Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Andri Eysteinsson skrifar 31. maí 2020 20:12 Þjóðvarðliðið hefur verið kallað út víða í landinu, þar á meðal í Los Angeles þar sem þessi mynd er tekin. Getty/Mario Tama Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. Eftir að myndband fór í dreifingu af dauða George Floyd sem lést eftir afskipti lögreglumannsins Derek Chauvin hófust mótmæli í borginni Minneapolis sem síðar hafa breiðst út um landið allt og einnig til Evrópu. Mótmælin voru í fyrstu friðsamleg en hafa stigmagnast síðustu daga og og hefur lögregla víða undirbúið sig fyrir miklar óeirðir. Lögregla hefur beitt piparúða, gúmmíkúlum, málningarhylkjum og valdi gegn mótmælendum. Þá hefur þjóðvarðliðið einnig brugðist við mótmælunum og lagt lögreglu lið. Víða hafa mótmælendur gripið til þeirra ráða að brjóta rúður og kveikja elda í verslunum og jafnvel í lögreglustöðvum. Þá hefur birst töluverður fjöldi af myndböndum og tístum sem sýna lögreglu handtaka eða beita valdi sínu með öðrum hætti gegn fjölmiðlum á vettvangi. Þá tísti Bandaríkjaforseti, Donald Trump, um fjölmiðla og þátt þeirra í óeirðunum. Sagði forsetinn að fjölmiðlar reyndu hvað þeir gætu til að kynda undir hatri og stjórnleysi, fjölmiðlarnir flyttu falsfréttir og þar væri virkilega slæmt fólk með andstyggilega stefnu. The Lamestream Media is doing everything within their power to foment hatred and anarchy. As long as everybody understands what they are doing, that they are FAKE NEWS and truly bad people with a sick agenda, we can easily work through them to GREATNESS!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 31, 2020 Forsetinn hefur þá áður tekið afstöðu með lögreglunni og var framferði hans á Twitter gagnrýnt á dögunum þar sem tíst hans var talið upphefja og hvetja til ofbeldis. Tók samfélagsmiðillinn til þess að loka fyrir það ákveðna tíst forsetans. Hér að neðan má sjá hluta Twitterþráðar þar sem tekin hafa verið saman atvik þar sem lögregla hefur beitt valdi gegn fjölmiðlum í uppþotunum í Bandaríkjunum á síðustu dögum. The other example from last night is a news crew being hit with less lethal rounds from a paintball gun. https://t.co/wap8DRmtyB— Nick Waters (@N_Waters89) May 30, 2020 CBS news crew targeted with less lethal rounds in Minneapolis. Clearly a news crew: you can see the sound boom at the end of the video. https://t.co/z3HFyZvxy5— Nick Waters (@N_Waters89) May 31, 2020 Donald Trump Fjölmiðlar Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. Eftir að myndband fór í dreifingu af dauða George Floyd sem lést eftir afskipti lögreglumannsins Derek Chauvin hófust mótmæli í borginni Minneapolis sem síðar hafa breiðst út um landið allt og einnig til Evrópu. Mótmælin voru í fyrstu friðsamleg en hafa stigmagnast síðustu daga og og hefur lögregla víða undirbúið sig fyrir miklar óeirðir. Lögregla hefur beitt piparúða, gúmmíkúlum, málningarhylkjum og valdi gegn mótmælendum. Þá hefur þjóðvarðliðið einnig brugðist við mótmælunum og lagt lögreglu lið. Víða hafa mótmælendur gripið til þeirra ráða að brjóta rúður og kveikja elda í verslunum og jafnvel í lögreglustöðvum. Þá hefur birst töluverður fjöldi af myndböndum og tístum sem sýna lögreglu handtaka eða beita valdi sínu með öðrum hætti gegn fjölmiðlum á vettvangi. Þá tísti Bandaríkjaforseti, Donald Trump, um fjölmiðla og þátt þeirra í óeirðunum. Sagði forsetinn að fjölmiðlar reyndu hvað þeir gætu til að kynda undir hatri og stjórnleysi, fjölmiðlarnir flyttu falsfréttir og þar væri virkilega slæmt fólk með andstyggilega stefnu. The Lamestream Media is doing everything within their power to foment hatred and anarchy. As long as everybody understands what they are doing, that they are FAKE NEWS and truly bad people with a sick agenda, we can easily work through them to GREATNESS!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 31, 2020 Forsetinn hefur þá áður tekið afstöðu með lögreglunni og var framferði hans á Twitter gagnrýnt á dögunum þar sem tíst hans var talið upphefja og hvetja til ofbeldis. Tók samfélagsmiðillinn til þess að loka fyrir það ákveðna tíst forsetans. Hér að neðan má sjá hluta Twitterþráðar þar sem tekin hafa verið saman atvik þar sem lögregla hefur beitt valdi gegn fjölmiðlum í uppþotunum í Bandaríkjunum á síðustu dögum. The other example from last night is a news crew being hit with less lethal rounds from a paintball gun. https://t.co/wap8DRmtyB— Nick Waters (@N_Waters89) May 30, 2020 CBS news crew targeted with less lethal rounds in Minneapolis. Clearly a news crew: you can see the sound boom at the end of the video. https://t.co/z3HFyZvxy5— Nick Waters (@N_Waters89) May 31, 2020
Donald Trump Fjölmiðlar Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49
Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50
Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58