Spilaði ekki leik í fyrra en er í banni: „Lét eitthvað út úr mér sem ég hefði ekki átt að segja“ Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 22:00 Guðmundur Þór Júlíusson var léttur í bragði í Kórnum þegar hann ræddi við Henry Birgi. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þetta er ótrúlegt. Ég veit ekki hvort maður á að vera að segja frá þessu?“ segir Guðmundur Þór Júlíusson, leikmaður HK, sem þrátt fyrir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla þarf að taka út leikbann í fyrsta leiknum í Pepsi Max-deildinni í sumar. Guðmundur sleit krossband í hné skömmu eftir tímabilið 2018 og var því ekkert með HK í fyrra eftir að hafa verið lykilmaður í vörn liðsins. Hann hefur nú náð sér vel af meiðslunum en fær ekki að mæta FH í Kórnum 14. júní, heldur þarf að bíða eftir útileiknum við KR í 2. umferð sex dögum síðar. Ástæðan er sú að Guðmundur fékk rautt spjald í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, en hann var þá skráður sem aðstoðarþjálfari á leikskýrslu hjá HK sem mætti Val á Hlíðarenda. „Það var búinn að vera einhver djöfulsins æsingur allan leikinn, í þessum leik sem skipti engu máli hvorki fyrir okkur né Val. En þegar boltinn er á vellinum og allt í gangi þá skiptir ekki máli hvar maður er, ef maður er hluti af liði þá verður maður oft alveg snarvitlaus. Ég lét eitthvað út úr mér sem ég hefði kannski ekki átt að segja,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Í felum með þjálfaranum „Brynjar er í banni líka þannig að við verðum tveir hérna í felum saman,“ sagði Guðmundur léttur en þjálfarinn Brynjar Björn Gunnarsson fékk rautt spjald í lok leiksins gegn Val. Guðmundur hlakkar vitaskuld til þess að geta byrjað að spila að nýju: „Staðan er mjög góð. Skrokkurinn er góður og maður er farinn að æfa 110%, og var byrjaður á því fyrir Covid. Þessi Covid-tími gaf manni líka mikið, að geta verið sjálfur að djöflast á fullu og lengja tímann frá aðgerð. Ég verð því 110% þegar fyrsti leikur byrjar, en reyndar ekki með fyrr en í öðrum leik.“ Klippa: Sportið í dag - Gummi Júl í banni í fyrsta leik Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag HK Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
„Þetta er ótrúlegt. Ég veit ekki hvort maður á að vera að segja frá þessu?“ segir Guðmundur Þór Júlíusson, leikmaður HK, sem þrátt fyrir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla þarf að taka út leikbann í fyrsta leiknum í Pepsi Max-deildinni í sumar. Guðmundur sleit krossband í hné skömmu eftir tímabilið 2018 og var því ekkert með HK í fyrra eftir að hafa verið lykilmaður í vörn liðsins. Hann hefur nú náð sér vel af meiðslunum en fær ekki að mæta FH í Kórnum 14. júní, heldur þarf að bíða eftir útileiknum við KR í 2. umferð sex dögum síðar. Ástæðan er sú að Guðmundur fékk rautt spjald í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, en hann var þá skráður sem aðstoðarþjálfari á leikskýrslu hjá HK sem mætti Val á Hlíðarenda. „Það var búinn að vera einhver djöfulsins æsingur allan leikinn, í þessum leik sem skipti engu máli hvorki fyrir okkur né Val. En þegar boltinn er á vellinum og allt í gangi þá skiptir ekki máli hvar maður er, ef maður er hluti af liði þá verður maður oft alveg snarvitlaus. Ég lét eitthvað út úr mér sem ég hefði kannski ekki átt að segja,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Í felum með þjálfaranum „Brynjar er í banni líka þannig að við verðum tveir hérna í felum saman,“ sagði Guðmundur léttur en þjálfarinn Brynjar Björn Gunnarsson fékk rautt spjald í lok leiksins gegn Val. Guðmundur hlakkar vitaskuld til þess að geta byrjað að spila að nýju: „Staðan er mjög góð. Skrokkurinn er góður og maður er farinn að æfa 110%, og var byrjaður á því fyrir Covid. Þessi Covid-tími gaf manni líka mikið, að geta verið sjálfur að djöflast á fullu og lengja tímann frá aðgerð. Ég verð því 110% þegar fyrsti leikur byrjar, en reyndar ekki með fyrr en í öðrum leik.“ Klippa: Sportið í dag - Gummi Júl í banni í fyrsta leik Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag HK Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira