„Það er bara hægt að klúðra þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2020 19:00 Darri Freyr Atlason er nýr þjálfari karlaliðs KR í körfubolta. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. KR hefur unnið sex síðustu Íslandsmeistaratitla sem í boði hafa verið, og tvo bikarmeistaratitla á þeim tíma, en enginn Íslandsmeistaratitill var í boði í vor þar sem úrslitakeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. Ljóst er að Darra, sem vann allt sem hægt er að vinna sem þjálfari kvennaliðs Vals í fyrra og gerði liðið að deildarmeistara í ár, bíður verðugt verkefni að viðhalda árangrinum: „Leiðin liggur eiginlega bara niður á við, því það er ekki hægt að komast neitt ofar,“ segir Darri við Sportið í dag, en viðtalið má sjá hér að neðan. „En ég velti þessum hlutum í raun ekkert fyrir mér. Ég er að gera þetta út af því að ég fæ tækifæri til að vinna með strákum sem ég ólst upp með, strákum sem ég ber gríðarlega virðingu fyrir, klúbbinn KR sem er með langstærsta liðið á Íslandi, og það eru þessir hlutir sem að munu fylla mig af lífsgleði og ánægju með þetta starf. Vonandi leiðir það til þess að við getum haldið áfram þeirri velgengni sem hefur varað hingað til,“ segir Darri. Brotthvarf Inga Þórs Steinþórssonar úr þjálfarastarfinu hjá KR kom flestum á óvart og Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, hefur beðist afsökunar á því hvernig staðið var að þessum málum. „Ég hef í rauninni ekkert um það að segja. Það var bara verið að ráða mig í vinnu og ég hef ekkert slæmt um Inga að segja. Hann þjálfaði mig meira að segja hérna í 9. flokki held ég. Þetta er bara svona og ég er viss um að við getum byrjað á núllpunkti þegar ég tek við, og haldið áfram. KR-ingum líður bara ágætlega þegar þeir eru á milli tannanna á fólki, hvort sem það er út af góðu eða illu,“ segir Darri. Á gott og hreinskiptið vinasamband við þá sem taka við kyndlinum Darri vonast til þess að halda elstu og reyndustu leikmönnum KR í leikmannahópnum, köppum á borð við Jón Arnór Stefánsson og Helga Má Magnússon, sem hafa verið talsvert lengur að en þjálfarinn ungi. Hann er þó hvergi banginn við að stýra slíkum kanónum: „Ég er ekki að fara að kenna þeim að taka sniðskot með vinstri. Ég er að fara að setja einhverja skýra sýn og skýr hlutverk, og þora að taka erfið samtöl og þess konar hluti, sem ég lít miklu frekar á sem mitt hlutverk. Það er líka held ég það sem að ég er bestur í sem þjálfari, frekar en þessi smáatriði. Ég hef því fulla trú á því að þessi hópur henti mér sömuleiðis vel, þetta séu þroskaðir einstaklingar sem hægt er að taka valdeflandi samtal við,“ segir Darri, sem sömuleiðis mun þjálfa vini sína, Matthías Orra Sigurðarson og Kristófer Acox, og segir að það verði ekki vandamál. „Það eru kynslóðaskipti í liðinu að eiga sér stað. Kyndillinn er að fara frá ´82-árgangnum og í hendurnar á Matta og Kristófer fram á við. Þeir munu þurfa að axla mikla ábyrgð, og Kristófer sem búinn er að vera hérna lengi að axla meiri ábyrgð en hann hefur gert áður. Kastljósið er á þeim núna. Ég held að þeir skilji að gott samstarf við þjálfarann sé lykilatriði í því að þeir komi sem best út úr þessu líka. Þetta eru skýrir strákar og við eigum gott, hreinskiptið vinasamband sem mun henta vel í þessar aðstæður held ég.“ Klippa: Sportið í dag - Darri um nýja starfið sem þjálfari KR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Sportið í dag KR Tengdar fréttir Formaður körfuknattleiksdeildar KR bað Inga Þór afsökunar Formaður körfuknattleiksdeildar KR segist hafa misst atburðarrásina í tengslum við uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar úr höndunum. 25. maí 2020 15:36 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Sjá meira
„Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. KR hefur unnið sex síðustu Íslandsmeistaratitla sem í boði hafa verið, og tvo bikarmeistaratitla á þeim tíma, en enginn Íslandsmeistaratitill var í boði í vor þar sem úrslitakeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. Ljóst er að Darra, sem vann allt sem hægt er að vinna sem þjálfari kvennaliðs Vals í fyrra og gerði liðið að deildarmeistara í ár, bíður verðugt verkefni að viðhalda árangrinum: „Leiðin liggur eiginlega bara niður á við, því það er ekki hægt að komast neitt ofar,“ segir Darri við Sportið í dag, en viðtalið má sjá hér að neðan. „En ég velti þessum hlutum í raun ekkert fyrir mér. Ég er að gera þetta út af því að ég fæ tækifæri til að vinna með strákum sem ég ólst upp með, strákum sem ég ber gríðarlega virðingu fyrir, klúbbinn KR sem er með langstærsta liðið á Íslandi, og það eru þessir hlutir sem að munu fylla mig af lífsgleði og ánægju með þetta starf. Vonandi leiðir það til þess að við getum haldið áfram þeirri velgengni sem hefur varað hingað til,“ segir Darri. Brotthvarf Inga Þórs Steinþórssonar úr þjálfarastarfinu hjá KR kom flestum á óvart og Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, hefur beðist afsökunar á því hvernig staðið var að þessum málum. „Ég hef í rauninni ekkert um það að segja. Það var bara verið að ráða mig í vinnu og ég hef ekkert slæmt um Inga að segja. Hann þjálfaði mig meira að segja hérna í 9. flokki held ég. Þetta er bara svona og ég er viss um að við getum byrjað á núllpunkti þegar ég tek við, og haldið áfram. KR-ingum líður bara ágætlega þegar þeir eru á milli tannanna á fólki, hvort sem það er út af góðu eða illu,“ segir Darri. Á gott og hreinskiptið vinasamband við þá sem taka við kyndlinum Darri vonast til þess að halda elstu og reyndustu leikmönnum KR í leikmannahópnum, köppum á borð við Jón Arnór Stefánsson og Helga Má Magnússon, sem hafa verið talsvert lengur að en þjálfarinn ungi. Hann er þó hvergi banginn við að stýra slíkum kanónum: „Ég er ekki að fara að kenna þeim að taka sniðskot með vinstri. Ég er að fara að setja einhverja skýra sýn og skýr hlutverk, og þora að taka erfið samtöl og þess konar hluti, sem ég lít miklu frekar á sem mitt hlutverk. Það er líka held ég það sem að ég er bestur í sem þjálfari, frekar en þessi smáatriði. Ég hef því fulla trú á því að þessi hópur henti mér sömuleiðis vel, þetta séu þroskaðir einstaklingar sem hægt er að taka valdeflandi samtal við,“ segir Darri, sem sömuleiðis mun þjálfa vini sína, Matthías Orra Sigurðarson og Kristófer Acox, og segir að það verði ekki vandamál. „Það eru kynslóðaskipti í liðinu að eiga sér stað. Kyndillinn er að fara frá ´82-árgangnum og í hendurnar á Matta og Kristófer fram á við. Þeir munu þurfa að axla mikla ábyrgð, og Kristófer sem búinn er að vera hérna lengi að axla meiri ábyrgð en hann hefur gert áður. Kastljósið er á þeim núna. Ég held að þeir skilji að gott samstarf við þjálfarann sé lykilatriði í því að þeir komi sem best út úr þessu líka. Þetta eru skýrir strákar og við eigum gott, hreinskiptið vinasamband sem mun henta vel í þessar aðstæður held ég.“ Klippa: Sportið í dag - Darri um nýja starfið sem þjálfari KR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Sportið í dag KR Tengdar fréttir Formaður körfuknattleiksdeildar KR bað Inga Þór afsökunar Formaður körfuknattleiksdeildar KR segist hafa misst atburðarrásina í tengslum við uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar úr höndunum. 25. maí 2020 15:36 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Sjá meira
Formaður körfuknattleiksdeildar KR bað Inga Þór afsökunar Formaður körfuknattleiksdeildar KR segist hafa misst atburðarrásina í tengslum við uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar úr höndunum. 25. maí 2020 15:36
Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16