„Þeir myrtu bróður minn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2020 08:20 Mótmælandi heldur svínshöfði á lofti í Minneapolis. „Svín“ er níðyrði yfir lögreglumenn, sem einkum hefur verið notað yfir þá í tengslum við ofbeldi af þeirra hálfu í garð svartra Bandaríkjamanna. Star Tribune/Getty Systir George Floyd, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu í Minneapolis í Bandaríkjunum á mánudagskvöld, kallar eftir því að lögreglumennirnir sem eiga aðild að dauða bróður hennar verði ákærðir fyrir morð. George Floyd var 46 ára og starfaði sem öryggisvörður á veitingastað. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, rannsakar nú andlát hans. Atvikið náðist á myndband en þar sést hvernig hvítur lögregluþjónn krýpur yfir Floyd, þar sem hann liggur á maganum á jörðinni, og þrýstir hné sínu að hálsi hans. Floyd heyrist m.a. hrópa „Ég næ ekki andanum!“ og „Ekki drepa mig!“. Umræddur lögreglumaður sem varð valdur að dauða Floyd heitir Derek Chauvin og hafði starfað í nær tvo áratugi hjá lögreglunni í Minneapolis. Honum, auk þriggja annarra lögregluþjóna sem áttu aðild að andlátinu, var sagt upp störfum í kjölfar málsins. Fjölmargir hafa safnast saman á götum Minneapolis til að mótmæla andláti Floyd.Stephen Maturen/getty Bridget Floyd, systir George, þykir lögreglumennirnir hafa sloppið með skrekkinn. Hún krefst þess að þeir verði allir fjórir ákærðir fyrir morð. „Þeir ættu að vera í fangelsi fyrir morð,“ er haft eftir henni í fjölmiðlum vestanhafs. „Við fjölskyldan eigum mjög, mjög erfitt með þetta. Þetta er okkur afar þungbært, þetta er mjög óhugnanlegt. Ég vil að þessir lögreglumenn verði ákærðir fyrir morð, vegna þess að það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Þeir myrtu bróður minn. Hann kallaði á hjálp.“ Andlát George Floyd hefur orðið kveikjan að miklum mótmælum og óeirðum í Minneapolis og víðar í Bandaríkjunum, til að mynda í Los Angeles. Lögregla þurfti að beita táragasi á mótmælendur í fyrrnefndu borginni á þriðjudag en mótmæli héldu þar áfram fram á kvöld í gær. Þau fóru friðsamlega fram við vettvang andlátsins, þar sem fólk vottaði Floyd virðingu sína. Lögregla beitti hins vegar aftur táragasi og skaut gúmmíkúlum á mótmælendur sem söfnuðust saman við lögreglustöð í grenndinni. Þá bárust fregnir af því að eldur hefði verið kveiktur í að minnsta kosti einni verslun á svæðinu. Mótmælendur söfnuðust einnig saman við heimili Mike Freeman, lögmanns Hennepin-sýslu, og kölluðu eftir því að hann ákærði lögreglumennina fyrir morð. Mál Floyds þykir minna um margt á mál Erics Garner, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu á götum New York-borgar árið 2014. Dauði Garner varð einnig kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner voru „Ég næ ekki andanum“. Móðir Garner, Gwen Carr, fordæmdi drápið á Floyd í gær. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Systir George Floyd, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu í Minneapolis í Bandaríkjunum á mánudagskvöld, kallar eftir því að lögreglumennirnir sem eiga aðild að dauða bróður hennar verði ákærðir fyrir morð. George Floyd var 46 ára og starfaði sem öryggisvörður á veitingastað. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, rannsakar nú andlát hans. Atvikið náðist á myndband en þar sést hvernig hvítur lögregluþjónn krýpur yfir Floyd, þar sem hann liggur á maganum á jörðinni, og þrýstir hné sínu að hálsi hans. Floyd heyrist m.a. hrópa „Ég næ ekki andanum!“ og „Ekki drepa mig!“. Umræddur lögreglumaður sem varð valdur að dauða Floyd heitir Derek Chauvin og hafði starfað í nær tvo áratugi hjá lögreglunni í Minneapolis. Honum, auk þriggja annarra lögregluþjóna sem áttu aðild að andlátinu, var sagt upp störfum í kjölfar málsins. Fjölmargir hafa safnast saman á götum Minneapolis til að mótmæla andláti Floyd.Stephen Maturen/getty Bridget Floyd, systir George, þykir lögreglumennirnir hafa sloppið með skrekkinn. Hún krefst þess að þeir verði allir fjórir ákærðir fyrir morð. „Þeir ættu að vera í fangelsi fyrir morð,“ er haft eftir henni í fjölmiðlum vestanhafs. „Við fjölskyldan eigum mjög, mjög erfitt með þetta. Þetta er okkur afar þungbært, þetta er mjög óhugnanlegt. Ég vil að þessir lögreglumenn verði ákærðir fyrir morð, vegna þess að það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Þeir myrtu bróður minn. Hann kallaði á hjálp.“ Andlát George Floyd hefur orðið kveikjan að miklum mótmælum og óeirðum í Minneapolis og víðar í Bandaríkjunum, til að mynda í Los Angeles. Lögregla þurfti að beita táragasi á mótmælendur í fyrrnefndu borginni á þriðjudag en mótmæli héldu þar áfram fram á kvöld í gær. Þau fóru friðsamlega fram við vettvang andlátsins, þar sem fólk vottaði Floyd virðingu sína. Lögregla beitti hins vegar aftur táragasi og skaut gúmmíkúlum á mótmælendur sem söfnuðust saman við lögreglustöð í grenndinni. Þá bárust fregnir af því að eldur hefði verið kveiktur í að minnsta kosti einni verslun á svæðinu. Mótmælendur söfnuðust einnig saman við heimili Mike Freeman, lögmanns Hennepin-sýslu, og kölluðu eftir því að hann ákærði lögreglumennina fyrir morð. Mál Floyds þykir minna um margt á mál Erics Garner, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu á götum New York-borgar árið 2014. Dauði Garner varð einnig kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner voru „Ég næ ekki andanum“. Móðir Garner, Gwen Carr, fordæmdi drápið á Floyd í gær.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent