Hafna hugmyndum forsetans um að herinn verði látinn kveða niður mótmælin Vésteinn Örn Pétursson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 2. júní 2020 06:46 Ríkisstjórar nokkurra ríkja í Bandaríkjunum eru ósammála hugmyndum forsetans um að herinn eigi að hafa aðkomu að viðbrögðum við mótmælunum. Chip Somodevilla/Getty Ríkisstjórar nokkurra ríkja í Bandaríkjunum hafa þegar slegið út af borðinu þá hugmynd Trump Bandaríkjaforseta að hermenn verði sendir út á götur borga til að kveða niður mótmælaölduna í landinu en þar hefur nú verið mótmælt í sjö daga í röð. Þjóðvarðliðið, flokkar sjálfboðaliða, hafa þegar verið sendir á vettvang en öðru máli þykir gegna um atvinnuhermenn, sem Trump hótaði í gær að yrði beitt gegn mótmælendunum. Það er enda í bága við bandarísk lög að beita hermönnum á bandarískri grund, nema með sérstakri lagasetningu og hefur slíkum úrræðum örsjaldan verið beitt í sögu landsins. Ríkisstjórarnir sem hafa mótmælt hugmynd forsetans eru allir úr röðum Demókrata og segir J.B Pristzker, ríkisstjóri í Illinois til að mynda, að hann efist um að forsetinn hafi vald til að senda herinn inn í ríkið. Hann sakar Trump einnig um að hella olíu á eldinn með tali um beitingu hersins, í stað þess að reyna að lægja öldurnar. Þá hefur Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagt að ríkið eigi þess kost að nýta sér 13 þúsund þjóðvarðliða, hvenær sem þurfa þyki. Hann vill ekki notast við bandaríska herinn, eins og Trump hefur talað um. „Ég segi takk, en nei takk,“ hefur AP-fréttastofan eftir Cuomo. Mótmæli næturinnar hafa haldið áfram víðast hvar en útgöngubann er í gildi í fjörutíu borgum í næstum öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Í St. Louis eru fjórir lögreglumenn særðir eftir að hafa orðið fyrir skotum, en ekki er talið að þeir séu í lífshættu og í Buffalo í New York ríki slösuðust tveir lögreglumenn þegar ekið var á þá. Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00 Trump ávarpar þjóðina eftir mótmæli helgarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóðina í beinni útsendingu frá Rósagarði Hvíta hússins. 1. júní 2020 22:26 Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Ríkisstjórar nokkurra ríkja í Bandaríkjunum hafa þegar slegið út af borðinu þá hugmynd Trump Bandaríkjaforseta að hermenn verði sendir út á götur borga til að kveða niður mótmælaölduna í landinu en þar hefur nú verið mótmælt í sjö daga í röð. Þjóðvarðliðið, flokkar sjálfboðaliða, hafa þegar verið sendir á vettvang en öðru máli þykir gegna um atvinnuhermenn, sem Trump hótaði í gær að yrði beitt gegn mótmælendunum. Það er enda í bága við bandarísk lög að beita hermönnum á bandarískri grund, nema með sérstakri lagasetningu og hefur slíkum úrræðum örsjaldan verið beitt í sögu landsins. Ríkisstjórarnir sem hafa mótmælt hugmynd forsetans eru allir úr röðum Demókrata og segir J.B Pristzker, ríkisstjóri í Illinois til að mynda, að hann efist um að forsetinn hafi vald til að senda herinn inn í ríkið. Hann sakar Trump einnig um að hella olíu á eldinn með tali um beitingu hersins, í stað þess að reyna að lægja öldurnar. Þá hefur Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagt að ríkið eigi þess kost að nýta sér 13 þúsund þjóðvarðliða, hvenær sem þurfa þyki. Hann vill ekki notast við bandaríska herinn, eins og Trump hefur talað um. „Ég segi takk, en nei takk,“ hefur AP-fréttastofan eftir Cuomo. Mótmæli næturinnar hafa haldið áfram víðast hvar en útgöngubann er í gildi í fjörutíu borgum í næstum öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Í St. Louis eru fjórir lögreglumenn særðir eftir að hafa orðið fyrir skotum, en ekki er talið að þeir séu í lífshættu og í Buffalo í New York ríki slösuðust tveir lögreglumenn þegar ekið var á þá.
Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00 Trump ávarpar þjóðina eftir mótmæli helgarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóðina í beinni útsendingu frá Rósagarði Hvíta hússins. 1. júní 2020 22:26 Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00
Trump ávarpar þjóðina eftir mótmæli helgarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóðina í beinni útsendingu frá Rósagarði Hvíta hússins. 1. júní 2020 22:26
Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18