Þegar á reynir Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 12. mars 2020 15:30 Þegar á reynir koma bestu einkenni Íslendinga sem þjóðar venjulega skýrt fram. Við gerum okkur grein fyrir því að við erum öll í þessu saman, við deilum öll kjörum og erfiðleikar eins eru erfiðleikar okkar allra. Faraldurinn nú er fordæmalaus í seinni tíma sögu. Hraðar smitleiðir, áður óþekkt veira og vegna breyttrar heimsmyndar breiðist hún hraðar út en í fyrri faröldrum. Aðgerðir sóttvarnalæknis og almannavarna hafa verið fumlausar, leiðbeiningar skýrar og öll inngrip verið úthugsuð og að bestu manna ráðum. En það er ljóst að það hvernig við sjálf bregðumst við skiptir líka gríðarlegu máli. Hvernig við hlítum fyrirmælum, tökum skynsamlegar ákvarðanir og hjálpumst að. Íslensk yfirvöld hafa gripið til ráðstafana sem eru yfirvegaðar, en krefjast þess af almenningi að hann taki þátt og sýni ábyrgð. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við alla þá sem tekið hafa leiðbeiningar um sóttkví og einangrun alvarlega og farið eftir þeim. Verndum viðkvæmustu hópana Það hefur komið fram að þeir sem eru viðkvæmastir í tengslum við faraldurinn eru þeir elstu og þeir sem hafa vissa langvinna sjúkdóma. Ekki vegna þess að þeir smitist frekar, heldur vegna þess að þeir eru líklegir til að þola sýkinguna verr ef þeir fá hana. Við þurfum sem samfélag að vera sérstaklega vakandi gagnvart þessum hópum, bæði hvað það varðar að aðstoða þá eftir föngum sem ekki komast á milli, hjálpa með aðföng og fleira. Við þurfum líka að vera sérstaklega passasöm að bera ekki sýkingar á milli. Við þurfum að gæta að handþvotti, spritta okkur og forðast óþarfa snertingar. Notum tækni til samskipta þar sem það er hægt, jafnvel bara símann. Hringjum í ömmu, mömmu eða gamla frænku. Bjóðumst til að taka á okkur ytri samskipti eldra fólksins okkar, eins og innkaupaferðir og útréttingar. Förum í apótekið fyrir fólkið okkar. Sækjum póstinn. Bjóðum fram hjálp sem við getum flest svo auðveldlega veitt. Með samstöðu og hjálpsemi, samhygð og nærgætni komumst við saman í gegnum þetta verkefni. Spilum þannig úr erfiðri stöðu að við styrkjum tengslin okkar inn á við og komum sterk út úr þessari krísu. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Wuhan-veiran Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar á reynir koma bestu einkenni Íslendinga sem þjóðar venjulega skýrt fram. Við gerum okkur grein fyrir því að við erum öll í þessu saman, við deilum öll kjörum og erfiðleikar eins eru erfiðleikar okkar allra. Faraldurinn nú er fordæmalaus í seinni tíma sögu. Hraðar smitleiðir, áður óþekkt veira og vegna breyttrar heimsmyndar breiðist hún hraðar út en í fyrri faröldrum. Aðgerðir sóttvarnalæknis og almannavarna hafa verið fumlausar, leiðbeiningar skýrar og öll inngrip verið úthugsuð og að bestu manna ráðum. En það er ljóst að það hvernig við sjálf bregðumst við skiptir líka gríðarlegu máli. Hvernig við hlítum fyrirmælum, tökum skynsamlegar ákvarðanir og hjálpumst að. Íslensk yfirvöld hafa gripið til ráðstafana sem eru yfirvegaðar, en krefjast þess af almenningi að hann taki þátt og sýni ábyrgð. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við alla þá sem tekið hafa leiðbeiningar um sóttkví og einangrun alvarlega og farið eftir þeim. Verndum viðkvæmustu hópana Það hefur komið fram að þeir sem eru viðkvæmastir í tengslum við faraldurinn eru þeir elstu og þeir sem hafa vissa langvinna sjúkdóma. Ekki vegna þess að þeir smitist frekar, heldur vegna þess að þeir eru líklegir til að þola sýkinguna verr ef þeir fá hana. Við þurfum sem samfélag að vera sérstaklega vakandi gagnvart þessum hópum, bæði hvað það varðar að aðstoða þá eftir föngum sem ekki komast á milli, hjálpa með aðföng og fleira. Við þurfum líka að vera sérstaklega passasöm að bera ekki sýkingar á milli. Við þurfum að gæta að handþvotti, spritta okkur og forðast óþarfa snertingar. Notum tækni til samskipta þar sem það er hægt, jafnvel bara símann. Hringjum í ömmu, mömmu eða gamla frænku. Bjóðumst til að taka á okkur ytri samskipti eldra fólksins okkar, eins og innkaupaferðir og útréttingar. Förum í apótekið fyrir fólkið okkar. Sækjum póstinn. Bjóðum fram hjálp sem við getum flest svo auðveldlega veitt. Með samstöðu og hjálpsemi, samhygð og nærgætni komumst við saman í gegnum þetta verkefni. Spilum þannig úr erfiðri stöðu að við styrkjum tengslin okkar inn á við og komum sterk út úr þessari krísu. Höfundur er þingmaður VG.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar