Erlent

Trump ávarpar þjóðina eftir mótmæli helgarinnar

Sylvía Hall skrifar
Ávarpið er það fyrsta sem forsetinn flytur eftir mótmæli helgarinnar.
Ávarpið er það fyrsta sem forsetinn flytur eftir mótmæli helgarinnar. Vísir/EPA

Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóðina í beinni útsendingu frá Rósagarði Hvíta hússins. 

Ávarpið er það fyrsta sem Trump flytur eftir að mótmæli og óeirðir brutust út víða um Bandaríkin vegna dauða George Floyd, en mótmælin náðu hápunkti nú um helgina. Samstöðumótmæli hafa einnig farið fram í öðrum löndum víða um heim.

Trump tilkynnti að hann myndi flytja ávarp á Twitter-síðu sinni nú fyrir skömmu. Fyrr í kvöld birti hann tíst á Twitter-síðu sinni þar sem hann tók undir að óeirðum „Antifa hryðjuverkamanna“ yrði að linna í kvöld.

Ávarpið er sagt vera stutt og ekki er vitað hvort forsetinn taki við spurningum.

Hér að neðan má fylgjast með ávarpi forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×