Gróður að sá sér yfir hraun og aura frá gosinu í Eyjafjallajökli Kristján Már Unnarsson skrifar 24. maí 2020 07:08 Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, skoðar gróður á aurunum sem fylltu lónið við Gígjökul fyrir tíu árum. Myndin var tekin síðastliðið haust við upptökur á þáttum Stöðvar 2 um eldgosið í Eyjafjallajökli. Fjær eru Kristján Már Unnarsson, Jón Kjartan Björnsson, þyrluflugstjóri hjá Norðurflugi, og Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Stöð 2/Einar Árnason. Tíu árum eftir eldgosið í Eyjafjallajökli er gróður farinn að breiða úr sér yfir aurinn sem fyllti lónsstæði Gígjökuls og græn slikja er komin yfir hraunið sem rann frá Fimmvörðuhálsi. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Eitthvert magnaðasta sjónarspilið í gosinu var við Gígjökul þegar kolmórautt bræðsluvatnið frá gosinu sturtaðist úr toppgígnum og fyllti jökullónið á aðeins hálftíma. Sjá hér: Fyrstu sólarhringar eldgossins í toppgíg Eyjafjallajökuls En það voru líka eftirminnilegar myndir af hrauninu sem rann frá gígunum á Fimmvörðuhálsi en það barst langar leiðir niður með Hrunagili. Sjá hér: Fyrir tíu árum flykktist fólk á Fimmvörðuháls Þegar við fljúgum yfir Hrunagil tíu árum síðar er hraunið ekki lengur kolsvart heldur komin græn slikja yfir það. Horft niður í botn Hrunagils. Þar er komin græn slikja yfir hraunið sem rann fyrir tíu árum og áin búin að móta sér nýjan farveg.Stöð 2/Einar Árnason. Og það sama sjáum við þegar við rennum okkur yfir fyrrum lónsstæði við Gígjökull. Öskugrár aurinn frá gosinu er smámsaman að verða grænn. Þar sjást núna mosi og allskyns smágróður. „Já, þetta fylltist upp. Við erum núna í talsverðri hæð yfir upphaflegum lónbotni og athyglisvert að sjá hérna líka hvernig gróðurinn er að ná hér fótfestu. Hér er allt að fyllast af mosa og öðrum gróðri,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Mosi og grasstrá á aurunum við Gígjökul.Stöð 2/Einar Árnason. „Þannig að náttúran heldur áfram sínu þó að stundum slettist upp á vinskapinn," segir Páll í viðtali á staðnum, sem tekið var síðastliðið haust í kvikmyndatöku vegna sjónvarpsþátta Stöðvar 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins, en þá má nálgast á Maraþoni Stöðvar 2. „Já, þetta er náttúrlega alveg magnað að sjá. Hér er bara að koma upp mosi og annar lággróður,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri. Aurarnir sem fylltu lónið við Gígjökul eru ekki lengur öskugráir. Grænn litur er að færast yfir svæðið.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta er bara að sá sér út og þetta mun bara gróa upp á næstu 15-20 árum. Þá verður þetta orðið bara ein heild.“ -Kannski munum við bara sjá birkiskóg hér á endanum? „Ja, ég veit ekki. Það er náttúrlega ekki langt í hann hérna hinumegin við, í Básum og inni í Þórsmörk. En af hverju ekki? Hérna geta hugsanlega orðið skilyrði fyrir það, eins og annarsstaðar hefur sést á svona samskonar landi,“ segir Ólafur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Umhverfismál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Tíu árum eftir eldgosið í Eyjafjallajökli er gróður farinn að breiða úr sér yfir aurinn sem fyllti lónsstæði Gígjökuls og græn slikja er komin yfir hraunið sem rann frá Fimmvörðuhálsi. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Eitthvert magnaðasta sjónarspilið í gosinu var við Gígjökul þegar kolmórautt bræðsluvatnið frá gosinu sturtaðist úr toppgígnum og fyllti jökullónið á aðeins hálftíma. Sjá hér: Fyrstu sólarhringar eldgossins í toppgíg Eyjafjallajökuls En það voru líka eftirminnilegar myndir af hrauninu sem rann frá gígunum á Fimmvörðuhálsi en það barst langar leiðir niður með Hrunagili. Sjá hér: Fyrir tíu árum flykktist fólk á Fimmvörðuháls Þegar við fljúgum yfir Hrunagil tíu árum síðar er hraunið ekki lengur kolsvart heldur komin græn slikja yfir það. Horft niður í botn Hrunagils. Þar er komin græn slikja yfir hraunið sem rann fyrir tíu árum og áin búin að móta sér nýjan farveg.Stöð 2/Einar Árnason. Og það sama sjáum við þegar við rennum okkur yfir fyrrum lónsstæði við Gígjökull. Öskugrár aurinn frá gosinu er smámsaman að verða grænn. Þar sjást núna mosi og allskyns smágróður. „Já, þetta fylltist upp. Við erum núna í talsverðri hæð yfir upphaflegum lónbotni og athyglisvert að sjá hérna líka hvernig gróðurinn er að ná hér fótfestu. Hér er allt að fyllast af mosa og öðrum gróðri,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Mosi og grasstrá á aurunum við Gígjökul.Stöð 2/Einar Árnason. „Þannig að náttúran heldur áfram sínu þó að stundum slettist upp á vinskapinn," segir Páll í viðtali á staðnum, sem tekið var síðastliðið haust í kvikmyndatöku vegna sjónvarpsþátta Stöðvar 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins, en þá má nálgast á Maraþoni Stöðvar 2. „Já, þetta er náttúrlega alveg magnað að sjá. Hér er bara að koma upp mosi og annar lággróður,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri. Aurarnir sem fylltu lónið við Gígjökul eru ekki lengur öskugráir. Grænn litur er að færast yfir svæðið.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta er bara að sá sér út og þetta mun bara gróa upp á næstu 15-20 árum. Þá verður þetta orðið bara ein heild.“ -Kannski munum við bara sjá birkiskóg hér á endanum? „Ja, ég veit ekki. Það er náttúrlega ekki langt í hann hérna hinumegin við, í Básum og inni í Þórsmörk. En af hverju ekki? Hérna geta hugsanlega orðið skilyrði fyrir það, eins og annarsstaðar hefur sést á svona samskonar landi,“ segir Ólafur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Umhverfismál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40
Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36