Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2020 07:55 Trump heldur hér á biblíu fyrir utan St. Johns biskupakirkjuna í Washington D.C. í gær. SHAWN THEW/EPA Biskup biskupakirkjunnar í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. „Lof mér að vera algerlega skýr. Forsetinn var að nota Biblíuna, helgasta rit gyðing- og kristindóms, og eina af kirkjunum í biskupsdæmi mínu án leyfis, sem baksvið fyrir skilaboð sem ganga þvert gegn kenningum Jesú og öllu sem kirkjan okkar stendur fyrir,“ hefur CNN eftir Mariann Edgar Budde biskup. „Og til þess að gera það gaf hann leyfi fyrir notkun lögreglumanna í óeirðabúnaði á táragasi til þess að rýma svæðið í kringum kirkjuna. Ég er brjáluð.“ Trump heimsótti kirkjuna stuttu eftir ávarp sitt til bandarísku þjóðarinnar í gær. Þar hét hann því að vera forseti „laga og reglu“ og sagðist vera bandamaður þeirra sem mótmæla friðsamlega. Mikil óeirða- og mótmælaalda hefur gengið yfir Bandaríkin síðustu daga. Mótmælin snúa einna helst að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki, en kveikja mótmælanna var morðið á George Floyd. Hann lést þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin hélt hné sínu á hálsi hans í nokkrar mínútur, með þeim afleiðingum að hann lést. Útgöngubann var ekki komið á Í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, hafði útgöngubanni verið komið á frá klukkan sjö að kvöldi. Þrátt fyrir að klukkan væri aðeins um hálf sjö voru mótmælendur við kirkjuna beittir táragasi til þess að rýma svæðið. Budde biskup segir að hún og samstarfsfólk hennar hefðu ekki verið látin vita af fyrirhugaðri komu Trumps í kirkjuna. Þau hafi komist á snoðir um málið í gegnum fréttamiðla. Mariann Edgar Budde er yfir biskupakirkjunni í Washington D.C.Mark Wilson/Getty „Forsetinn bað ekki þegar hann kom að kirkjunni, né viðurkenndi hann sársaukann sem nú ríkir í landinu okkar, þá sérstaklega hjá svörtu fólki sem veltir fyrir sér hvort nokkur í valdastöðu muni nokkurn tíma viðurkenna vinnu þeirra, og krefjast þess réttilega að 400 ára kerfisbundinn rasismi og muni líða undir lok,“ sagði Budde. Hún segir jafnframt að biskupsdæmið í Washington standi með þeim sem mótmæla kynþáttafordómum og lögregluofbeldi. „Ég einfaldlega trúi ekki mínum eigin augum,“ sagði Budde um gærkvöldið. Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Biskup biskupakirkjunnar í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. „Lof mér að vera algerlega skýr. Forsetinn var að nota Biblíuna, helgasta rit gyðing- og kristindóms, og eina af kirkjunum í biskupsdæmi mínu án leyfis, sem baksvið fyrir skilaboð sem ganga þvert gegn kenningum Jesú og öllu sem kirkjan okkar stendur fyrir,“ hefur CNN eftir Mariann Edgar Budde biskup. „Og til þess að gera það gaf hann leyfi fyrir notkun lögreglumanna í óeirðabúnaði á táragasi til þess að rýma svæðið í kringum kirkjuna. Ég er brjáluð.“ Trump heimsótti kirkjuna stuttu eftir ávarp sitt til bandarísku þjóðarinnar í gær. Þar hét hann því að vera forseti „laga og reglu“ og sagðist vera bandamaður þeirra sem mótmæla friðsamlega. Mikil óeirða- og mótmælaalda hefur gengið yfir Bandaríkin síðustu daga. Mótmælin snúa einna helst að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki, en kveikja mótmælanna var morðið á George Floyd. Hann lést þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin hélt hné sínu á hálsi hans í nokkrar mínútur, með þeim afleiðingum að hann lést. Útgöngubann var ekki komið á Í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, hafði útgöngubanni verið komið á frá klukkan sjö að kvöldi. Þrátt fyrir að klukkan væri aðeins um hálf sjö voru mótmælendur við kirkjuna beittir táragasi til þess að rýma svæðið. Budde biskup segir að hún og samstarfsfólk hennar hefðu ekki verið látin vita af fyrirhugaðri komu Trumps í kirkjuna. Þau hafi komist á snoðir um málið í gegnum fréttamiðla. Mariann Edgar Budde er yfir biskupakirkjunni í Washington D.C.Mark Wilson/Getty „Forsetinn bað ekki þegar hann kom að kirkjunni, né viðurkenndi hann sársaukann sem nú ríkir í landinu okkar, þá sérstaklega hjá svörtu fólki sem veltir fyrir sér hvort nokkur í valdastöðu muni nokkurn tíma viðurkenna vinnu þeirra, og krefjast þess réttilega að 400 ára kerfisbundinn rasismi og muni líða undir lok,“ sagði Budde. Hún segir jafnframt að biskupsdæmið í Washington standi með þeim sem mótmæla kynþáttafordómum og lögregluofbeldi. „Ég einfaldlega trúi ekki mínum eigin augum,“ sagði Budde um gærkvöldið.
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira