Veiran á svo hröðu undanhaldi að hún setur framtíð Oxford-bóluefnis í uppnám Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2020 09:05 Adrian Hill er bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla. Oxford/Getty Adrian Hill, bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla, segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi. Það sé vegna þess hve hratt smitum fækkar nú í Bretlandi. Vísindamenn við Jenner-stofnunina í Oxford hófu þróun bóluefnis við veirunni strax í janúar og nota til þess veiru úr simpönsum. Veiran hefur leikið Breta afar grátt en tæplega 37 þúsund hafa nú látist af völdum hennar í landinu, næstflestir á heimsvísu. Faraldurinn er þrátt fyrir það í rénun í Bretlandi, líkt og víða annars staðar, og það setur framtíð Oxford-bóluefnisins í uppnám. „Þetta er kapphlaup við brotthvarf veirunnar og tímann. Við sögðum fyrr á árinu að það væru áttatíu prósent líkur á því að þróun bóluefnis sem virkaði tækist áður en september gengi í garð. En eins og staðan er núna eru fimmtíu prósent líkur á því að við fáum enga niðurstöðu. Við erum í þeirri skrítnu stöðu að vilja að Covid staldri við, að minnsta kosti í smá stund,“ sagði Hill í samtali við breska dagblaðið Sunday Telegraph í gær. Prófanir á bóluefninu, sem gengur undir heitinu ChAdOx1 nCoV-19, hófust fyrir nokkru síðan. Fyrsta skrefið fólst í því að sprauta því í 160 heilbrigða einstaklinga á aldrinum 18 til 55 ára. Ráðgert er að prófa bóluefnið á allt að tíu þúsund einstaklingum, þar af einnig börnum og öldruðum, í öðru og þriðja skrefi rannsóknarinnar. Framgangur bóluefnisins er þó háður því að nægilega margir Bretar greinist með veiruna. Greinist of fáir verður ekki hægt að sannreyna virkni bóluefnisins, og þar með yrði loku fyrir það skotið að koma því í almenna notkun í breska heilbrigðiskerfinu, að því er fram kemur í frétt Sky-fréttastofunnar. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Adrian Hill, bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla, segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi. Það sé vegna þess hve hratt smitum fækkar nú í Bretlandi. Vísindamenn við Jenner-stofnunina í Oxford hófu þróun bóluefnis við veirunni strax í janúar og nota til þess veiru úr simpönsum. Veiran hefur leikið Breta afar grátt en tæplega 37 þúsund hafa nú látist af völdum hennar í landinu, næstflestir á heimsvísu. Faraldurinn er þrátt fyrir það í rénun í Bretlandi, líkt og víða annars staðar, og það setur framtíð Oxford-bóluefnisins í uppnám. „Þetta er kapphlaup við brotthvarf veirunnar og tímann. Við sögðum fyrr á árinu að það væru áttatíu prósent líkur á því að þróun bóluefnis sem virkaði tækist áður en september gengi í garð. En eins og staðan er núna eru fimmtíu prósent líkur á því að við fáum enga niðurstöðu. Við erum í þeirri skrítnu stöðu að vilja að Covid staldri við, að minnsta kosti í smá stund,“ sagði Hill í samtali við breska dagblaðið Sunday Telegraph í gær. Prófanir á bóluefninu, sem gengur undir heitinu ChAdOx1 nCoV-19, hófust fyrir nokkru síðan. Fyrsta skrefið fólst í því að sprauta því í 160 heilbrigða einstaklinga á aldrinum 18 til 55 ára. Ráðgert er að prófa bóluefnið á allt að tíu þúsund einstaklingum, þar af einnig börnum og öldruðum, í öðru og þriðja skrefi rannsóknarinnar. Framgangur bóluefnisins er þó háður því að nægilega margir Bretar greinist með veiruna. Greinist of fáir verður ekki hægt að sannreyna virkni bóluefnisins, og þar með yrði loku fyrir það skotið að koma því í almenna notkun í breska heilbrigðiskerfinu, að því er fram kemur í frétt Sky-fréttastofunnar.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira