Telur vaxtalækkun Seðlabankans hafa skilað sér seint og illa til almennings og fyrirtækja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. maí 2020 19:28 Ragnar Þór Ingólsson formaður VR Vísir/Egill Aðalsteinsson Formaður VR segir stórfeldar vaxtalækkanir Seðlabankans hafa skilað sér bæði seint og illa til almennings og fyrirtækja. Hann segir bæði banka og lífeyrissjóði skulda almenningi myndarlegri lækkun vaxta. Í síðustu viku kynnti peningastefnunefnd núll komma sjötíu og fimm prósenta lækkun meginvaxta bankans. Vextirnir eru þannig komnir niður í eitt prósent og hafa aldrei verið lægri. „Þetta hefur skilað sér mjög seint og illa til neytenda og ekki bara neytenda heldur líka fyrirtækja. Markmiðið með lífskjarasamningnum á sínum tíma var að ná niður vaxtastigi og það var og er eitt af þeim atriðum sem að mun standa og falla með endurskoðun lífskjarasamningana núna í haust,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „En það er ljóst að lækkun stýrivaxta hefur gert það af verkum að þessi hluti samningsins mun halda. Það er dapurlegt aftur á móti að horfa upp á það að þessar miklu lækkanir hafa ekki skilað sér til neytenda eða fyrirtækja nema í mjög litlum mæli,“ segir Ragnar Þór. Nú þegar vikan er liðin frá stýrivaxtalækkun liggja stóru bankarnir þrír enn undir feldi og íhuga viðbrögð sín. Stýrivextir hafa fjórum sinnum verið lækkaðir í ár, alls um 2 prósentustig. Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn voru þá að jafnaði 2 til 5 daga að tilkynna um breytingar á vaxtakjörum sínum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu munu viðbrögð bankanna við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans frá í síðustu viku væntanlega liggja fyrir á allra næstu dögum. „Nú er búið að lækka bankaskattinn og það voru líka forsendur fyrir því að bankarnir töldu sig ekki geta lækkað vexti nægilega mikið þannig að við teljum okkur eiga inni mjög mikla lækkun hjá bæði bönkum og lífeyrissjóðum á vöxtum í landinu,“ segir Ragnar Þór. „Sem að skipta okkar félagsmenn, fólkið í landinu, gríðarlegu máli. Þetta eru ráðstöfunartekjur upp á tugi þúsunda sem að við getum náð með frekari lækkun vaxta.“ Seðlabankinn Kjaramál Lífeyrissjóðir Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Formaður VR segir stórfeldar vaxtalækkanir Seðlabankans hafa skilað sér bæði seint og illa til almennings og fyrirtækja. Hann segir bæði banka og lífeyrissjóði skulda almenningi myndarlegri lækkun vaxta. Í síðustu viku kynnti peningastefnunefnd núll komma sjötíu og fimm prósenta lækkun meginvaxta bankans. Vextirnir eru þannig komnir niður í eitt prósent og hafa aldrei verið lægri. „Þetta hefur skilað sér mjög seint og illa til neytenda og ekki bara neytenda heldur líka fyrirtækja. Markmiðið með lífskjarasamningnum á sínum tíma var að ná niður vaxtastigi og það var og er eitt af þeim atriðum sem að mun standa og falla með endurskoðun lífskjarasamningana núna í haust,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „En það er ljóst að lækkun stýrivaxta hefur gert það af verkum að þessi hluti samningsins mun halda. Það er dapurlegt aftur á móti að horfa upp á það að þessar miklu lækkanir hafa ekki skilað sér til neytenda eða fyrirtækja nema í mjög litlum mæli,“ segir Ragnar Þór. Nú þegar vikan er liðin frá stýrivaxtalækkun liggja stóru bankarnir þrír enn undir feldi og íhuga viðbrögð sín. Stýrivextir hafa fjórum sinnum verið lækkaðir í ár, alls um 2 prósentustig. Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn voru þá að jafnaði 2 til 5 daga að tilkynna um breytingar á vaxtakjörum sínum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu munu viðbrögð bankanna við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans frá í síðustu viku væntanlega liggja fyrir á allra næstu dögum. „Nú er búið að lækka bankaskattinn og það voru líka forsendur fyrir því að bankarnir töldu sig ekki geta lækkað vexti nægilega mikið þannig að við teljum okkur eiga inni mjög mikla lækkun hjá bæði bönkum og lífeyrissjóðum á vöxtum í landinu,“ segir Ragnar Þór. „Sem að skipta okkar félagsmenn, fólkið í landinu, gríðarlegu máli. Þetta eru ráðstöfunartekjur upp á tugi þúsunda sem að við getum náð með frekari lækkun vaxta.“
Seðlabankinn Kjaramál Lífeyrissjóðir Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira