Ítalskir hermenn í fjórtán daga sóttkví fyrir og eftir komuna til landsins Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2020 13:35 Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hefst hér á landi um miðjan júní, en hermennirnir munu fara í fjórtán daga sóttkví, læknisskoðun og skimun á herstöð áður en hingað er komið. Þá fara þeir aftur í fjórtán daga sóttkví á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli eftir komuna til landsins. Von er á 135 ítölskum hermönnum til landsins. Komu Ítalanna seinkaði Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að síðustu loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins hafi lokið hér á landi í byrjun apríl með brottför norska flughersins. Var gert ráð fyrir að ítalski flugherinn kæmi í kjölfarið en vegna aðstæðna var komu hans seinkað. „Nú er verkefnið aftur komið á dagskrá og er ráðgert að loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefjist að nýju um miðjan júní með komu flugsveitar ítalska flughersins. Áætlað er að 135 liðsmenn flughersins taki þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með sex F-35 orrustuþotur og eru þoturnar væntanlegar í annarri viku júnímánaðar. Undirbúningshópur ítölsku flugsveitarinnar er kominn til landsins. Fyrir komu Ítala fóru þeir í læknisskoðun og skimum, síðan í 14 daga sóttkví á herstöð. Að lokinni 14 daga sóttkví fara þeir aftur læknisskoðun og skimun. Ítölsk yfirvöld gefa út vottorð fyrir alla liðsmenn áður en þeim er heimilt að fara með herflugi til Íslands. Við komuna til Íslands fara þeir aftur í 14 daga sóttkví innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmd sóttvarnaráðstafana er unnin í samráði við Embætti landlæknis.“ Aðgflugsæfingar á Akureyri og Egilsstöðum Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum bæði á Akureyri og Egilsstöðum dagana 10. til 19. júní. „Framkvæmd verkefnisins verður með sama hætti og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Flugsveitin verður staðsett á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki eftir miðjan júlí. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmdina í samvinnu við Isavia,“ segir í tilkynningunni. Varnarmál Fljótsdalshérað Akureyri Ítalía Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Sjá meira
Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hefst hér á landi um miðjan júní, en hermennirnir munu fara í fjórtán daga sóttkví, læknisskoðun og skimun á herstöð áður en hingað er komið. Þá fara þeir aftur í fjórtán daga sóttkví á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli eftir komuna til landsins. Von er á 135 ítölskum hermönnum til landsins. Komu Ítalanna seinkaði Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að síðustu loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins hafi lokið hér á landi í byrjun apríl með brottför norska flughersins. Var gert ráð fyrir að ítalski flugherinn kæmi í kjölfarið en vegna aðstæðna var komu hans seinkað. „Nú er verkefnið aftur komið á dagskrá og er ráðgert að loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefjist að nýju um miðjan júní með komu flugsveitar ítalska flughersins. Áætlað er að 135 liðsmenn flughersins taki þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með sex F-35 orrustuþotur og eru þoturnar væntanlegar í annarri viku júnímánaðar. Undirbúningshópur ítölsku flugsveitarinnar er kominn til landsins. Fyrir komu Ítala fóru þeir í læknisskoðun og skimum, síðan í 14 daga sóttkví á herstöð. Að lokinni 14 daga sóttkví fara þeir aftur læknisskoðun og skimun. Ítölsk yfirvöld gefa út vottorð fyrir alla liðsmenn áður en þeim er heimilt að fara með herflugi til Íslands. Við komuna til Íslands fara þeir aftur í 14 daga sóttkví innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmd sóttvarnaráðstafana er unnin í samráði við Embætti landlæknis.“ Aðgflugsæfingar á Akureyri og Egilsstöðum Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum bæði á Akureyri og Egilsstöðum dagana 10. til 19. júní. „Framkvæmd verkefnisins verður með sama hætti og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Flugsveitin verður staðsett á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki eftir miðjan júlí. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmdina í samvinnu við Isavia,“ segir í tilkynningunni.
Varnarmál Fljótsdalshérað Akureyri Ítalía Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Sjá meira