Heldur áfram samningaviðræðum við meinta mannræningja Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júní 2020 21:47 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Norski auðkýfingurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar. Hann sendi þeim skilaboð nú fyrir helgi, þar sem hann kvaðst reiðubúinn að borga lausnargjald. Þessu greinir norska dagblaðið VG frá í dag. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi 31. október 2018. Lausnargjaldskrafa meintra mannræningja, sem hljóðaði upp á milljónir króna í órekjanlegri rafmynt, fannst á vettvangi og málið var því rannsakað sem mannrán fyrst um sinn. Síðar breytti lögregla tilgátu sinni og gaf út að hún teldi að Anne-Elisabeth hefði verið myrt og í lok apríl síðastliðnum var Tom Hagen handtekinn, grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Kröfu um gæsluvarðhald yfir honum var þó hafnað og hann er frjáls ferða sinna síðan í byrjun maí. VG greinir nú frá því að síðasta föstudag, 29. maí, hafi Tom Hagen sent dulkóðuð bitcoin-skilaboð til hinna meintu mannræningja. Skilaboðin hafi hljóðað svo: „Ég staðfesti að ég vil borga.“ „Slæmur tími, fyrr eða hún deyr“ Þetta er í fyrsta sinn sem Hagen sendir meintum mannræningjum staðfestingu af þessum toga, eftir því sem VG kemst næst. Þá er jafnframt um að ræða fyrstu bitcoin-skilaboðin sem fara þeim á milli síðan í janúar 2019. Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, á blaðamannafundi þann 9. janúar síðastliðinn.EPA/TORE MEEK VG hefur eftir Svein Holden verjanda Hagen að fjölskyldunni sé mikið í mun að komast í samband við meinta mannræningja. Þess vegna hafi verið ákveðið að senda skilaboðin nú og vonast sé til þess að svar berist. „Lögregla hefur ekki haft aðkomu að þessu ferli,“ segir Holden. Þá birtir VG nú í fyrsta sinn dulkóðuð bitcoin-samskipti Tom Hagen og meintra mannræningja. Hagen sendi fyrstu skilaboðin 2. nóvember 2018, tveimur dögum eftir að Anne-Elisabeth hvarf. Þar virðist Hagen lofa að senda lausnargjald í rafmyntinni Monero eftir sjö daga. Viku síðar, 10. nóvember 2018, berast skilaboð frá meintum mannræningjum. „Slæmur tími, fyrr eða hún deyr.“ Þremur dögum síðar svarar Tom Hagen: „Það er komið upp vandamál, vantar lengri tíma.“ Fleiri skilaboð og millifærsla Í janúar 2019 tóku Tom Hagen og meintir mannræningjar upp nýjan samskiptamáta; dulkóðaðan tölvupóstþjón. Tom Hagen sendi nokkur skilaboð í gegnum hann í maí og 8. júlí barst svar. „Tom, ertu núna tilbúinn að semja? Skilurðu að það yrðu mistök af þinni hálfu að svíkja okkur?“ Þá segir einnig í skilaboðum hinna meintu mannræningja að Anne-Elisabeth þurfi að komast undir læknishendur. Þá þykir þeim Tom Hagen hafa verið heldur lengi að koma sér að verki og segja að ekki sé hægt að staðfesta hversu lengi til viðbótar Anne-Elisabeth muni lifa. Eftir að skilaboðin bárust 8. júlí greiddi Tom Hagen meintum mannræningjum 1,3 milljónir evra, um 180 milljónir íslenskra króna. Ekkert hefur heyrst frá þeim síðan en samkvæmt upplýsingum VG reyndi Tom Hagen enn einu sinni að setja sig í samband við þá nú í febrúar. VG hefur eftir heimildarmanni sem sagður er þekkja til málsins að Hagen hafi ekki náð sambandi heldur aðeins fengið villumeldingu. Tölvupóstþjónninn hafi verið gerður óvirkur. Tom Hagen er eins og áður segir grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Lögregla telur að hinir meintu mannræningjar séu ekki til heldur hafi Tom Hagen sett mannránið á svið til að hylma yfir eigin slóð, ef til vill með hjálp sérfræðings á svið rafmynta sem einnig var handtekinn í tengslum við málið en síðar sleppt. Hagen og sérfræðingurinn neita báðir sök og hafna öllum ásökunum lögreglu. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Telja líklegast að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt og líkinu ekið brott Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. 22. maí 2020 12:29 Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. 14. maí 2020 09:56 Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Norski auðkýfingurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar. Hann sendi þeim skilaboð nú fyrir helgi, þar sem hann kvaðst reiðubúinn að borga lausnargjald. Þessu greinir norska dagblaðið VG frá í dag. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi 31. október 2018. Lausnargjaldskrafa meintra mannræningja, sem hljóðaði upp á milljónir króna í órekjanlegri rafmynt, fannst á vettvangi og málið var því rannsakað sem mannrán fyrst um sinn. Síðar breytti lögregla tilgátu sinni og gaf út að hún teldi að Anne-Elisabeth hefði verið myrt og í lok apríl síðastliðnum var Tom Hagen handtekinn, grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Kröfu um gæsluvarðhald yfir honum var þó hafnað og hann er frjáls ferða sinna síðan í byrjun maí. VG greinir nú frá því að síðasta föstudag, 29. maí, hafi Tom Hagen sent dulkóðuð bitcoin-skilaboð til hinna meintu mannræningja. Skilaboðin hafi hljóðað svo: „Ég staðfesti að ég vil borga.“ „Slæmur tími, fyrr eða hún deyr“ Þetta er í fyrsta sinn sem Hagen sendir meintum mannræningjum staðfestingu af þessum toga, eftir því sem VG kemst næst. Þá er jafnframt um að ræða fyrstu bitcoin-skilaboðin sem fara þeim á milli síðan í janúar 2019. Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, á blaðamannafundi þann 9. janúar síðastliðinn.EPA/TORE MEEK VG hefur eftir Svein Holden verjanda Hagen að fjölskyldunni sé mikið í mun að komast í samband við meinta mannræningja. Þess vegna hafi verið ákveðið að senda skilaboðin nú og vonast sé til þess að svar berist. „Lögregla hefur ekki haft aðkomu að þessu ferli,“ segir Holden. Þá birtir VG nú í fyrsta sinn dulkóðuð bitcoin-samskipti Tom Hagen og meintra mannræningja. Hagen sendi fyrstu skilaboðin 2. nóvember 2018, tveimur dögum eftir að Anne-Elisabeth hvarf. Þar virðist Hagen lofa að senda lausnargjald í rafmyntinni Monero eftir sjö daga. Viku síðar, 10. nóvember 2018, berast skilaboð frá meintum mannræningjum. „Slæmur tími, fyrr eða hún deyr.“ Þremur dögum síðar svarar Tom Hagen: „Það er komið upp vandamál, vantar lengri tíma.“ Fleiri skilaboð og millifærsla Í janúar 2019 tóku Tom Hagen og meintir mannræningjar upp nýjan samskiptamáta; dulkóðaðan tölvupóstþjón. Tom Hagen sendi nokkur skilaboð í gegnum hann í maí og 8. júlí barst svar. „Tom, ertu núna tilbúinn að semja? Skilurðu að það yrðu mistök af þinni hálfu að svíkja okkur?“ Þá segir einnig í skilaboðum hinna meintu mannræningja að Anne-Elisabeth þurfi að komast undir læknishendur. Þá þykir þeim Tom Hagen hafa verið heldur lengi að koma sér að verki og segja að ekki sé hægt að staðfesta hversu lengi til viðbótar Anne-Elisabeth muni lifa. Eftir að skilaboðin bárust 8. júlí greiddi Tom Hagen meintum mannræningjum 1,3 milljónir evra, um 180 milljónir íslenskra króna. Ekkert hefur heyrst frá þeim síðan en samkvæmt upplýsingum VG reyndi Tom Hagen enn einu sinni að setja sig í samband við þá nú í febrúar. VG hefur eftir heimildarmanni sem sagður er þekkja til málsins að Hagen hafi ekki náð sambandi heldur aðeins fengið villumeldingu. Tölvupóstþjónninn hafi verið gerður óvirkur. Tom Hagen er eins og áður segir grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Lögregla telur að hinir meintu mannræningjar séu ekki til heldur hafi Tom Hagen sett mannránið á svið til að hylma yfir eigin slóð, ef til vill með hjálp sérfræðings á svið rafmynta sem einnig var handtekinn í tengslum við málið en síðar sleppt. Hagen og sérfræðingurinn neita báðir sök og hafna öllum ásökunum lögreglu.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Telja líklegast að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt og líkinu ekið brott Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. 22. maí 2020 12:29 Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. 14. maí 2020 09:56 Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Telja líklegast að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt og líkinu ekið brott Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. 22. maí 2020 12:29
Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. 14. maí 2020 09:56
Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36