„Það er bara hægt að klúðra þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2020 19:00 Darri Freyr Atlason er nýr þjálfari karlaliðs KR í körfubolta. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. KR hefur unnið sex síðustu Íslandsmeistaratitla sem í boði hafa verið, og tvo bikarmeistaratitla á þeim tíma, en enginn Íslandsmeistaratitill var í boði í vor þar sem úrslitakeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. Ljóst er að Darra, sem vann allt sem hægt er að vinna sem þjálfari kvennaliðs Vals í fyrra og gerði liðið að deildarmeistara í ár, bíður verðugt verkefni að viðhalda árangrinum: „Leiðin liggur eiginlega bara niður á við, því það er ekki hægt að komast neitt ofar,“ segir Darri við Sportið í dag, en viðtalið má sjá hér að neðan. „En ég velti þessum hlutum í raun ekkert fyrir mér. Ég er að gera þetta út af því að ég fæ tækifæri til að vinna með strákum sem ég ólst upp með, strákum sem ég ber gríðarlega virðingu fyrir, klúbbinn KR sem er með langstærsta liðið á Íslandi, og það eru þessir hlutir sem að munu fylla mig af lífsgleði og ánægju með þetta starf. Vonandi leiðir það til þess að við getum haldið áfram þeirri velgengni sem hefur varað hingað til,“ segir Darri. Brotthvarf Inga Þórs Steinþórssonar úr þjálfarastarfinu hjá KR kom flestum á óvart og Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, hefur beðist afsökunar á því hvernig staðið var að þessum málum. „Ég hef í rauninni ekkert um það að segja. Það var bara verið að ráða mig í vinnu og ég hef ekkert slæmt um Inga að segja. Hann þjálfaði mig meira að segja hérna í 9. flokki held ég. Þetta er bara svona og ég er viss um að við getum byrjað á núllpunkti þegar ég tek við, og haldið áfram. KR-ingum líður bara ágætlega þegar þeir eru á milli tannanna á fólki, hvort sem það er út af góðu eða illu,“ segir Darri. Á gott og hreinskiptið vinasamband við þá sem taka við kyndlinum Darri vonast til þess að halda elstu og reyndustu leikmönnum KR í leikmannahópnum, köppum á borð við Jón Arnór Stefánsson og Helga Má Magnússon, sem hafa verið talsvert lengur að en þjálfarinn ungi. Hann er þó hvergi banginn við að stýra slíkum kanónum: „Ég er ekki að fara að kenna þeim að taka sniðskot með vinstri. Ég er að fara að setja einhverja skýra sýn og skýr hlutverk, og þora að taka erfið samtöl og þess konar hluti, sem ég lít miklu frekar á sem mitt hlutverk. Það er líka held ég það sem að ég er bestur í sem þjálfari, frekar en þessi smáatriði. Ég hef því fulla trú á því að þessi hópur henti mér sömuleiðis vel, þetta séu þroskaðir einstaklingar sem hægt er að taka valdeflandi samtal við,“ segir Darri, sem sömuleiðis mun þjálfa vini sína, Matthías Orra Sigurðarson og Kristófer Acox, og segir að það verði ekki vandamál. „Það eru kynslóðaskipti í liðinu að eiga sér stað. Kyndillinn er að fara frá ´82-árgangnum og í hendurnar á Matta og Kristófer fram á við. Þeir munu þurfa að axla mikla ábyrgð, og Kristófer sem búinn er að vera hérna lengi að axla meiri ábyrgð en hann hefur gert áður. Kastljósið er á þeim núna. Ég held að þeir skilji að gott samstarf við þjálfarann sé lykilatriði í því að þeir komi sem best út úr þessu líka. Þetta eru skýrir strákar og við eigum gott, hreinskiptið vinasamband sem mun henta vel í þessar aðstæður held ég.“ Klippa: Sportið í dag - Darri um nýja starfið sem þjálfari KR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Sportið í dag KR Tengdar fréttir Formaður körfuknattleiksdeildar KR bað Inga Þór afsökunar Formaður körfuknattleiksdeildar KR segist hafa misst atburðarrásina í tengslum við uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar úr höndunum. 25. maí 2020 15:36 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
„Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. KR hefur unnið sex síðustu Íslandsmeistaratitla sem í boði hafa verið, og tvo bikarmeistaratitla á þeim tíma, en enginn Íslandsmeistaratitill var í boði í vor þar sem úrslitakeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. Ljóst er að Darra, sem vann allt sem hægt er að vinna sem þjálfari kvennaliðs Vals í fyrra og gerði liðið að deildarmeistara í ár, bíður verðugt verkefni að viðhalda árangrinum: „Leiðin liggur eiginlega bara niður á við, því það er ekki hægt að komast neitt ofar,“ segir Darri við Sportið í dag, en viðtalið má sjá hér að neðan. „En ég velti þessum hlutum í raun ekkert fyrir mér. Ég er að gera þetta út af því að ég fæ tækifæri til að vinna með strákum sem ég ólst upp með, strákum sem ég ber gríðarlega virðingu fyrir, klúbbinn KR sem er með langstærsta liðið á Íslandi, og það eru þessir hlutir sem að munu fylla mig af lífsgleði og ánægju með þetta starf. Vonandi leiðir það til þess að við getum haldið áfram þeirri velgengni sem hefur varað hingað til,“ segir Darri. Brotthvarf Inga Þórs Steinþórssonar úr þjálfarastarfinu hjá KR kom flestum á óvart og Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, hefur beðist afsökunar á því hvernig staðið var að þessum málum. „Ég hef í rauninni ekkert um það að segja. Það var bara verið að ráða mig í vinnu og ég hef ekkert slæmt um Inga að segja. Hann þjálfaði mig meira að segja hérna í 9. flokki held ég. Þetta er bara svona og ég er viss um að við getum byrjað á núllpunkti þegar ég tek við, og haldið áfram. KR-ingum líður bara ágætlega þegar þeir eru á milli tannanna á fólki, hvort sem það er út af góðu eða illu,“ segir Darri. Á gott og hreinskiptið vinasamband við þá sem taka við kyndlinum Darri vonast til þess að halda elstu og reyndustu leikmönnum KR í leikmannahópnum, köppum á borð við Jón Arnór Stefánsson og Helga Má Magnússon, sem hafa verið talsvert lengur að en þjálfarinn ungi. Hann er þó hvergi banginn við að stýra slíkum kanónum: „Ég er ekki að fara að kenna þeim að taka sniðskot með vinstri. Ég er að fara að setja einhverja skýra sýn og skýr hlutverk, og þora að taka erfið samtöl og þess konar hluti, sem ég lít miklu frekar á sem mitt hlutverk. Það er líka held ég það sem að ég er bestur í sem þjálfari, frekar en þessi smáatriði. Ég hef því fulla trú á því að þessi hópur henti mér sömuleiðis vel, þetta séu þroskaðir einstaklingar sem hægt er að taka valdeflandi samtal við,“ segir Darri, sem sömuleiðis mun þjálfa vini sína, Matthías Orra Sigurðarson og Kristófer Acox, og segir að það verði ekki vandamál. „Það eru kynslóðaskipti í liðinu að eiga sér stað. Kyndillinn er að fara frá ´82-árgangnum og í hendurnar á Matta og Kristófer fram á við. Þeir munu þurfa að axla mikla ábyrgð, og Kristófer sem búinn er að vera hérna lengi að axla meiri ábyrgð en hann hefur gert áður. Kastljósið er á þeim núna. Ég held að þeir skilji að gott samstarf við þjálfarann sé lykilatriði í því að þeir komi sem best út úr þessu líka. Þetta eru skýrir strákar og við eigum gott, hreinskiptið vinasamband sem mun henta vel í þessar aðstæður held ég.“ Klippa: Sportið í dag - Darri um nýja starfið sem þjálfari KR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Sportið í dag KR Tengdar fréttir Formaður körfuknattleiksdeildar KR bað Inga Þór afsökunar Formaður körfuknattleiksdeildar KR segist hafa misst atburðarrásina í tengslum við uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar úr höndunum. 25. maí 2020 15:36 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Formaður körfuknattleiksdeildar KR bað Inga Þór afsökunar Formaður körfuknattleiksdeildar KR segist hafa misst atburðarrásina í tengslum við uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar úr höndunum. 25. maí 2020 15:36
Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16