HönnunarMars með breyttu sniði í júní Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. maí 2020 08:45 HönnunarMars mun miðla hönnun áfram bæði innanlands og erlendis, meðal annars í samstarfi við Íslandsstofu. Mynd frá sýningu Anitu Hirlekar á HönnunarMars árið 2019. Mynd/Hönnunarmars HönnunarMars mun fara fram í júní í ár en það verður gert með breyttu sniði og stórir viðburðir, eins og DesignTalks, hafa verið færðir til ársins 2021. Aðalhátíðin mun fara fram dagana 24. til 28. júní án opnunarhófs. Verið er að leggja lokahönd á nýja dagskrá en ljóst er að þar verða sýnendur og sýningar í lykilhlutverki og áhersla lögð á að miðla þeim áfram bæði hér á landi og á erlendum vettvangi. „Við viljum nýta tækifærið til að vekja athygli á mikilvægi skapandi hugsunar á krefjandi tímum,“ segir Þórey Einarsdóttir, stjórnandi HönnunarMars. Upplifun og öryggi gesta í forgangi Eins og kunnugt er þá var HönnunarMars 2020 frestað frá mars fram í júní vegna Covid-19 faraldursins. Stjórnendur hátíðarinnar hafa fylgst grannt með öllum vendingum er varða samkomubann, fjöldatakmarkanir, möguleika á ferðalögum til og frá landinu og breytt áætlunum um hátíðina jafnóðum eftir því sem fréttir berast. Í kjölfar jákvæðra frétta er nú ljóst að hátíðin mun fara fram, en með breyttu sniði. „Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars boðar nýjungar og óvænta nálgun. Hátíðin er lífleg höfn hugmynda, ólíkra sjónarmiða og þekkingar, hreyfiafl sem auðgar og bætir samfélagið,“ segir í tilkynningu. Dagskrá HönnunarMars 2020 er að taka á sig mynd og ljóst að hún verður einstaklega fjölbreytt og forvitnileg í ár. Öll áhersla verður lögð á sýningar og sýnendur og um leið upplifun og öryggi gesta. Unnið verður að því að miðla sýningum og innihaldi þeirra hér á landi og erlendis, meðal annars í samstarfi við Íslandsstofu. Að gefnu tilefni munu stórir og mannmargir viðburðir sem hafa verið fastir liðir hátíðarinnar eins og opnunarhóf, DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch bíða til ársins 2021. Stærri viðburðir þar sem mjög stórir hópar fólks safnast saman, hafa verið færðir til ársins 2021 til þess að tryggja betur öryggi gesta.Mynd/Hönnunarmars Innblástur og gleði „HönnunarMars er boðberi bjartsýni og skapandi krafta í samfélaginu. Nú gefst tækifæri til að beina sjónum að hönnun sem drifkraft til nýsköpunar og sýna hversu mikilvægu hlutverki þessar greinar gegna í samfélaginu, á þeim óvissutímum sem við lifum nú. Sem ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkur standa vonir til að hátíðin í lok júní veiti íbúum og gestum borgarinnar innblástur og gleði í sumar,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með dagskránni taka á sig mynd á heimasíðu HönnunarMars og á samfélagsmiðlum hátíðarinnar @designmarch - en þar mun allt iða af lífi og hönnun og arkitektúr miðlað í fjölbreyttu formi í júní. HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir HönnunarMars frestað fram í júní vegna veirunnar Fyrirhugað var að halda hátíðina dagana 25.-29. mars næstkomandi. 10. mars 2020 21:12 „Lífið getur breyst á einu augabragði“ Hönnuðurinn Linda Jóhannsdóttir sá fram á tekjutap vegna COVID-19 og greip því á það ráð að mála eina mynd á dag í samkomubanninu. Nú tekur hún í gegn íbúð sem hefur verið óbreytt frá árnu 7. maí 2020 09:35 Partur af öllum skapandi einstaklingum að efast á hverjum degi Bergþóra Guðna fagnar nú 20 ára starfsafmæli sem fatahönnuður. Bergþóra sækir innblástur sinn í íslenska arfleið, náttúru og menningu og verða flíkur hennar frá 66Norður og Farmers Market til sýnis á Hönnunarmars í sumar. 22. mars 2020 09:00 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Fleiri fréttir „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda Sjá meira
HönnunarMars mun fara fram í júní í ár en það verður gert með breyttu sniði og stórir viðburðir, eins og DesignTalks, hafa verið færðir til ársins 2021. Aðalhátíðin mun fara fram dagana 24. til 28. júní án opnunarhófs. Verið er að leggja lokahönd á nýja dagskrá en ljóst er að þar verða sýnendur og sýningar í lykilhlutverki og áhersla lögð á að miðla þeim áfram bæði hér á landi og á erlendum vettvangi. „Við viljum nýta tækifærið til að vekja athygli á mikilvægi skapandi hugsunar á krefjandi tímum,“ segir Þórey Einarsdóttir, stjórnandi HönnunarMars. Upplifun og öryggi gesta í forgangi Eins og kunnugt er þá var HönnunarMars 2020 frestað frá mars fram í júní vegna Covid-19 faraldursins. Stjórnendur hátíðarinnar hafa fylgst grannt með öllum vendingum er varða samkomubann, fjöldatakmarkanir, möguleika á ferðalögum til og frá landinu og breytt áætlunum um hátíðina jafnóðum eftir því sem fréttir berast. Í kjölfar jákvæðra frétta er nú ljóst að hátíðin mun fara fram, en með breyttu sniði. „Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars boðar nýjungar og óvænta nálgun. Hátíðin er lífleg höfn hugmynda, ólíkra sjónarmiða og þekkingar, hreyfiafl sem auðgar og bætir samfélagið,“ segir í tilkynningu. Dagskrá HönnunarMars 2020 er að taka á sig mynd og ljóst að hún verður einstaklega fjölbreytt og forvitnileg í ár. Öll áhersla verður lögð á sýningar og sýnendur og um leið upplifun og öryggi gesta. Unnið verður að því að miðla sýningum og innihaldi þeirra hér á landi og erlendis, meðal annars í samstarfi við Íslandsstofu. Að gefnu tilefni munu stórir og mannmargir viðburðir sem hafa verið fastir liðir hátíðarinnar eins og opnunarhóf, DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch bíða til ársins 2021. Stærri viðburðir þar sem mjög stórir hópar fólks safnast saman, hafa verið færðir til ársins 2021 til þess að tryggja betur öryggi gesta.Mynd/Hönnunarmars Innblástur og gleði „HönnunarMars er boðberi bjartsýni og skapandi krafta í samfélaginu. Nú gefst tækifæri til að beina sjónum að hönnun sem drifkraft til nýsköpunar og sýna hversu mikilvægu hlutverki þessar greinar gegna í samfélaginu, á þeim óvissutímum sem við lifum nú. Sem ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkur standa vonir til að hátíðin í lok júní veiti íbúum og gestum borgarinnar innblástur og gleði í sumar,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með dagskránni taka á sig mynd á heimasíðu HönnunarMars og á samfélagsmiðlum hátíðarinnar @designmarch - en þar mun allt iða af lífi og hönnun og arkitektúr miðlað í fjölbreyttu formi í júní.
HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir HönnunarMars frestað fram í júní vegna veirunnar Fyrirhugað var að halda hátíðina dagana 25.-29. mars næstkomandi. 10. mars 2020 21:12 „Lífið getur breyst á einu augabragði“ Hönnuðurinn Linda Jóhannsdóttir sá fram á tekjutap vegna COVID-19 og greip því á það ráð að mála eina mynd á dag í samkomubanninu. Nú tekur hún í gegn íbúð sem hefur verið óbreytt frá árnu 7. maí 2020 09:35 Partur af öllum skapandi einstaklingum að efast á hverjum degi Bergþóra Guðna fagnar nú 20 ára starfsafmæli sem fatahönnuður. Bergþóra sækir innblástur sinn í íslenska arfleið, náttúru og menningu og verða flíkur hennar frá 66Norður og Farmers Market til sýnis á Hönnunarmars í sumar. 22. mars 2020 09:00 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Fleiri fréttir „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda Sjá meira
HönnunarMars frestað fram í júní vegna veirunnar Fyrirhugað var að halda hátíðina dagana 25.-29. mars næstkomandi. 10. mars 2020 21:12
„Lífið getur breyst á einu augabragði“ Hönnuðurinn Linda Jóhannsdóttir sá fram á tekjutap vegna COVID-19 og greip því á það ráð að mála eina mynd á dag í samkomubanninu. Nú tekur hún í gegn íbúð sem hefur verið óbreytt frá árnu 7. maí 2020 09:35
Partur af öllum skapandi einstaklingum að efast á hverjum degi Bergþóra Guðna fagnar nú 20 ára starfsafmæli sem fatahönnuður. Bergþóra sækir innblástur sinn í íslenska arfleið, náttúru og menningu og verða flíkur hennar frá 66Norður og Farmers Market til sýnis á Hönnunarmars í sumar. 22. mars 2020 09:00
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning