Telur ólíklegt að útboð Icelandair höfði til nýrra fjárfesta Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. maí 2020 15:44 Frá hlutahafafundi Icelandair á föstudag, þar sem var einróma samþykkt að ráðast í hlutafjárútboð. Vísir/vilhelm Ólíklegt verður að teljast að Icelandair Group takist að sannfæra nýja fjárfesta um að leggja félaginu til fjármuni í núverandi árferði, að mati fyrrverandi forstjóra. Hluthafar félagsins þurfi því að líkindum að bera hitann og þungann af væntanlegu hlutafjárútboði, þar sem Icelandair Group hyggst safna allt að 29 milljörðum króna. Aðspurður um hvort fólk sé vongott um að flugfélaginu takist ætlunarverk sitt í hlutfjárútboðinu, sem fer fram í miðjum heimsfaraldri með meðfylgjandi ferðatakmörkunum, hlær Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair. „Þetta er góð spurning.“ Hann telur að árangur í hlutafjárútboðinu muni líklega ráðast af því hvort núverandi hluthafar vilji „bjarga“ eign þeirra í félaginu með því að láta Icelandir fá meira fjármagn. „Ég efast um að það séu margir nýir þarna úti en það á svo sem eftir að koma í ljós,“ segir Jón Karl. Hann segist að sama skapi ekki hafa mikla trú á því að Icelandair geti sótt fjármagn frá erlendum fjárfestum. „Menn hafa líka verið að velta fyrir sér hvort það væri hægt að fara eitthvað erlendis og ég held að það sé alveg gríðarlega ólíklegt í stöðunni, að það séu einhverjir erlendir fjárfestar að horfa hingað,“ segir Jón Karl. Önnur lönd séu að glíma við sömu stöðu, fyrirtæki séu almennt í miklum vanda og þurfi fjármagn. „Þar eru menn í óðaönn að reyna að leysa þetta með sama hætti og við hér.“ Þannig að þetta eru aðallega bara núverandi hluthafar að koma með meira fé? „Ég myndi halda að að sé líklegast, maður sér ekki beint hvar ættu að vera nýir hluthafar þarna úti sem eiga mikið fjármagn sem þeir eru tilbúnir að henda, eða láta í félagið. Ég held ekki, því miður,“ segir Jón Karl. Spjall hans við Harmageddon má heyra í heild hér að ofan. Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Tengdar fréttir Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30 Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt samhljóða af hluthöfum Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. 22. maí 2020 16:40 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Ólíklegt verður að teljast að Icelandair Group takist að sannfæra nýja fjárfesta um að leggja félaginu til fjármuni í núverandi árferði, að mati fyrrverandi forstjóra. Hluthafar félagsins þurfi því að líkindum að bera hitann og þungann af væntanlegu hlutafjárútboði, þar sem Icelandair Group hyggst safna allt að 29 milljörðum króna. Aðspurður um hvort fólk sé vongott um að flugfélaginu takist ætlunarverk sitt í hlutfjárútboðinu, sem fer fram í miðjum heimsfaraldri með meðfylgjandi ferðatakmörkunum, hlær Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair. „Þetta er góð spurning.“ Hann telur að árangur í hlutafjárútboðinu muni líklega ráðast af því hvort núverandi hluthafar vilji „bjarga“ eign þeirra í félaginu með því að láta Icelandir fá meira fjármagn. „Ég efast um að það séu margir nýir þarna úti en það á svo sem eftir að koma í ljós,“ segir Jón Karl. Hann segist að sama skapi ekki hafa mikla trú á því að Icelandair geti sótt fjármagn frá erlendum fjárfestum. „Menn hafa líka verið að velta fyrir sér hvort það væri hægt að fara eitthvað erlendis og ég held að það sé alveg gríðarlega ólíklegt í stöðunni, að það séu einhverjir erlendir fjárfestar að horfa hingað,“ segir Jón Karl. Önnur lönd séu að glíma við sömu stöðu, fyrirtæki séu almennt í miklum vanda og þurfi fjármagn. „Þar eru menn í óðaönn að reyna að leysa þetta með sama hætti og við hér.“ Þannig að þetta eru aðallega bara núverandi hluthafar að koma með meira fé? „Ég myndi halda að að sé líklegast, maður sér ekki beint hvar ættu að vera nýir hluthafar þarna úti sem eiga mikið fjármagn sem þeir eru tilbúnir að henda, eða láta í félagið. Ég held ekki, því miður,“ segir Jón Karl. Spjall hans við Harmageddon má heyra í heild hér að ofan.
Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Tengdar fréttir Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30 Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt samhljóða af hluthöfum Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. 22. maí 2020 16:40 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30
Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt samhljóða af hluthöfum Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. 22. maí 2020 16:40