Burst hjá United | Grátlegt tap FCK í Tyrklandi Anton Ingi Leifsson skrifar 12. mars 2020 19:45 vísir/getty Manchester United er í þægilegri stöðu eftir fyrri leikinn gegn LASK frá Austurríki í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en United vann 5-0 sigur í kvöld. Leikið var fyrir luktum dyrum í Austurríki vegna kórónuveirunnar en Odion Ighalo skoraði fyrsta markið á 28. mínútu með glæsilegu skoti í slá og inn. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Annað mark Manchester United skoraði Daniel James á 58. mínútu eftir laglega skyndisókn en Wales-verjinn hafði ekki skorað í síðustu 33 leikjum. Juan Mata skoraði þriðja markið átta mínútum fyrir leikslok eftir laglegt spil. Veislunni var ekki lokið því Mason Greenwood bætti við fjórða marki United í uppbótartíma og skömmu síðar var Andreas Pereira á skotskónum eftir undirbúning Fred. Lokatölur 5-0 og ljóst að Man. United er með annan fótinn og rúmlega það inn í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar en nú er spurning hvort að síðari leikurinn muni fara fram í næstu viku. FCK er 1-0 undir gegn stjörnuprýddu liði Istanbul Basaksehir. Sigurmarkið skoraði Edin Visca úr umdeildri vítaspyrnu á 88. mínútu eftir að brotið var á Demba Ba. Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi FCK vegna meiðsla. Basel gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 sigur á Frankfurt á útivelli. Samuele Campo kom Basel yfir í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik bættu þeir Kevin Bua og Fabian Frei við sitthvoru markinu.
Manchester United er í þægilegri stöðu eftir fyrri leikinn gegn LASK frá Austurríki í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en United vann 5-0 sigur í kvöld. Leikið var fyrir luktum dyrum í Austurríki vegna kórónuveirunnar en Odion Ighalo skoraði fyrsta markið á 28. mínútu með glæsilegu skoti í slá og inn. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Annað mark Manchester United skoraði Daniel James á 58. mínútu eftir laglega skyndisókn en Wales-verjinn hafði ekki skorað í síðustu 33 leikjum. Juan Mata skoraði þriðja markið átta mínútum fyrir leikslok eftir laglegt spil. Veislunni var ekki lokið því Mason Greenwood bætti við fjórða marki United í uppbótartíma og skömmu síðar var Andreas Pereira á skotskónum eftir undirbúning Fred. Lokatölur 5-0 og ljóst að Man. United er með annan fótinn og rúmlega það inn í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar en nú er spurning hvort að síðari leikurinn muni fara fram í næstu viku. FCK er 1-0 undir gegn stjörnuprýddu liði Istanbul Basaksehir. Sigurmarkið skoraði Edin Visca úr umdeildri vítaspyrnu á 88. mínútu eftir að brotið var á Demba Ba. Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi FCK vegna meiðsla. Basel gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 sigur á Frankfurt á útivelli. Samuele Campo kom Basel yfir í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik bættu þeir Kevin Bua og Fabian Frei við sitthvoru markinu.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sjá meira