Staðsetning án starfa Gauti Jóhannesson skrifar 30. maí 2020 19:00 Nýlega bárust af því fréttir að öllum aðstoðarmönnum tollvarða á Seyðisfirði hefði verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar eru sagðar til hagræðingar í kjölfar þess að tollurinn hefur misst sértekjur vegna falls WOW og Covid–19. Í stað þess að nýta starfskrafta heimamanna, sem margir hverjir hafa margra ára reynslu, er gert ráð fyrir að fljúga tollvörðum austur á ferjudögum einu sinni í viku og væntanlega oftar ef þurfa þykir. Það er svo ótalmargt rangt við þessa ráðstöfun. Í fyrsta lagi má draga í efa raunverulegt fjárhagslegt hagræði af því að senda tollverði frá Reykjavík til Egilsstaða með flugi einu sinni í viku með tilheyrandi ferðakostnaði og dagpeningum á meðan heimamenn fá aðeins greitt fyrir um hálfs dags vinnu við hverja komu Norrænu. Í annan stað getur sú staða komið upp að veður og/eða vetrarfærð komi í veg fyrir að tollverðir komist til Seyðisfjarðar – eða til baka. Þegar umræddar uppsagnir taka gildi verða tveir tollverðir eftir á Seyðisfirði. Sé horft framhjá þeim fordæmalausu tímum sem við nú lifum þá hefur umferð skemmtiferðaskipa stóraukist undanfarin ár og skútuumferð sömuleiðis. Varla gefur það tilefni til að slaka mögulega á í eftirliti með inn- og útflutningi ? Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar er áhersla lögð á mikilvægi þess að landið allt sé í blómlegri byggð og jafn aðgangur sé að atvinnutækifærum. Ráðuneytum og stofnunum er gert að skilgreina og auglýsa störf án staðsetningar eins og kostur er og áhersla er lögð á að: „.. stuðla að fjölbreyttum störfum og atvinnulífi sem víðast um landið.“ Í ljósi alls þessa og viðspyrnuaðgerða sem ríkið hefur boðað vegna Covid – 19, m.a. til að koma til móts við áhrif faraldursins á atvinnulífið, eru uppsagnir aðstoðarmanna tollvarða á Seyðisfirði út í hött. Verst af öllu er, að okkur sem hafa hrærst í sveitarstjórnar- og byggðamálum undanfarin ár, kemur þetta ekki á óvart. Alltof oft undanfarin ár, höfum við staðið frammi fyrir því að orð og efndir ríkisvaldsins hvað varðar uppbyggingu atvinnu og þjónustu úti á landsbyggðunum fara ekki saman og gildir þá einu hvar í flokki menn standa. Fyrir nýtt sameinað sveitarfélag Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar eru þetta kaldar kveðjur nú þegar styttist í að það verði formlega til. Enn kaldari eru kveðjurnar til Seyðfirðinga sem undanfarin ár hafa horft á eftir fjölda opinberra starfa s.s. í tengslum við sýslumannsembættið og Heilbrigðisstofnun Austurlands. Ég hef fulla trú á að uppsagnir aðstoðarmanna tollvarða á Seyðisfirði verði teknar til endurskoðunar. Gauti JóhannessonHöfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Tollgæslan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Gauti Jóhannesson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nýlega bárust af því fréttir að öllum aðstoðarmönnum tollvarða á Seyðisfirði hefði verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar eru sagðar til hagræðingar í kjölfar þess að tollurinn hefur misst sértekjur vegna falls WOW og Covid–19. Í stað þess að nýta starfskrafta heimamanna, sem margir hverjir hafa margra ára reynslu, er gert ráð fyrir að fljúga tollvörðum austur á ferjudögum einu sinni í viku og væntanlega oftar ef þurfa þykir. Það er svo ótalmargt rangt við þessa ráðstöfun. Í fyrsta lagi má draga í efa raunverulegt fjárhagslegt hagræði af því að senda tollverði frá Reykjavík til Egilsstaða með flugi einu sinni í viku með tilheyrandi ferðakostnaði og dagpeningum á meðan heimamenn fá aðeins greitt fyrir um hálfs dags vinnu við hverja komu Norrænu. Í annan stað getur sú staða komið upp að veður og/eða vetrarfærð komi í veg fyrir að tollverðir komist til Seyðisfjarðar – eða til baka. Þegar umræddar uppsagnir taka gildi verða tveir tollverðir eftir á Seyðisfirði. Sé horft framhjá þeim fordæmalausu tímum sem við nú lifum þá hefur umferð skemmtiferðaskipa stóraukist undanfarin ár og skútuumferð sömuleiðis. Varla gefur það tilefni til að slaka mögulega á í eftirliti með inn- og útflutningi ? Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar er áhersla lögð á mikilvægi þess að landið allt sé í blómlegri byggð og jafn aðgangur sé að atvinnutækifærum. Ráðuneytum og stofnunum er gert að skilgreina og auglýsa störf án staðsetningar eins og kostur er og áhersla er lögð á að: „.. stuðla að fjölbreyttum störfum og atvinnulífi sem víðast um landið.“ Í ljósi alls þessa og viðspyrnuaðgerða sem ríkið hefur boðað vegna Covid – 19, m.a. til að koma til móts við áhrif faraldursins á atvinnulífið, eru uppsagnir aðstoðarmanna tollvarða á Seyðisfirði út í hött. Verst af öllu er, að okkur sem hafa hrærst í sveitarstjórnar- og byggðamálum undanfarin ár, kemur þetta ekki á óvart. Alltof oft undanfarin ár, höfum við staðið frammi fyrir því að orð og efndir ríkisvaldsins hvað varðar uppbyggingu atvinnu og þjónustu úti á landsbyggðunum fara ekki saman og gildir þá einu hvar í flokki menn standa. Fyrir nýtt sameinað sveitarfélag Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar eru þetta kaldar kveðjur nú þegar styttist í að það verði formlega til. Enn kaldari eru kveðjurnar til Seyðfirðinga sem undanfarin ár hafa horft á eftir fjölda opinberra starfa s.s. í tengslum við sýslumannsembættið og Heilbrigðisstofnun Austurlands. Ég hef fulla trú á að uppsagnir aðstoðarmanna tollvarða á Seyðisfirði verði teknar til endurskoðunar. Gauti JóhannessonHöfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar