Kom út í lífið án þess að eiga séns Stefán Árni Pálsson skrifar 26. maí 2020 10:28 Agnar var lengi vel inn og út úr fangelsi en starfar í dag sem fíkniráðgjafi. Myndlistamaðurinn Tolli Morthens hefur um langa hríð leitt mikið uppbyggingarstarf á meðal fanga á Íslandi. Hefur hann, ásamt fleirum, verið frumkvöðull í því að kynna föngum andlegar leiðir úr ógöngum sínum með reglulegum heimsóknum í fangelsi landsins þar sem boðið hefur verið upp á 12 spora- og hugleiðslufundi í óeigingjarnri sjálfboðavinnu. Þetta framtak Tolla og félaga hefur vakið svo mikla athygli að það leiddi á endanum til þess að félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason ákvað að skipa Tolla sem formann starfshóps sem hafði það hlutverk að koma með tillögur um hvernig unnt væri að styðja fanga betur til þátttöku í samfélaginu að lokinni afplánun. Sá hópur hefur nú skilað af sér skýrslu með tillögum að úrbótum og hefur ríkisstjórnin samþykkt að farið verði í þá vinnu að innleiða nýja heildarsýn í fangelsis- og betrunarmálum. Einn þeirra sem hefur verið Tolla til halds og trausts í öllu þessu ferli er Agnar Bragason, sem í dag er fíkniráðgjafi á meðferðarheimilinu Krýsuvík, en hann kynntist Tolla fyrst þegar hann var sjálfur að afplána dóm í fangelsi og er hann í raun fullkomið dæmi um þann árangur sem sú nálgun sem kynnt er í skýrslunni er ætlað að bjóða upp á. Tók á móti mér „Við kynnumst á Litla-Hrauni fyrir rúmlega níu árum þegar ég var að afplána dóm og fyrir náð og mildi kemur Tolli þarna og er að byrja kenna okkur núvitundarhugleiðslu og það er svona upphafið af okkar kunningsskap og félagsskap. Við erum búnir að vera svolítið samferða síðan þá. Þegar ég kem út úr fangelsinu tekur Tolli á móti mér og byrjar að bjóða mér í svett hjá sér og vera bara í sambandi og við eignumst einhverskonar tengsl. Ég hafði setið inni áður og það hafði alltaf endað á sama veg, að ég hafði snúið aftur í fangelsið og farið í neyslu þegar ég kom út aftur,“ segir Agnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Mín ævi byrjar á því að ég missi fjölskyldu mína í slysi og elst upp á brotnu heimili við alkóhólisma og ofbeldi og kem út í lífið án þess að eiga nokkurn séns. Minn alkóhólismi er afleiðing á því hvernig ég fer út í lífið.“ Agnar og Tolli kynntust fyrir níu árum þegar Agnar sat inni á Litla-Hrauni. Og saga Agnars er ekki einsdæmi heldur er hún í raun saga meirihluta þeirra sem afplána refsidóma í fangelsum. Í skýrslunni sem starfshópur Tolla skilaði af sér er greint frá því að sumstaðar glími allt að 92% fanga við fíknivanda að einhverju tagi og segja rannsóknir að 80–90% þeirra eigi sér áfallasögu enda sé áfallastreituröskun mun algengari á meðal fanga heldur en hjá almenningi almennt. Agnar og Tolli segja stjórnvöld alltof lengi hafa litið fram hjá þessum staðreyndum en nú sé loksins að eiga sér stað einhver viðhorfsbreyting sem geti orðið samfélaginu öllu til góða. „Við skulum auðvitað þakka Ásmundi fyrir það að hafa borið gæfu til þess að leita í grasrótina. Fagsamfélagið hefur til skamms tíma ekki náð neinum árangri með fíkla í afbrotum. Hið opinbera hefur í raun verið ráðalaust hvað væri til ráða í þessum málum. Þess vegna er leitað til okkar og við komum inn með reynslu okkar. Sú kemía býr til lausnir sem eru að finna í þessari skýrslu,“ segir Tolli. Grípa einstaklinginn þegar hann fær dóm Upprunalegt verkefni starfshópsins var eins og áður segir að koma með tillögur að stuðningi við fanga eftir að afplánun lyki og var fyrsta hugmyndin sú að koma á fót einhverskonar batahúsi þar sem einstaklingum yrði veittur stuðningur til að aðlagast samfélaginu að nýju. Að mati hópsins varð það hins vegar fljótlega ljóst að batahús eftir afplánun yrði ekki raunhæft nema tekið yrði heildrænt á málefnum einstaklinga sem færu í gegnum kerfið allt frá því að dómur félli þar til afplánun lyki. „Það er verið að grípa utan um einstakling þegar hann fær dóm og honum kynntar þessar úrlausnir sem eru að finna í þessari skýrslu og honum er boðið að velja sér leið í gegnum kerfið. Annaðhvort refsivist eða batavist. Ef fangar vilja þiggja þetta þá bíður þeirra batamenning inni í fangelsinu og búin til leið innan fangelsisveggjanna svo að þeir geti farið edrú í gegnum fangelsisvistina með aðstoð og síðan á endanum þegar þeir koma út verði til staðar batahús til að hjálpa þeim af stað,“ segir Agnar. Þá er einnig bent á það í skýrslu starfshópsins að fjárhagslegur ávinningur samfélagsins af því að einstaklingur, sem glímir við fíknivanda, hætti að valda skaða sé gríðarlegur. Hvort sem það sé sá beini kostnaður sem hlýst af afbrotum eða óbeinn kostnaður vegna örorku og langvarandi samfélagslegra afleiðinga á fjölskyldur og umhverfi einstaklingsins. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Myndlistamaðurinn Tolli Morthens hefur um langa hríð leitt mikið uppbyggingarstarf á meðal fanga á Íslandi. Hefur hann, ásamt fleirum, verið frumkvöðull í því að kynna föngum andlegar leiðir úr ógöngum sínum með reglulegum heimsóknum í fangelsi landsins þar sem boðið hefur verið upp á 12 spora- og hugleiðslufundi í óeigingjarnri sjálfboðavinnu. Þetta framtak Tolla og félaga hefur vakið svo mikla athygli að það leiddi á endanum til þess að félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason ákvað að skipa Tolla sem formann starfshóps sem hafði það hlutverk að koma með tillögur um hvernig unnt væri að styðja fanga betur til þátttöku í samfélaginu að lokinni afplánun. Sá hópur hefur nú skilað af sér skýrslu með tillögum að úrbótum og hefur ríkisstjórnin samþykkt að farið verði í þá vinnu að innleiða nýja heildarsýn í fangelsis- og betrunarmálum. Einn þeirra sem hefur verið Tolla til halds og trausts í öllu þessu ferli er Agnar Bragason, sem í dag er fíkniráðgjafi á meðferðarheimilinu Krýsuvík, en hann kynntist Tolla fyrst þegar hann var sjálfur að afplána dóm í fangelsi og er hann í raun fullkomið dæmi um þann árangur sem sú nálgun sem kynnt er í skýrslunni er ætlað að bjóða upp á. Tók á móti mér „Við kynnumst á Litla-Hrauni fyrir rúmlega níu árum þegar ég var að afplána dóm og fyrir náð og mildi kemur Tolli þarna og er að byrja kenna okkur núvitundarhugleiðslu og það er svona upphafið af okkar kunningsskap og félagsskap. Við erum búnir að vera svolítið samferða síðan þá. Þegar ég kem út úr fangelsinu tekur Tolli á móti mér og byrjar að bjóða mér í svett hjá sér og vera bara í sambandi og við eignumst einhverskonar tengsl. Ég hafði setið inni áður og það hafði alltaf endað á sama veg, að ég hafði snúið aftur í fangelsið og farið í neyslu þegar ég kom út aftur,“ segir Agnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Mín ævi byrjar á því að ég missi fjölskyldu mína í slysi og elst upp á brotnu heimili við alkóhólisma og ofbeldi og kem út í lífið án þess að eiga nokkurn séns. Minn alkóhólismi er afleiðing á því hvernig ég fer út í lífið.“ Agnar og Tolli kynntust fyrir níu árum þegar Agnar sat inni á Litla-Hrauni. Og saga Agnars er ekki einsdæmi heldur er hún í raun saga meirihluta þeirra sem afplána refsidóma í fangelsum. Í skýrslunni sem starfshópur Tolla skilaði af sér er greint frá því að sumstaðar glími allt að 92% fanga við fíknivanda að einhverju tagi og segja rannsóknir að 80–90% þeirra eigi sér áfallasögu enda sé áfallastreituröskun mun algengari á meðal fanga heldur en hjá almenningi almennt. Agnar og Tolli segja stjórnvöld alltof lengi hafa litið fram hjá þessum staðreyndum en nú sé loksins að eiga sér stað einhver viðhorfsbreyting sem geti orðið samfélaginu öllu til góða. „Við skulum auðvitað þakka Ásmundi fyrir það að hafa borið gæfu til þess að leita í grasrótina. Fagsamfélagið hefur til skamms tíma ekki náð neinum árangri með fíkla í afbrotum. Hið opinbera hefur í raun verið ráðalaust hvað væri til ráða í þessum málum. Þess vegna er leitað til okkar og við komum inn með reynslu okkar. Sú kemía býr til lausnir sem eru að finna í þessari skýrslu,“ segir Tolli. Grípa einstaklinginn þegar hann fær dóm Upprunalegt verkefni starfshópsins var eins og áður segir að koma með tillögur að stuðningi við fanga eftir að afplánun lyki og var fyrsta hugmyndin sú að koma á fót einhverskonar batahúsi þar sem einstaklingum yrði veittur stuðningur til að aðlagast samfélaginu að nýju. Að mati hópsins varð það hins vegar fljótlega ljóst að batahús eftir afplánun yrði ekki raunhæft nema tekið yrði heildrænt á málefnum einstaklinga sem færu í gegnum kerfið allt frá því að dómur félli þar til afplánun lyki. „Það er verið að grípa utan um einstakling þegar hann fær dóm og honum kynntar þessar úrlausnir sem eru að finna í þessari skýrslu og honum er boðið að velja sér leið í gegnum kerfið. Annaðhvort refsivist eða batavist. Ef fangar vilja þiggja þetta þá bíður þeirra batamenning inni í fangelsinu og búin til leið innan fangelsisveggjanna svo að þeir geti farið edrú í gegnum fangelsisvistina með aðstoð og síðan á endanum þegar þeir koma út verði til staðar batahús til að hjálpa þeim af stað,“ segir Agnar. Þá er einnig bent á það í skýrslu starfshópsins að fjárhagslegur ávinningur samfélagsins af því að einstaklingur, sem glímir við fíknivanda, hætti að valda skaða sé gríðarlegur. Hvort sem það sé sá beini kostnaður sem hlýst af afbrotum eða óbeinn kostnaður vegna örorku og langvarandi samfélagslegra afleiðinga á fjölskyldur og umhverfi einstaklingsins. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira