„Nýsköpun er hverskonar breyting sem innleidd er á vinnustað sem skapar virði“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. júní 2020 09:00 Íris Huld Christersdóttir sérfræðingur í Fjármálaráðuneytinu starfar við það að innleiða nýsköpunarstefnu hins opinbera og deilir hér með okkur myndræna framsetningu stefnunnar sem fyrirtæki gætu nýtt sér. Vísir/Vilhelm „Myndin tengist aðgerðaáætlun um nýsköpun hjá hinu opinbera sem gefin var út í kjölfar nýsköpunarstefnu stjórnvalda,“ segir Íris Huld Christersdóttir um mynd sem fyrirtæki í atvinnulífinu geta auðveldlega nýtt sér líka , vilji þau efla nýsköpun innan teyma hjá sér til að leita nýrra sóknarfæra. Að sögn Írisar er ekki öllu starfsfólki alltaf ljóst í hverju nýsköpun felst og það á við bæði um starfsfólk hjá fyrirtækjum og hinu opinbera. ,,Góð mynd auðveldar þannig skilning og bætir þekkingu á viðfangsefninu. Þessi þekking er grundvöllur að stefnumótun í nýsköpun þar sem allir stjórnendur og starfsmenn þurfa að gera sér grein fyrir vídd nýsköpunar sem felur nefnilega ekki bara í sér að uppgötva nýja hluti á rannsóknarstofu heldur er nýsköpun hverskonar breyting sem innleidd er á vinnustað sem skapar virði,“ segir Íris. Í dag mun Atvinnulífið fjalla um það í þremur greinum hvernig atvinnulífið getur mætt óvissutímum framundan með innleiðingu nýsköpunarstefnu og frumkvöðlahugsunar. Myndræn framsetning, viðhorfsbreyting og fleiri góð ráð til stjórnenda verða til umfjöllunar í dag og í fyrramálið verður til viðbótar fjallað um það hvernig stjórnir stórra félaga geta innleitt nýsköpun meira inn í sitt starf. Íris Huld Christersdóttir er sérfræðingur í Fjármálaráðuneytinu en það ráðuneyti fer fyrir innleiðingu nýsköpunarstefnu hins opinbera. Starf Írisar felst í að innleiða þessa stefnu en áður sat hún í verkefnastjórninni sem mótaði stefnuna. Mikilvægt að allir taki þátt Að sögn Írisar getur einföld myndræn framsetning hjálpað mikið til við að skilgreina hvert verkefnið er og gert stjórnendum betur kleift að miðla því til starfsfólks og viðskiptavina. „Verkefnið getur hafa verið innleitt annars staðar áður en er nýtt fyrir viðkomandi vinnustað. Við gerð nýsköpunarstefnu stjórnvalda var samráð við haghafa lykilatriði ásamt því að miðla stefnunni áfram til samfélagsins.“ En hvaða ráð myndir þú veita stjórnendum í atvinnulífinu sem vilja innleiða nýsköpunarstefnu inn í sitt starf? „Mitt ráð til stjórnenda væri því að taka allan vinnustaðinn með í stefnumótunarferlið og miðla afurðinni skilmerkilega í kjölfarið. Með því móti næst þessi nauðsynlega þekking á hvað vinnustaðurinn þarf að gera til að vera nýskapandi og skilningur starfsfólks verður meiri. Það sem ber að varast væri að útiloka ákveðið starfsfólk sem í fyrstu “stundar enga nýsköpun,“ segir Íris. Þá segir hún mikilvægt að allir komi að borði. Þekking allra sem koma að starfseminni er mikilvæg til að fá inn heildarmynd af möguleikum fyrirtækja til að sækja fram sem er einmitt markmiðið með því að stunda nýsköpun,“ segir Íris og bætir við ,,Að bæta vinnustaðinn öllum til hagsbóta bæði fyrir eigendur, viðskiptavini og starfsfólk.“ Að sögn Írisar var þetta unnið þannig af hálfu stjórnvalda að leitað var til hagaðila „Við gerð nýsköpunarstefnu stjórnvalda var samráð við haghafa lykilatriði ásamt því að miðla stefnunni áfram til samfélagsins,“ segir Íris. Hér má sjá umrædda myndræna framsetningu sem er ágætis dæmi um einfalda leið til að skýra út, hvert markmið og stefna er. Einföld myndræn framsetning getur auðveldað innleiðingu á nýsköpunarstefnu.Vísir/Fjármálaráðuneytið Nýsköpun Stjórnun Góðu ráðin Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Sjá meira
„Myndin tengist aðgerðaáætlun um nýsköpun hjá hinu opinbera sem gefin var út í kjölfar nýsköpunarstefnu stjórnvalda,“ segir Íris Huld Christersdóttir um mynd sem fyrirtæki í atvinnulífinu geta auðveldlega nýtt sér líka , vilji þau efla nýsköpun innan teyma hjá sér til að leita nýrra sóknarfæra. Að sögn Írisar er ekki öllu starfsfólki alltaf ljóst í hverju nýsköpun felst og það á við bæði um starfsfólk hjá fyrirtækjum og hinu opinbera. ,,Góð mynd auðveldar þannig skilning og bætir þekkingu á viðfangsefninu. Þessi þekking er grundvöllur að stefnumótun í nýsköpun þar sem allir stjórnendur og starfsmenn þurfa að gera sér grein fyrir vídd nýsköpunar sem felur nefnilega ekki bara í sér að uppgötva nýja hluti á rannsóknarstofu heldur er nýsköpun hverskonar breyting sem innleidd er á vinnustað sem skapar virði,“ segir Íris. Í dag mun Atvinnulífið fjalla um það í þremur greinum hvernig atvinnulífið getur mætt óvissutímum framundan með innleiðingu nýsköpunarstefnu og frumkvöðlahugsunar. Myndræn framsetning, viðhorfsbreyting og fleiri góð ráð til stjórnenda verða til umfjöllunar í dag og í fyrramálið verður til viðbótar fjallað um það hvernig stjórnir stórra félaga geta innleitt nýsköpun meira inn í sitt starf. Íris Huld Christersdóttir er sérfræðingur í Fjármálaráðuneytinu en það ráðuneyti fer fyrir innleiðingu nýsköpunarstefnu hins opinbera. Starf Írisar felst í að innleiða þessa stefnu en áður sat hún í verkefnastjórninni sem mótaði stefnuna. Mikilvægt að allir taki þátt Að sögn Írisar getur einföld myndræn framsetning hjálpað mikið til við að skilgreina hvert verkefnið er og gert stjórnendum betur kleift að miðla því til starfsfólks og viðskiptavina. „Verkefnið getur hafa verið innleitt annars staðar áður en er nýtt fyrir viðkomandi vinnustað. Við gerð nýsköpunarstefnu stjórnvalda var samráð við haghafa lykilatriði ásamt því að miðla stefnunni áfram til samfélagsins.“ En hvaða ráð myndir þú veita stjórnendum í atvinnulífinu sem vilja innleiða nýsköpunarstefnu inn í sitt starf? „Mitt ráð til stjórnenda væri því að taka allan vinnustaðinn með í stefnumótunarferlið og miðla afurðinni skilmerkilega í kjölfarið. Með því móti næst þessi nauðsynlega þekking á hvað vinnustaðurinn þarf að gera til að vera nýskapandi og skilningur starfsfólks verður meiri. Það sem ber að varast væri að útiloka ákveðið starfsfólk sem í fyrstu “stundar enga nýsköpun,“ segir Íris. Þá segir hún mikilvægt að allir komi að borði. Þekking allra sem koma að starfseminni er mikilvæg til að fá inn heildarmynd af möguleikum fyrirtækja til að sækja fram sem er einmitt markmiðið með því að stunda nýsköpun,“ segir Íris og bætir við ,,Að bæta vinnustaðinn öllum til hagsbóta bæði fyrir eigendur, viðskiptavini og starfsfólk.“ Að sögn Írisar var þetta unnið þannig af hálfu stjórnvalda að leitað var til hagaðila „Við gerð nýsköpunarstefnu stjórnvalda var samráð við haghafa lykilatriði ásamt því að miðla stefnunni áfram til samfélagsins,“ segir Íris. Hér má sjá umrædda myndræna framsetningu sem er ágætis dæmi um einfalda leið til að skýra út, hvert markmið og stefna er. Einföld myndræn framsetning getur auðveldað innleiðingu á nýsköpunarstefnu.Vísir/Fjármálaráðuneytið
Nýsköpun Stjórnun Góðu ráðin Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Sjá meira