Réttindi fólks besta vörnin gegn veirunni Drífa Snædal skrifar 13. mars 2020 12:15 Ég ætla ekki að fjölyrða um erfiðleikana sem við stöndum frammi fyrir, við erum öll upplýst um þá en við skulum passa okkur á þeirri klisju að við séum öll í sama báti. Við erum það ekki. Aðstæður fólks eru mjög misjafnar. Sumir hafa borð fyrir báru í orlofsdögum, veikindarétti og jafnvel sparifé á meðan lítið má út af bregða hjá öðrum. Við erum sem sagt ekki öll í sama báti og höfum aldrei verið. Við þurfum hins vegar að sannmælast um aðgerðir sem tryggja hag almennings en ekki sérhagsmuna, vernda þá sem verst standa og á sama tíma ná markmiðum um að hefta útbreiðslu veirunnar. Alþýðusambandið er í samskiptum við stjórnvöld og atvinnurekendur um nauðsynleg fyrstu viðbrögð til að tryggja afkomu fólks, en sú trygging mun ráða úrslitum um hvort hægt sé að hægja á útbreiðslu COVID-19. Þau lönd sem beita samfélagslegum lausnum og hafa almannakerfi til að styðjast við standa miklu betur að vígi en þau lönd þar sem hver verður að bjarga sjálfum sér. Það er ekki tilviljun að fyrsta verk ríkisstjórna Norðurlandanna var að tryggja greiðslur til fólks í veikindum eða sóttkví, það er besta vörnin. Næsta vers er að bregðast fljótt og örugglega við öðrum þáttum og við munum næstu daga móta þær aðgerðir sem við teljum brýnastar til lengri og skemmri tíma. Ein stærsta hættan í óvissuástandi, hamförum eða efnahagsþrengingum er að hlaupið sé til og teknar afdrifaríkar ákvarðanir sem veikja kerfi sem eiga að tryggja almannahag. Við búum að því í dag að ekki var gripið til stórfelldrar einkavæðingar eða verðmætar þjóðareignir seldar í hruninu fyrir tólf árum. Það réði úrslitum um að kreppan varð ekki dýpri. Það er stefnt að því að síðar í dag berist fréttir af ráðstöfunum til að tryggja hag vinnandi fólks, bæði sem er í sóttkví og þess sem starfar hjá fyrirtækjum sem þurfa að draga saman seglin. Frekari tillögur og kröfur verkalýðshreyfingarinnar verða svo kynntar næstu daga. Verndum kerfin okkar, hóstum í klúta, þvoum og sprittum! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki að fjölyrða um erfiðleikana sem við stöndum frammi fyrir, við erum öll upplýst um þá en við skulum passa okkur á þeirri klisju að við séum öll í sama báti. Við erum það ekki. Aðstæður fólks eru mjög misjafnar. Sumir hafa borð fyrir báru í orlofsdögum, veikindarétti og jafnvel sparifé á meðan lítið má út af bregða hjá öðrum. Við erum sem sagt ekki öll í sama báti og höfum aldrei verið. Við þurfum hins vegar að sannmælast um aðgerðir sem tryggja hag almennings en ekki sérhagsmuna, vernda þá sem verst standa og á sama tíma ná markmiðum um að hefta útbreiðslu veirunnar. Alþýðusambandið er í samskiptum við stjórnvöld og atvinnurekendur um nauðsynleg fyrstu viðbrögð til að tryggja afkomu fólks, en sú trygging mun ráða úrslitum um hvort hægt sé að hægja á útbreiðslu COVID-19. Þau lönd sem beita samfélagslegum lausnum og hafa almannakerfi til að styðjast við standa miklu betur að vígi en þau lönd þar sem hver verður að bjarga sjálfum sér. Það er ekki tilviljun að fyrsta verk ríkisstjórna Norðurlandanna var að tryggja greiðslur til fólks í veikindum eða sóttkví, það er besta vörnin. Næsta vers er að bregðast fljótt og örugglega við öðrum þáttum og við munum næstu daga móta þær aðgerðir sem við teljum brýnastar til lengri og skemmri tíma. Ein stærsta hættan í óvissuástandi, hamförum eða efnahagsþrengingum er að hlaupið sé til og teknar afdrifaríkar ákvarðanir sem veikja kerfi sem eiga að tryggja almannahag. Við búum að því í dag að ekki var gripið til stórfelldrar einkavæðingar eða verðmætar þjóðareignir seldar í hruninu fyrir tólf árum. Það réði úrslitum um að kreppan varð ekki dýpri. Það er stefnt að því að síðar í dag berist fréttir af ráðstöfunum til að tryggja hag vinnandi fólks, bæði sem er í sóttkví og þess sem starfar hjá fyrirtækjum sem þurfa að draga saman seglin. Frekari tillögur og kröfur verkalýðshreyfingarinnar verða svo kynntar næstu daga. Verndum kerfin okkar, hóstum í klúta, þvoum og sprittum! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun