Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2020 16:00 Carlos Cordeiro með Crystal Dunn eftir að hún spilaði sinn hundrasta landsleik. Getty/Brad Smith Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. Þetta gerði hann eftir hörð viðbrögð við vandræðalegri yfirlýsingu sambandsins í réttargögnum í tengslum við málið sem landsliðskonur Bandaríkjanna hafa höfðað gegn sambandinu. Bandarísku landsliðskonurnar fóru með málið fyrir dómstóla og eftir þessa afar klaufalegu yfirlýsingu virðist fátt koma í veg fyrir að réttað verði málinu en það ekki leyst utan réttarsalsins eins og margir bjuggust við. Carlos Cordeiro has resigned as President of US Soccer during an equal pay lawsuit.He says he "takes responsibility" for not reviewing the legal filing.More https://t.co/rSTICQcS3s pic.twitter.com/5G1XNnpNnK— BBC Sport (@BBCSport) March 13, 2020 Í gögnunum frá bandaríska sambandinu kom meðal annars fram að landsliðskonurnar ættu skilið að fá minna en landsliðskarlarnir frá sambandinu vegna þessa að þær væru ekki eins leiknir fótboltamenn og þær væru með minni ábyrgð en karlarnir. Bandaríska sambandið fékk ekki aðeins hörð viðbrögð frá landsliðskonunum sjálfum heldur einnig frá stórum styrktaraðilum sambandsins sem vildu alls ekki láta bendla sig við slíka fornaldarhugsun. US Soccer President Carlos Cordeiro has resigned one day after the USWNT protested language used amid their equal-pay lawsuit pic.twitter.com/yMomuA1LdK— B/R Football (@brfootball) March 13, 2020 Leikmenn bandaríska landsliðsins mótmæltu fyrir leik sinn á móti Japan á SheBelieves með því að snúa utan yfir treyju sinni við í þjóðsöngnum þannig að ekki sást í merki bandaríska knattspyrnusambandsins. Talsmaður bandarísku landsliðskvennannan líkt plagginu við það sem menn hefðu mögulega getað samið á steinöld og leiðtogi liðsins, Megan Rapinoe, var svo móðguð fyrir hönd allra knattspyrnukvenna að hún vildi ekki einu sinni taka við afsökunarbeiðni frá Carlos Cordeiro. Carlos Cordeiro kvaddi með þeim orðum að hann hafi alltaf reynt að gera að sem væri best fyrir bandaríska knattspyrnusambandið. Bandaríska knattspyrnusambandið hefur gert allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að knattspyrnukonurnar fái jafnmikið og karlarnir. Á sama tíma eru konurnar stolt bandarískrar knattspyrnu en þær urðu heimsmeistarar í fjórða sinn síðasta sumar. HM 2019 í Frakklandi Bandaríkin Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. Þetta gerði hann eftir hörð viðbrögð við vandræðalegri yfirlýsingu sambandsins í réttargögnum í tengslum við málið sem landsliðskonur Bandaríkjanna hafa höfðað gegn sambandinu. Bandarísku landsliðskonurnar fóru með málið fyrir dómstóla og eftir þessa afar klaufalegu yfirlýsingu virðist fátt koma í veg fyrir að réttað verði málinu en það ekki leyst utan réttarsalsins eins og margir bjuggust við. Carlos Cordeiro has resigned as President of US Soccer during an equal pay lawsuit.He says he "takes responsibility" for not reviewing the legal filing.More https://t.co/rSTICQcS3s pic.twitter.com/5G1XNnpNnK— BBC Sport (@BBCSport) March 13, 2020 Í gögnunum frá bandaríska sambandinu kom meðal annars fram að landsliðskonurnar ættu skilið að fá minna en landsliðskarlarnir frá sambandinu vegna þessa að þær væru ekki eins leiknir fótboltamenn og þær væru með minni ábyrgð en karlarnir. Bandaríska sambandið fékk ekki aðeins hörð viðbrögð frá landsliðskonunum sjálfum heldur einnig frá stórum styrktaraðilum sambandsins sem vildu alls ekki láta bendla sig við slíka fornaldarhugsun. US Soccer President Carlos Cordeiro has resigned one day after the USWNT protested language used amid their equal-pay lawsuit pic.twitter.com/yMomuA1LdK— B/R Football (@brfootball) March 13, 2020 Leikmenn bandaríska landsliðsins mótmæltu fyrir leik sinn á móti Japan á SheBelieves með því að snúa utan yfir treyju sinni við í þjóðsöngnum þannig að ekki sást í merki bandaríska knattspyrnusambandsins. Talsmaður bandarísku landsliðskvennannan líkt plagginu við það sem menn hefðu mögulega getað samið á steinöld og leiðtogi liðsins, Megan Rapinoe, var svo móðguð fyrir hönd allra knattspyrnukvenna að hún vildi ekki einu sinni taka við afsökunarbeiðni frá Carlos Cordeiro. Carlos Cordeiro kvaddi með þeim orðum að hann hafi alltaf reynt að gera að sem væri best fyrir bandaríska knattspyrnusambandið. Bandaríska knattspyrnusambandið hefur gert allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að knattspyrnukonurnar fái jafnmikið og karlarnir. Á sama tíma eru konurnar stolt bandarískrar knattspyrnu en þær urðu heimsmeistarar í fjórða sinn síðasta sumar.
HM 2019 í Frakklandi Bandaríkin Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira