Kári um æxlið í bakinu á sér: „Númer eitt, tvö og þrjú að halda geðheilsunni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2020 20:00 Kári Kristján ræddi við Henry Birgi í gær um æxlið sem er í bakinu á honum. Mynd/Stöð 2 Sport Kári Kristján Kristjánsson hefur um árabil verið einn af bestu leikmönnum íslenska landsliðsins í handbolta. Hann hefur verið með æxli í baki undanfarin ár og heldur því niðri með geislameðferð. Kári Kristján var í spjalli hjá Henry Birgi Gunnarssyni í þættinum Sportið í dag sem sýndur var í gær. Þáttastjórnendurnir Henry Birgir og Kjartan Atli Kjartansson, sem er öllu jafna með Henry, hafa fengið Kára Kristján til að segja ýmsar skemmtilegar sögur í þáttunum. Þá oftast úr bílskúrnum heima hjá sér en nú var hann kominn í settið. Spjall þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Hinni eini sanni Kári Kristján verður gestastjórnandi Sportsins í dag á eftir. Ég verð í beinni frá Grindavík hvar golfmót Domino s körfuboltakvölds fer fram. Fá áhorfendur að sjá bestu sveiflur landsins.Í beinni á:@St2Sport @visir_is Og Stöð2 VísirKl 15:00 opinni dagskrá pic.twitter.com/e5S72wzMu1— Kjartan Atli (@kjartansson4) May 29, 2020 Sagan í gær verður þó seint talin skemmtileg. Fyrir nokkrum árum lét hann fjarlægja stórt æxli úr baki sínu en það tók sig upp aftur árið 2014. Hefur hann haldið því í skefjum með geislameðferð síðan þá. „Læknateymi hérna á Íslandi í samvinnu við læknateymi í Skandinavíu meta svona mein þannig að þeir vilji ekki skera þetta þannig ég fer í geislameðferð sem gaf ágætis raun og ég held að það sé pínu gæfuspor í þessu öllu saman að hafa tekið þessa meðferð,“ sagði Kári við Henry í gær. „Þetta er alltaf eintómt maus, þannig. Við keyrum okkur áfram á góða stöffinu og ég er í góðu sambandi við minn lækni, fer í mínar myndatökur og mitt eftirlit en um tíma var þetta ekkert spes. Í dag er ég bara ennþá með æxli í bakinu sem er undir eftirliti og við þurfum bara að reyna halda sjó með því og númer eitt, tvö og þrjú er að reyna halda þessari blessuðu geðheilsu því ef hún fer þá er helvíti erfitt að berjast,“ sagði Kári að lokum. Klippa: Kári Kristján Kristjánsson glímir við æxli í baki Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. ÍBV Sportið í dag Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson hefur um árabil verið einn af bestu leikmönnum íslenska landsliðsins í handbolta. Hann hefur verið með æxli í baki undanfarin ár og heldur því niðri með geislameðferð. Kári Kristján var í spjalli hjá Henry Birgi Gunnarssyni í þættinum Sportið í dag sem sýndur var í gær. Þáttastjórnendurnir Henry Birgir og Kjartan Atli Kjartansson, sem er öllu jafna með Henry, hafa fengið Kára Kristján til að segja ýmsar skemmtilegar sögur í þáttunum. Þá oftast úr bílskúrnum heima hjá sér en nú var hann kominn í settið. Spjall þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Hinni eini sanni Kári Kristján verður gestastjórnandi Sportsins í dag á eftir. Ég verð í beinni frá Grindavík hvar golfmót Domino s körfuboltakvölds fer fram. Fá áhorfendur að sjá bestu sveiflur landsins.Í beinni á:@St2Sport @visir_is Og Stöð2 VísirKl 15:00 opinni dagskrá pic.twitter.com/e5S72wzMu1— Kjartan Atli (@kjartansson4) May 29, 2020 Sagan í gær verður þó seint talin skemmtileg. Fyrir nokkrum árum lét hann fjarlægja stórt æxli úr baki sínu en það tók sig upp aftur árið 2014. Hefur hann haldið því í skefjum með geislameðferð síðan þá. „Læknateymi hérna á Íslandi í samvinnu við læknateymi í Skandinavíu meta svona mein þannig að þeir vilji ekki skera þetta þannig ég fer í geislameðferð sem gaf ágætis raun og ég held að það sé pínu gæfuspor í þessu öllu saman að hafa tekið þessa meðferð,“ sagði Kári við Henry í gær. „Þetta er alltaf eintómt maus, þannig. Við keyrum okkur áfram á góða stöffinu og ég er í góðu sambandi við minn lækni, fer í mínar myndatökur og mitt eftirlit en um tíma var þetta ekkert spes. Í dag er ég bara ennþá með æxli í bakinu sem er undir eftirliti og við þurfum bara að reyna halda sjó með því og númer eitt, tvö og þrjú er að reyna halda þessari blessuðu geðheilsu því ef hún fer þá er helvíti erfitt að berjast,“ sagði Kári að lokum. Klippa: Kári Kristján Kristjánsson glímir við æxli í baki Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
ÍBV Sportið í dag Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira