Svona var stemningin þegar World Class opnaði aftur á miðnætti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. maí 2020 01:01 Svona var umhorfs í World Class Laugum, stuttu eftir að stöðin opnaði á miðnætti. Vísir/Vésteinn Tilslakanir á samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi nú á miðnætti. Það hefur meðal annars í för með sér hækkun fjöldatakmarkana. Þá verða fjöldatakmarkanir hækkaðar úr 50 í 200. Eins mega krár, skemmtistaðir og sambærilegir staðir hafa opið til klukkan 11 á kvöldin. Þá máttu líkamsræktarstöðvar opna dyr sínar fyrir hreyfingarþyrstum viðskiptavinum á nýjan leik. Þær hafa verið lokaðar frá 24. mars síðastliðnum, í skugga samkomubannsins sem heilbrigðisráðherra setti á að tillögu sóttvarnalæknis. Aðstandendur World Class, stærstu líkamsræktarstöðvakeðju Íslands, ákváðu í tilefni afléttinga takmarkana að blása til miðnæturopnunar í stöð sinni í Laugum og bjóða þannig viðskiptavinum sínum að mæta í ræktina eins fljótt og mögulegt var. Mikil stemning myndaðist, boðið var upp á orkudrykki fyrir fyrstu gesti, auk þess sem plötusnúður þeytti skífum fyrir utan stöðina og hélt uppi fjörinu. Hér að neðan má sjá myndskeið frá opnun stöðvarinnar. Þar má meðal annars sjá Björn Leifsson, eiganda World Class, fylgjast með þeim allra fyrstu sem mættu í ræktina síðan í mars. Stuttu eftir að hleypt var inn voru allir komnir í rétta fatnaðinn og farnir að leggja rækt við líkama sinn. Ljóst er að margir höfðu beðið óþreyjufullir eftir opnun líkamsræktarstöðva, en blásið var til undirskriftarsöfnunar þann 1. maí, þar sem þess var krafist að líkamsræktarstöðvar myndu opna. Helsta gagnrýni aðstandenda listans á aðferðir stjórnvalda við afléttingar samfélagslegra takmarkana var sú að sundlaugar hefðu fengið að opna viku fyrr en líkamsræktarstöðvar. Alls rituðu 1742 undir listann. Þá var einnig miðnæturopnun í World Class í Kringlunni. Alls voru tólf sem komu inn fyrstu tíu mínúturnar og óðu flestir beint í bekkpressuna. Starfsmaður á vakt sagðist ekki hafa vitað við hverju mætti búast, en bjóst þó við minna húllumhæi en yrði væntanlega í Laugum. Myndir frá Kringlunni fylgja hér að neðan. World Class Kringlunni.Vísir/Andri Ívið færri biðu þess að komast í stöð World Class í Kringlunni.Vísir/Andri Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Miðnæturopnun hjá World Class í Laugum Líkamsræktarstöðin World Class ætlar að opna dyrnar að stöðvum sínum á miðnætti á sunnudaginn. Þetta kemur fram í færslu World Class á samfélagsmiðlum. 22. maí 2020 12:08 Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Tilslakanir á samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi nú á miðnætti. Það hefur meðal annars í för með sér hækkun fjöldatakmarkana. Þá verða fjöldatakmarkanir hækkaðar úr 50 í 200. Eins mega krár, skemmtistaðir og sambærilegir staðir hafa opið til klukkan 11 á kvöldin. Þá máttu líkamsræktarstöðvar opna dyr sínar fyrir hreyfingarþyrstum viðskiptavinum á nýjan leik. Þær hafa verið lokaðar frá 24. mars síðastliðnum, í skugga samkomubannsins sem heilbrigðisráðherra setti á að tillögu sóttvarnalæknis. Aðstandendur World Class, stærstu líkamsræktarstöðvakeðju Íslands, ákváðu í tilefni afléttinga takmarkana að blása til miðnæturopnunar í stöð sinni í Laugum og bjóða þannig viðskiptavinum sínum að mæta í ræktina eins fljótt og mögulegt var. Mikil stemning myndaðist, boðið var upp á orkudrykki fyrir fyrstu gesti, auk þess sem plötusnúður þeytti skífum fyrir utan stöðina og hélt uppi fjörinu. Hér að neðan má sjá myndskeið frá opnun stöðvarinnar. Þar má meðal annars sjá Björn Leifsson, eiganda World Class, fylgjast með þeim allra fyrstu sem mættu í ræktina síðan í mars. Stuttu eftir að hleypt var inn voru allir komnir í rétta fatnaðinn og farnir að leggja rækt við líkama sinn. Ljóst er að margir höfðu beðið óþreyjufullir eftir opnun líkamsræktarstöðva, en blásið var til undirskriftarsöfnunar þann 1. maí, þar sem þess var krafist að líkamsræktarstöðvar myndu opna. Helsta gagnrýni aðstandenda listans á aðferðir stjórnvalda við afléttingar samfélagslegra takmarkana var sú að sundlaugar hefðu fengið að opna viku fyrr en líkamsræktarstöðvar. Alls rituðu 1742 undir listann. Þá var einnig miðnæturopnun í World Class í Kringlunni. Alls voru tólf sem komu inn fyrstu tíu mínúturnar og óðu flestir beint í bekkpressuna. Starfsmaður á vakt sagðist ekki hafa vitað við hverju mætti búast, en bjóst þó við minna húllumhæi en yrði væntanlega í Laugum. Myndir frá Kringlunni fylgja hér að neðan. World Class Kringlunni.Vísir/Andri Ívið færri biðu þess að komast í stöð World Class í Kringlunni.Vísir/Andri
Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Miðnæturopnun hjá World Class í Laugum Líkamsræktarstöðin World Class ætlar að opna dyrnar að stöðvum sínum á miðnætti á sunnudaginn. Þetta kemur fram í færslu World Class á samfélagsmiðlum. 22. maí 2020 12:08 Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Miðnæturopnun hjá World Class í Laugum Líkamsræktarstöðin World Class ætlar að opna dyrnar að stöðvum sínum á miðnætti á sunnudaginn. Þetta kemur fram í færslu World Class á samfélagsmiðlum. 22. maí 2020 12:08
Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00