Fyrir fólk, ekki fjármagn Drífa Snædal skrifar 17. apríl 2020 15:20 Leiðarstef í kröfum ASÍ gagnvart stjórnvöldum er að allar ákvarðanir um aðgerðir vegna efnahagskreppunnar verði teknar með hagsmuni almennings að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni. Nú heyrast háværar raddir um að slaka á reglum, leyfa fyrirtækjum að hafa sinn háttinn á og jafnvel víkja frá kjarasamningum, með vísan til „sérstakra aðstæðna“. Fyrir mánuði síðan voru ýmsar hugmyndir uppi á borðum en þá var almennt talið að við stæðum frammi fyrir fárra mánaða samdrætti og að markmiðið væri að ná góðri viðspyrnu strax í kjölfarið. Nú þegar er staðan orðin margfalt alvarlegri og óvissan meiri. Þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu hafa áhrif næstu mánuði og jafnvel ár. Tilslakanir sem snúa að kjörum fólks geta því þýtt tilslakanir til framtíðar, sem aftur getur reynst okkur sem samfélagi hættulegt. Það er lágmarkskrafa að þau fyrirtæki sem njóta fyrirgreiðslu úr okkar sameiginlegu sjóðum með brúarlánum eða öðrum meðulum virði lög og kjarasamninga og ástundi ekki félagsleg undirboð. Það skynsamlegasta sem hægt er að gera við þessar aðstæður er að tryggja framfærslu fólks, hvort sem það er launafólk eða atvinnulaust fólk, öryrkjar eða aldraðir. Tryggja það að almenningur geti haldið áfram að versla við fyrirtæki, sækja þjónustu, sinna viðhaldi eigna, greiða af lánum og nýta sér það sem atvinnulífið hefur uppá að bjóða. Það er öruggasta leiðin til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækja, atvinnu og lífsgæði. Við verðum að komast í gegnum þessa erfiðleika sem samfélag. Samhliða þarf að tryggja að viðbrögð við efnahagslægðinni verði til að renna stoðum undir það framtíðarsamfélags sem við viljum byggja, ekki síst með tilliti til loftslagsbreytinga og tæknibreytinga. Nú er tími breytinga, hann þarf að nýta vel. Góða helgi, Höfundur er forseti ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Leiðarstef í kröfum ASÍ gagnvart stjórnvöldum er að allar ákvarðanir um aðgerðir vegna efnahagskreppunnar verði teknar með hagsmuni almennings að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni. Nú heyrast háværar raddir um að slaka á reglum, leyfa fyrirtækjum að hafa sinn háttinn á og jafnvel víkja frá kjarasamningum, með vísan til „sérstakra aðstæðna“. Fyrir mánuði síðan voru ýmsar hugmyndir uppi á borðum en þá var almennt talið að við stæðum frammi fyrir fárra mánaða samdrætti og að markmiðið væri að ná góðri viðspyrnu strax í kjölfarið. Nú þegar er staðan orðin margfalt alvarlegri og óvissan meiri. Þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu hafa áhrif næstu mánuði og jafnvel ár. Tilslakanir sem snúa að kjörum fólks geta því þýtt tilslakanir til framtíðar, sem aftur getur reynst okkur sem samfélagi hættulegt. Það er lágmarkskrafa að þau fyrirtæki sem njóta fyrirgreiðslu úr okkar sameiginlegu sjóðum með brúarlánum eða öðrum meðulum virði lög og kjarasamninga og ástundi ekki félagsleg undirboð. Það skynsamlegasta sem hægt er að gera við þessar aðstæður er að tryggja framfærslu fólks, hvort sem það er launafólk eða atvinnulaust fólk, öryrkjar eða aldraðir. Tryggja það að almenningur geti haldið áfram að versla við fyrirtæki, sækja þjónustu, sinna viðhaldi eigna, greiða af lánum og nýta sér það sem atvinnulífið hefur uppá að bjóða. Það er öruggasta leiðin til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækja, atvinnu og lífsgæði. Við verðum að komast í gegnum þessa erfiðleika sem samfélag. Samhliða þarf að tryggja að viðbrögð við efnahagslægðinni verði til að renna stoðum undir það framtíðarsamfélags sem við viljum byggja, ekki síst með tilliti til loftslagsbreytinga og tæknibreytinga. Nú er tími breytinga, hann þarf að nýta vel. Góða helgi, Höfundur er forseti ASÍ
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun