Börnin sem enginn vill fá heim Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2020 12:54 Aðstæðurnar í fangabúðunum þykja ömurlegar. EPA/AHMED MARDNLI Um 900 börn vestrænna ISIS-liða sitja enn föst við ömurlegar aðstæður í fangabúðum í norðausturhluta Sýrlands. Forsvarsmenn heimaríkja foreldra þeirra segjast ekki geta tekið á móti þeim og vilja það ekki. Þegar sjö ára stúlka frá Frakklandi vektist alvarlega í síðasta mánuði var þó flugvél send eftir henni og hún flutt til Frakklands. Móðir hennar, tveir bræður og tvíburasystur voru þó skilin eftir. Þegar vígamenn Íslamska ríkisins töpuðu yfirráðasvæði hryðjuverkasamtakanna í Írak og Sýrlandi tókst mörgum vígamönnum frá svæðinu að koma sér fyrir meðal íbúa og fela sig. Erlendir vígamenn gátu það hins vegar ekki og voru flestir þeirra felldir. Fjölmargir enduðu þó í haldi Kúrda. Fjölskyldur þeirra enduðu sömuleiðis í haldi Kúrda og síðan hefur lítill sem enginn vilji verið fyrir því að taka á móti fólkinu í heimalöndum þeirra og hafa Kúrdar setið upp með þau og tilheyrandi kostnað. Aðstæður ekki góðar og munu ekki skána Kúrdar hafa þó ekki burði til að halda svo mörgum föngum í langan tíma og vöruðu við því strax að aðstæður yrðu ekki góðar í þessum búðum. Margir hafa verið fluttir til Írak þar sem þeir hafa að mestu verið dæmdir til dauða eftir stutt og jafnvel umdeild réttarhöld. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt umrædd ríki harðlega fyrir að taka ekki á móti börnum vígamanna og segja þau meðal annars í hættu á að aðhyllast gildum og málflutningi ISIS-liða. Þó flest ríki vilji ekki taka á móti umræddum börnum er vert að taka fram að yfirvöld ríkja eins og Rússlands, Kósóvó, Tyrklands, Úsbekistan og Kasakstan hafa tekið á móti minnst hundrað börnum í hverju ríki. Í búðunum er einnig skortur á matvælum og vatni auk þess sem börnin fá ekki menntun og heilbrigðisþjónustu. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af því hvaða áhrif Covid-19 gæti haft í búðunum. Ekkert smit hefur greinst í þeim en enn sem komið er hefur ekkert verið skimað fyrir sjúkdómnum þar. Í frétt New York Times segir að einhver barnanna hafi búið í þessum fangabúðum um árabil og minnst níu börn sem áttu evrópska foreldra hafi dáið á undanförnum árum. Þau eru sögð hafa dáið af ástæðum sem auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir. Lítill vilji til að fá börnin heim en enginn vilji til að taka við foreldrunum Meðal þeirra ástæðna sem forsvarsmenn ríkjanna sem um ræðir vísa til varðandi það að ekki sé hægt að flytja börnin til heimalanda foreldra þeirra eru erfiðleikar við að sannreyna hverjir foreldrar þeirra eru, hætturnar við að senda erindreka á átakasvæði og að ekki sé vilji til að slíta börnin frá mæðrum þeirra. Þó lítill vilji sé til að taka við börnunum er nánast enginn vilji til að flytja mæðurnar heim og hvað þá feður þeirra. Embættismenn óttast að geta ekki tekið á móti börnunum án þess að taka einnig við foreldrunum. Reynslan hefur sýnt að erfitt er að sakfella ISIS-liða heima fyrir. Sérfræðingar sem blaðamenn NYT ræddu við segja þó að mál frönsku stúlkunnar sýni að hægt sé að flytja börnin heim. Heilt yfir eru Frakkar þó mjög mótfallnir því að flytja vígamenn og börn þeirra aftur til Frakklands. Af um 300 börnum franskra foreldra hafa um átján verið flutt til Frakklands. Ríkisstjórn Frakklands gerir lítinn greinarmun á mönnum og konum sem gengu til liðs við ISIS og segja að réttast væri að rétta yfir þeim í Sýrlandi eða Írak. En eins og áður segir óttast sérfræðingar að verið sé að búa til nýja kynslóð hryðjuverkamanna í fangabúðunum í Sýrlandi. Sýrland Frakkland Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Um 900 börn vestrænna ISIS-liða sitja enn föst við ömurlegar aðstæður í fangabúðum í norðausturhluta Sýrlands. Forsvarsmenn heimaríkja foreldra þeirra segjast ekki geta tekið á móti þeim og vilja það ekki. Þegar sjö ára stúlka frá Frakklandi vektist alvarlega í síðasta mánuði var þó flugvél send eftir henni og hún flutt til Frakklands. Móðir hennar, tveir bræður og tvíburasystur voru þó skilin eftir. Þegar vígamenn Íslamska ríkisins töpuðu yfirráðasvæði hryðjuverkasamtakanna í Írak og Sýrlandi tókst mörgum vígamönnum frá svæðinu að koma sér fyrir meðal íbúa og fela sig. Erlendir vígamenn gátu það hins vegar ekki og voru flestir þeirra felldir. Fjölmargir enduðu þó í haldi Kúrda. Fjölskyldur þeirra enduðu sömuleiðis í haldi Kúrda og síðan hefur lítill sem enginn vilji verið fyrir því að taka á móti fólkinu í heimalöndum þeirra og hafa Kúrdar setið upp með þau og tilheyrandi kostnað. Aðstæður ekki góðar og munu ekki skána Kúrdar hafa þó ekki burði til að halda svo mörgum föngum í langan tíma og vöruðu við því strax að aðstæður yrðu ekki góðar í þessum búðum. Margir hafa verið fluttir til Írak þar sem þeir hafa að mestu verið dæmdir til dauða eftir stutt og jafnvel umdeild réttarhöld. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt umrædd ríki harðlega fyrir að taka ekki á móti börnum vígamanna og segja þau meðal annars í hættu á að aðhyllast gildum og málflutningi ISIS-liða. Þó flest ríki vilji ekki taka á móti umræddum börnum er vert að taka fram að yfirvöld ríkja eins og Rússlands, Kósóvó, Tyrklands, Úsbekistan og Kasakstan hafa tekið á móti minnst hundrað börnum í hverju ríki. Í búðunum er einnig skortur á matvælum og vatni auk þess sem börnin fá ekki menntun og heilbrigðisþjónustu. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af því hvaða áhrif Covid-19 gæti haft í búðunum. Ekkert smit hefur greinst í þeim en enn sem komið er hefur ekkert verið skimað fyrir sjúkdómnum þar. Í frétt New York Times segir að einhver barnanna hafi búið í þessum fangabúðum um árabil og minnst níu börn sem áttu evrópska foreldra hafi dáið á undanförnum árum. Þau eru sögð hafa dáið af ástæðum sem auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir. Lítill vilji til að fá börnin heim en enginn vilji til að taka við foreldrunum Meðal þeirra ástæðna sem forsvarsmenn ríkjanna sem um ræðir vísa til varðandi það að ekki sé hægt að flytja börnin til heimalanda foreldra þeirra eru erfiðleikar við að sannreyna hverjir foreldrar þeirra eru, hætturnar við að senda erindreka á átakasvæði og að ekki sé vilji til að slíta börnin frá mæðrum þeirra. Þó lítill vilji sé til að taka við börnunum er nánast enginn vilji til að flytja mæðurnar heim og hvað þá feður þeirra. Embættismenn óttast að geta ekki tekið á móti börnunum án þess að taka einnig við foreldrunum. Reynslan hefur sýnt að erfitt er að sakfella ISIS-liða heima fyrir. Sérfræðingar sem blaðamenn NYT ræddu við segja þó að mál frönsku stúlkunnar sýni að hægt sé að flytja börnin heim. Heilt yfir eru Frakkar þó mjög mótfallnir því að flytja vígamenn og börn þeirra aftur til Frakklands. Af um 300 börnum franskra foreldra hafa um átján verið flutt til Frakklands. Ríkisstjórn Frakklands gerir lítinn greinarmun á mönnum og konum sem gengu til liðs við ISIS og segja að réttast væri að rétta yfir þeim í Sýrlandi eða Írak. En eins og áður segir óttast sérfræðingar að verið sé að búa til nýja kynslóð hryðjuverkamanna í fangabúðunum í Sýrlandi.
Sýrland Frakkland Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira