Erlent

WHO stöðvar rann­sókn á nota­gildi malaríu­lyfs sem Trump segist taka gegn Co­vid

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Donald Trump segist taka malaríulyfið hydroxychloroquine gegn Covid-19.
Donald Trump segist taka malaríulyfið hydroxychloroquine gegn Covid-19. Getty/Soumyabrata Roy/Alex Wong

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. Rannsóknin er samantekt á gögnum frá 671 sjúkrahúsi víða um veröld og var heilsa 96 þúsund sjúklinga skoðuð.

Í tilkynningu frá WHO segir að tilraunir með lyfið hafi verið stöðvaðar „tímabundið“ sem varúðarráðstöfun. Samantekt rannsóknarinnar var birt á vef læknisfræðitímaritstins Lancet fyrir helgi og virðist hún benda til þess að lyfið geti aukið líkur á andlát sjúklinga.

Í niðurstöðunum kemur fram að dánarhlutfall meðal sjúklinga sem var gefið malaríulyfið hydroxychloroquine eða chloroquine var hærra en á meðal þeirra sem ekki fengu lyfin.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað talað um virkni lyfsins gegn veirunni og sagst sjálfur taka það til verndar gegn mögulegu smiti. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hafa verið varaður við því af heilbrigðisyfirvöldum að lyfið gæti valdið hjarta- og æðakerfinu vandræðum.


Tengdar fréttir

WHO: Faraldrinum fjarri því lokið

Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að kórónuveiruheimsfaraldrinum sé hvergi nærri lokið. Hann lýsir djúpum áhyggjum af áhrifum faraldursins á heilbrigðisþjónustu, sérstaklega fyrir börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×