Bogi Nils: Þarf fleiri hendur á dekk til að geta undirbúið og hafið nýja sókn Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2020 14:42 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst vona að starfsmenn komi til móts við beiðni félagsins um skert launa- eða starfshlutfall á meðan það komist yfir erfiðasta hjallann. Vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að félagið þurfi nú fleiri hendur á dekk til að geta undirbúið og hafið sókn af fullum krafti. Hlutabótaleið stjórnvalda er sögð ekki lengur eiga við í starfsemi Icelandair Group frá og með 1. júní, nema þá hjá Iceland Travel. Þetta er haft eftir Boga Nils í tilkynningu sem send var á fjölmiðla þar sem einnig er rætt um þá ósk félagsins að starfsfólk taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí líkt og sagt var frá í hádeginu. Laun forstjóra og stjórnar munu áfram skerðast um 30 prósent og laun framkvæmdastjóra um 25 prósent. Aukning verkefna Haft er eftir Boga að það sé í mörg horn að líta enda krefjist undirbúningur fyrir opnun landsins mikillar vinnu varðandi flugáætlun, sölu- og markaðsmál, þjónustu og útfærslu sóttvarna. „Á sama tíma hefur verið aukning verkefna í frakt- og leiguflugi, auk þess sem sinna þarf viðhaldi á þeim hluta flugflota félagsins sem er kyrrsettur. Þar að auki koma margar deildir að þeirri vinnu sem er nú í fullum gangi vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Við viljum hafa sem flesta í fullu starfi eftir því sem hægt er og vonumst til þess að starfsmenn komi til móts við beiðni okkar um skert launa- eða starfshlutfall á meðan við komumst yfir erfiðasta hjallann,“ segir Bogi. Flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Hlutabótaleiðin á ekki lengur við eftir gaumgæfilega athugun Í tilkynningunni segir ennfremur að Icelandair Group hafi síðustu tvenn mánaðamót gripið til yfirgripsmikilla aðgerða sem hafi falið í sér verulegar uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. „Á sama tíma hefur félagið lagt ríka áherslu á að halda uppi grunnstarfsemi á öllum sviðum og tryggja þar með nauðsynlegan sveigjanleika til að geta brugðist hratt við um leið og markaðir opnast á ný og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum myndast. Í maímánuði hafa langflestir starfsmenn félagsins verið í skertu starfshlutfalli í samræmi við hlutabótaleið stjórnvalda. Aðrir hafa verið í fullu starfi með skert laun. Eftir að hafa skoðað málið gaumgæfilega er niðurstaðan sú að hlutabótaleið stjórnvalda muni ekki eiga við lengur í starfsemi Icelandair Group frá og með 1. júní, nema hjá Iceland Travel. Markmiðið með úrræði stjórnvalda er skýrt – að viðhalda ráðningarsambandi þar sem verkefnum hefur fækkað verulega. Nú er svo komið að félagið þarf á meira vinnuframlagi að halda en síðustu mánuði,“ segir í tilkynningunni. Icelandair fyrirhugar hlutafjárútboð í lok næsta mánaðar til að afla allt að 30 milljarða króna í nýju hlutafé. Icelandair Hlutabótaleiðin Fréttir af flugi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsfólk Icelandair taki á sig tíu prósenta launaskerðingu eða lækki starfshlutfall Icelandair grípur til þessa aðgerða þar sem félagið „geti ekki“ nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda áfram. 29. maí 2020 11:56 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að félagið þurfi nú fleiri hendur á dekk til að geta undirbúið og hafið sókn af fullum krafti. Hlutabótaleið stjórnvalda er sögð ekki lengur eiga við í starfsemi Icelandair Group frá og með 1. júní, nema þá hjá Iceland Travel. Þetta er haft eftir Boga Nils í tilkynningu sem send var á fjölmiðla þar sem einnig er rætt um þá ósk félagsins að starfsfólk taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí líkt og sagt var frá í hádeginu. Laun forstjóra og stjórnar munu áfram skerðast um 30 prósent og laun framkvæmdastjóra um 25 prósent. Aukning verkefna Haft er eftir Boga að það sé í mörg horn að líta enda krefjist undirbúningur fyrir opnun landsins mikillar vinnu varðandi flugáætlun, sölu- og markaðsmál, þjónustu og útfærslu sóttvarna. „Á sama tíma hefur verið aukning verkefna í frakt- og leiguflugi, auk þess sem sinna þarf viðhaldi á þeim hluta flugflota félagsins sem er kyrrsettur. Þar að auki koma margar deildir að þeirri vinnu sem er nú í fullum gangi vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Við viljum hafa sem flesta í fullu starfi eftir því sem hægt er og vonumst til þess að starfsmenn komi til móts við beiðni okkar um skert launa- eða starfshlutfall á meðan við komumst yfir erfiðasta hjallann,“ segir Bogi. Flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Hlutabótaleiðin á ekki lengur við eftir gaumgæfilega athugun Í tilkynningunni segir ennfremur að Icelandair Group hafi síðustu tvenn mánaðamót gripið til yfirgripsmikilla aðgerða sem hafi falið í sér verulegar uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. „Á sama tíma hefur félagið lagt ríka áherslu á að halda uppi grunnstarfsemi á öllum sviðum og tryggja þar með nauðsynlegan sveigjanleika til að geta brugðist hratt við um leið og markaðir opnast á ný og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum myndast. Í maímánuði hafa langflestir starfsmenn félagsins verið í skertu starfshlutfalli í samræmi við hlutabótaleið stjórnvalda. Aðrir hafa verið í fullu starfi með skert laun. Eftir að hafa skoðað málið gaumgæfilega er niðurstaðan sú að hlutabótaleið stjórnvalda muni ekki eiga við lengur í starfsemi Icelandair Group frá og með 1. júní, nema hjá Iceland Travel. Markmiðið með úrræði stjórnvalda er skýrt – að viðhalda ráðningarsambandi þar sem verkefnum hefur fækkað verulega. Nú er svo komið að félagið þarf á meira vinnuframlagi að halda en síðustu mánuði,“ segir í tilkynningunni. Icelandair fyrirhugar hlutafjárútboð í lok næsta mánaðar til að afla allt að 30 milljarða króna í nýju hlutafé.
Icelandair Hlutabótaleiðin Fréttir af flugi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsfólk Icelandair taki á sig tíu prósenta launaskerðingu eða lækki starfshlutfall Icelandair grípur til þessa aðgerða þar sem félagið „geti ekki“ nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda áfram. 29. maí 2020 11:56 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Starfsfólk Icelandair taki á sig tíu prósenta launaskerðingu eða lækki starfshlutfall Icelandair grípur til þessa aðgerða þar sem félagið „geti ekki“ nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda áfram. 29. maí 2020 11:56