Finna fyrir varnarleysi og halda samstöðufund á Austurvelli Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 1. júní 2020 13:30 Nokkrir Bandaríkjamenn sem búa hér á Íslandi hafa skipulagt samstöðufund við mótmælendur í bandaríkjunum á miðvikudaginn. Einn skipuleggjanda segir hópinn hafa upplifað varnarleysi sem Bandaríkjamenn langt að heiman. Umfangsmikil mótmæli og óeirðir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum frá því George Floyd dó þegar lögregluþjónn hélt hné sínu á hálsi hans nokkrar mínútur þar til hann hætti að anda. Mótmælin vestanhafs hafa sömuleiðis snúist um það harðræði sem svart fólk verður fyrir af höndum lögreglu. Til stendur að halda fundinn á Austurvelli klukkan hálf fimm á miðvikudaginn. Dori Levitt Baldvinsson, er ein skipuleggjenda en hún segir hópinn hafa upplifað varnarleysi sem Bandaríkjamenn langt að heiman. „Maður finnur fyrir varnarleysi á margan hátt. Sérstaklega verandi hér og sjá hvað er að gerast þarna,“ segir Dori. Hún segir dauði George Floyd vera eitt margra svipaðra tilfella. „Við fórum að tala saman um hvernig við gætum tekist á við þetta saman. Það vatt svo upp á sig.“ Dori segir mótmælin í raun vera orðin að alþjóðlegri hreyfingu. Samstöðufundir við mótmælendur í Bandaríkjunum hafa verið haldnir í borgum víða um heim. Hún segir að samstöðufundurinn á miðvikudag merki eitthvað mismunandi fyrir alla. Þetta hafi ekki einungis áhrif á svart fólk heldur alla. Á fundinum verður sjö mínútna þögn til að minnast George Floyd. 00:44 - 01:10 „Það er sá sem George Floyd var haldið niðri af lögreglu. Það gerum við til að átta okkur á hve langur tími það er. Það er nægur tími til að heyra einhvern segja: Hættu. Nægur tími til að átta sig á því sem þú ert að gera,“ segir Dori. Floyd hafi varið þeim tíma í jörðinni áður en hann dó. Samstöðufundir hafa farið fram víða um heim þar sem þúsundir hafa komið saman í borgum í Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku, Ítalíu, Nýja Sjálandi, Kanada og víðar. Frá samstöðufundi í Sviss í dag.AP/Alexandra Wey Bandaríkin Kynþáttafordómar Reykjavík Dauði George Floyd Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Nokkrir Bandaríkjamenn sem búa hér á Íslandi hafa skipulagt samstöðufund við mótmælendur í bandaríkjunum á miðvikudaginn. Einn skipuleggjanda segir hópinn hafa upplifað varnarleysi sem Bandaríkjamenn langt að heiman. Umfangsmikil mótmæli og óeirðir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum frá því George Floyd dó þegar lögregluþjónn hélt hné sínu á hálsi hans nokkrar mínútur þar til hann hætti að anda. Mótmælin vestanhafs hafa sömuleiðis snúist um það harðræði sem svart fólk verður fyrir af höndum lögreglu. Til stendur að halda fundinn á Austurvelli klukkan hálf fimm á miðvikudaginn. Dori Levitt Baldvinsson, er ein skipuleggjenda en hún segir hópinn hafa upplifað varnarleysi sem Bandaríkjamenn langt að heiman. „Maður finnur fyrir varnarleysi á margan hátt. Sérstaklega verandi hér og sjá hvað er að gerast þarna,“ segir Dori. Hún segir dauði George Floyd vera eitt margra svipaðra tilfella. „Við fórum að tala saman um hvernig við gætum tekist á við þetta saman. Það vatt svo upp á sig.“ Dori segir mótmælin í raun vera orðin að alþjóðlegri hreyfingu. Samstöðufundir við mótmælendur í Bandaríkjunum hafa verið haldnir í borgum víða um heim. Hún segir að samstöðufundurinn á miðvikudag merki eitthvað mismunandi fyrir alla. Þetta hafi ekki einungis áhrif á svart fólk heldur alla. Á fundinum verður sjö mínútna þögn til að minnast George Floyd. 00:44 - 01:10 „Það er sá sem George Floyd var haldið niðri af lögreglu. Það gerum við til að átta okkur á hve langur tími það er. Það er nægur tími til að heyra einhvern segja: Hættu. Nægur tími til að átta sig á því sem þú ert að gera,“ segir Dori. Floyd hafi varið þeim tíma í jörðinni áður en hann dó. Samstöðufundir hafa farið fram víða um heim þar sem þúsundir hafa komið saman í borgum í Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku, Ítalíu, Nýja Sjálandi, Kanada og víðar. Frá samstöðufundi í Sviss í dag.AP/Alexandra Wey
Bandaríkin Kynþáttafordómar Reykjavík Dauði George Floyd Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira