Mun nýta öll úrræði yfirvalda til þess að stöðva óeirðirnar Sylvía Hall skrifar 1. júní 2020 23:27 Donald Trump fyrir ávarp sitt í kvöld. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að binda endi á óeirðirnar og mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin. Fólk ætti rétt á því að vera hneykslað vegna dauða George Floyd en minning hans mætti ekki vera svert af „reiðum skríl“. Þetta kom fram í ávarpi forsetans í Rósagarði Hvíta hússins í kvöld. Þar sagðist hann vera forseti laga og reglu og stuðningsmaður friðsælla mótmæla. Þjóðin væri aldrei frjáls ef illgirni og ofbeldi réði för. „Þetta eru ekki friðsæl mótmæli. Þetta eru innlend hryðjuverk,“ sagði forsetinn. Hann sagði mótmælin jafnframt vera móðgun við manngæsku og „glæp gegn guði“ og að mótmælendum yrði refsað fyrir skaðaverk sín. „Í þessum töluðu orðum er ég að senda þúsundir þungvopnaðra hermanna og lögreglumanna til þess að stöðva óeirðirnar, þjófnaðinn, skemmdarverkin, árásirnar og eignaspjöllin.“ Sjá einnig: Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Þetta er í samræmi við það sem kom fram á fundi forsetans með ríkisstjórum landsins í dag, þar sem hann sagði þá þurfa að beita meiri hörku í aðgerðum gegn mótmælendum. Taldi hann flesta ríkisstjórana vera veikburða og að þeir ættu að nýta sér þau úrræði sem væru í boði. Mótmælin náðu hápunkti í Washington D.C. í gær og sagði Trump ástandið hafa verið skammarlegt. Útgöngubanni yrði fylgt eftir í kvöld og allir þeir sem brytu gegn því yrðu handteknir og saksóttir eins lög leyfðu. Skipuleggjendur ættu jafnframt yfir höfði sér hörð viðurlög og langa fangelsisdóma. „Réttlæti en ekki ringulreið. Það er okkar markmið og okkur mun takast það 100 prósent. Okkur mun takast það. Landið okkar vinnur alltaf,“ sagði Trump og bætti síðar við að bestu dagar Ameríku væru fram undan. Yfir fjögur þúsund mótmælendur hafa verið handteknir í óeirðum og mótmælum víða um Bandaríkin síðasta sólarhringinn. Ekkert lát er á mótmælunum en þau ná nú til allra ríkja Bandaríkjanna og hefur verið gripið til þess að setja á útgöngubann í mörgum borgum víða um landið. Frá mótmælunum í Washington D.C. í gærkvöldi.Vísir/getty Mótmælin snúast um rasisma og ofbeldi lögreglu og vegna dauða George Floyd sem lést þegar hann var handtekinn í byrjun síðustu viku. George Floyd var 46 ára og starfaði sem öryggisvörður á veitingastað. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, rannsakar nú andlát hans. Atvikið náðist á myndband en þar sést hvernig hvítur lögregluþjónn krýpur yfir Floyd, þar sem hann liggur á maganum á jörðinni, og þrýstir hné sínu að hálsi hans. Floyd heyrist m.a. hrópa „Ég næ ekki andanum!“ og „Ekki drepa mig!“. Dauði George Floyd Black Lives Matter Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. 1. júní 2020 22:58 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 „Bróðir minn vildi frið“ Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. 1. júní 2020 20:04 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að binda endi á óeirðirnar og mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin. Fólk ætti rétt á því að vera hneykslað vegna dauða George Floyd en minning hans mætti ekki vera svert af „reiðum skríl“. Þetta kom fram í ávarpi forsetans í Rósagarði Hvíta hússins í kvöld. Þar sagðist hann vera forseti laga og reglu og stuðningsmaður friðsælla mótmæla. Þjóðin væri aldrei frjáls ef illgirni og ofbeldi réði för. „Þetta eru ekki friðsæl mótmæli. Þetta eru innlend hryðjuverk,“ sagði forsetinn. Hann sagði mótmælin jafnframt vera móðgun við manngæsku og „glæp gegn guði“ og að mótmælendum yrði refsað fyrir skaðaverk sín. „Í þessum töluðu orðum er ég að senda þúsundir þungvopnaðra hermanna og lögreglumanna til þess að stöðva óeirðirnar, þjófnaðinn, skemmdarverkin, árásirnar og eignaspjöllin.“ Sjá einnig: Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Þetta er í samræmi við það sem kom fram á fundi forsetans með ríkisstjórum landsins í dag, þar sem hann sagði þá þurfa að beita meiri hörku í aðgerðum gegn mótmælendum. Taldi hann flesta ríkisstjórana vera veikburða og að þeir ættu að nýta sér þau úrræði sem væru í boði. Mótmælin náðu hápunkti í Washington D.C. í gær og sagði Trump ástandið hafa verið skammarlegt. Útgöngubanni yrði fylgt eftir í kvöld og allir þeir sem brytu gegn því yrðu handteknir og saksóttir eins lög leyfðu. Skipuleggjendur ættu jafnframt yfir höfði sér hörð viðurlög og langa fangelsisdóma. „Réttlæti en ekki ringulreið. Það er okkar markmið og okkur mun takast það 100 prósent. Okkur mun takast það. Landið okkar vinnur alltaf,“ sagði Trump og bætti síðar við að bestu dagar Ameríku væru fram undan. Yfir fjögur þúsund mótmælendur hafa verið handteknir í óeirðum og mótmælum víða um Bandaríkin síðasta sólarhringinn. Ekkert lát er á mótmælunum en þau ná nú til allra ríkja Bandaríkjanna og hefur verið gripið til þess að setja á útgöngubann í mörgum borgum víða um landið. Frá mótmælunum í Washington D.C. í gærkvöldi.Vísir/getty Mótmælin snúast um rasisma og ofbeldi lögreglu og vegna dauða George Floyd sem lést þegar hann var handtekinn í byrjun síðustu viku. George Floyd var 46 ára og starfaði sem öryggisvörður á veitingastað. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, rannsakar nú andlát hans. Atvikið náðist á myndband en þar sést hvernig hvítur lögregluþjónn krýpur yfir Floyd, þar sem hann liggur á maganum á jörðinni, og þrýstir hné sínu að hálsi hans. Floyd heyrist m.a. hrópa „Ég næ ekki andanum!“ og „Ekki drepa mig!“.
Dauði George Floyd Black Lives Matter Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. 1. júní 2020 22:58 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 „Bróðir minn vildi frið“ Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. 1. júní 2020 20:04 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Sjá meira
„Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. 1. júní 2020 22:58
Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31
„Bróðir minn vildi frið“ Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. 1. júní 2020 20:04