Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2020 17:56 Stefnt er að því að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Vísir/Vilhelm Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. Þetta kemur fram í skýrslu verkefnisstjórnar um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands. Verkefnisstjórnin skilaði skýrslu sinni í dag en þar er meðal annars fjallað um eftirfylgni og þjónustu við ferðamenn á meðan á dvöl þeirra stendur hér á landi. Í skýrslunni segir að ljóst sé að samvinna við fyrirtæki í ferðaþjónustu sé grundvallaratriði varðandi opnun landamæranna. Mikil ábyrgð muni hvíla á þeim og því þurfi kröfur til þeirra að vera afdráttarlausar og skýrar. „Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðeigandi viðbragðsáætlanir. Ferðaþjónustuaðilar munu einnig þurfa að gangast við ríkri eftirlitsskyldu gagnvart heilsufari ferðamanna og vera undir það búnirað senda þá í sýnatöku ef svo ber undir og jafnvel sinna þeim í sóttkví og/eða einangrun,“ segir í skýrslu verkefnastjórnarinnar. Verkferlar fyrir ferðaþjónustu og framlínustarfsfólk vegna Covid-19 séu nú þegar til staðar og aðgengilegir á heimasíðu landlæknis, en í forgrunni sé grundvallarsmitgát starfsfólks og fyrirtækja í ferðaþjónustu. Mikilvægt sé að aðilar í ferðaþjónustu séu vel undirbúnir og hafi skýrar leiðbeiningar um það verklag sem þarf að hafa svo þeir geti sinnt hlutverki sínu á réttan hátt. Ýmsar leiðbeiningar fyrir ferðaþjónustuna varðandi smitgát og önnur viðbrögð við Covid-19 sé að finna á heimasíðu landlæknis. „Ferill erlendra ferðamanna um íslenskt heilbrigðiskerfi er sá sami og á við um íbúa á Íslandi. Hins vegar þarf að tryggja aðgengi þeirra að upplýsingum, þ.e. hvert og hvernig fólk leitar upplýsinga og leiðbeininga og hvernig það ber sig aðvið að leita heilbrigðisþjónustu. Geraþarf ráð fyrir að ferðafólk geti slasast eða veikst ótengt COVID-19 meðan á dvöl þeirra stendur. Taka þarf afstöðu til sóttvarnaráðstafana í sjúkraflutningum og innan heilbrigðisstofnana í ljósi þessa,“ segir í skýrslu verkefnisstjórnarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. 26. maí 2020 14:43 Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma 26. maí 2020 15:22 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. Þetta kemur fram í skýrslu verkefnisstjórnar um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands. Verkefnisstjórnin skilaði skýrslu sinni í dag en þar er meðal annars fjallað um eftirfylgni og þjónustu við ferðamenn á meðan á dvöl þeirra stendur hér á landi. Í skýrslunni segir að ljóst sé að samvinna við fyrirtæki í ferðaþjónustu sé grundvallaratriði varðandi opnun landamæranna. Mikil ábyrgð muni hvíla á þeim og því þurfi kröfur til þeirra að vera afdráttarlausar og skýrar. „Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðeigandi viðbragðsáætlanir. Ferðaþjónustuaðilar munu einnig þurfa að gangast við ríkri eftirlitsskyldu gagnvart heilsufari ferðamanna og vera undir það búnirað senda þá í sýnatöku ef svo ber undir og jafnvel sinna þeim í sóttkví og/eða einangrun,“ segir í skýrslu verkefnastjórnarinnar. Verkferlar fyrir ferðaþjónustu og framlínustarfsfólk vegna Covid-19 séu nú þegar til staðar og aðgengilegir á heimasíðu landlæknis, en í forgrunni sé grundvallarsmitgát starfsfólks og fyrirtækja í ferðaþjónustu. Mikilvægt sé að aðilar í ferðaþjónustu séu vel undirbúnir og hafi skýrar leiðbeiningar um það verklag sem þarf að hafa svo þeir geti sinnt hlutverki sínu á réttan hátt. Ýmsar leiðbeiningar fyrir ferðaþjónustuna varðandi smitgát og önnur viðbrögð við Covid-19 sé að finna á heimasíðu landlæknis. „Ferill erlendra ferðamanna um íslenskt heilbrigðiskerfi er sá sami og á við um íbúa á Íslandi. Hins vegar þarf að tryggja aðgengi þeirra að upplýsingum, þ.e. hvert og hvernig fólk leitar upplýsinga og leiðbeininga og hvernig það ber sig aðvið að leita heilbrigðisþjónustu. Geraþarf ráð fyrir að ferðafólk geti slasast eða veikst ótengt COVID-19 meðan á dvöl þeirra stendur. Taka þarf afstöðu til sóttvarnaráðstafana í sjúkraflutningum og innan heilbrigðisstofnana í ljósi þessa,“ segir í skýrslu verkefnisstjórnarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. 26. maí 2020 14:43 Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma 26. maí 2020 15:22 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. 26. maí 2020 14:43
Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma 26. maí 2020 15:22