Fótbolti

Segir að Sancho gæti haft sömu áhrif á United og Ronaldo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jadon Sancho fagnar marki um síðustu helgi í leik gegn Wolfsburg.
Jadon Sancho fagnar marki um síðustu helgi í leik gegn Wolfsburg. vísir/getty

Wes Brown, fyrrum varnarmaður Manhcester United, líkir Jadon Sancho við Cristiano Ronaldo og segir hann að Sancho gæti haft sömu áhrif og Ronaldo á United-liðið.

Sancho hefur verið mikið orðaður við rauðu djöflanna síðustu daga og vikur en hann er talinn líklegur til þess að yfirgefa Dortmund í sumar. Talið er að verðið á hann sé í kringum hundrað milljónir punda.

„Hann er hæfileikaríkur og spennandi. Við þurfum eitthvað þannig í félagið. Við höfum haft þá í gegnum tíðina og ég er viss um að ef við kaupum hann þá kæmi hann með eitthvað spennandi inn í félagið. Það væri einnig gott fyrir félagið,“ sagði Brown.

„Við höfum haft leikmenn eins og Cristiano Ronaldo í gegnum tíðina. Þeir eru leikmenn sem draga til sín þrjá eða fjóra varnarmenn og gera leikinn auðveldari fyrir aðra leikmenn. Ef við gætum náð í hann þá væri það frábær kaup.“

Sancho hefur verið magnaður á leiktíðinni í Þýskalandi. Hann hefur skorað sautján mörk og gefið sextán stoðsendingar í þeim 27 leikjum sem hann hefur spilað á tímabilinu, þar á meðal þrjú mörk gegn Paderborn um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×