, en krefjast þess af almenningi að hann taki þátt og sýni ábyrgð. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við alla þá sem tekið hafa leiðbeiningar um sóttkví og einangrun alvarlega og farið eftir þeim. Verndum viðkvæmustu hópana Það hefur komið fram að þeir sem eru viðkvæmastir í tengslum við faraldurinn eru þeir elstu og þeir sem hafa vissa langvinna sjúkdóma. Ekki vegna þess að þeir smitist frekar, heldur vegna þess að þeir eru líklegir til að þola sýkinguna verr ef þeir fá hana. Við þurfum sem samfélag að vera sérstaklega vakandi gagnvart þessum hópum, bæði hvað það varðar að aðstoða þá eftir föngum sem ekki komast á milli, hjálpa með aðföng og fleira. Við þurfum líka að vera sérstaklega passasöm að bera ekki sýkingar á milli. Við þurfum að gæta að handþvotti, spritta okkur og forðast óþarfa snertingar. Notum tækni til samskipta þar sem það er hægt, jafnvel bara símann. Hringjum í ömmu, mömmu eða gamla frænku. Bjóðumst til að taka á okkur ytri samskipti eldra fólksins okkar, eins og innkaupaferðir og útréttingar. Förum í apótekið fyrir fólkið okkar. Sækjum póstinn. Bjóðum fram hjálp sem við getum flest svo auðveldlega veitt. Með samstöðu og hjálpsemi, samhygð og nærgætni komumst við saman í gegnum þetta verkefni. Spilum þannig úr erfiðri stöðu að við styrkjum tengslin okkar inn á við og komum sterk út úr þessari krísu. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Wuhan-veiran Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar á reynir koma bestu einkenni Íslendinga sem þjóðar venjulega skýrt fram. Við gerum okkur grein fyrir því að við erum öll í þessu saman, við deilum öll kjörum og erfiðleikar eins eru erfiðleikar okkar allra. Faraldurinn nú er fordæmalaus í seinni tíma sögu. Hraðar smitleiðir, áður óþekkt veira og vegna breyttrar heimsmyndar breiðist hún hraðar út en í fyrri faröldrum. Aðgerðir sóttvarnalæknis og almannavarna hafa verið fumlausar, leiðbeiningar skýrar og öll inngrip verið úthugsuð og að bestu manna ráðum. En það er ljóst að það hvernig við sjálf bregðumst við skiptir líka gríðarlegu máli. Hvernig við hlítum fyrirmælum, tökum skynsamlegar ákvarðanir og hjálpumst að. Íslensk yfirvöld hafa gripið til ráðstafana sem eru yfirvegaðar, en krefjast þess af almenningi að hann taki þátt og sýni ábyrgð. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við alla þá sem tekið hafa leiðbeiningar um sóttkví og einangrun alvarlega og farið eftir þeim. Verndum viðkvæmustu hópana Það hefur komið fram að þeir sem eru viðkvæmastir í tengslum við faraldurinn eru þeir elstu og þeir sem hafa vissa langvinna sjúkdóma. Ekki vegna þess að þeir smitist frekar, heldur vegna þess að þeir eru líklegir til að þola sýkinguna verr ef þeir fá hana. Við þurfum sem samfélag að vera sérstaklega vakandi gagnvart þessum hópum, bæði hvað það varðar að aðstoða þá eftir föngum sem ekki komast á milli, hjálpa með aðföng og fleira. Við þurfum líka að vera sérstaklega passasöm að bera ekki sýkingar á milli. Við þurfum að gæta að handþvotti, spritta okkur og forðast óþarfa snertingar. Notum tækni til samskipta þar sem það er hægt, jafnvel bara símann. Hringjum í ömmu, mömmu eða gamla frænku. Bjóðumst til að taka á okkur ytri samskipti eldra fólksins okkar, eins og innkaupaferðir og útréttingar. Förum í apótekið fyrir fólkið okkar. Sækjum póstinn. Bjóðum fram hjálp sem við getum flest svo auðveldlega veitt. Með samstöðu og hjálpsemi, samhygð og nærgætni komumst við saman í gegnum þetta verkefni. Spilum þannig úr erfiðri stöðu að við styrkjum tengslin okkar inn á við og komum sterk út úr þessari krísu. Höfundur er þingmaður VG.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar