Heldur áfram samningaviðræðum við meinta mannræningja Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júní 2020 21:47 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Norski auðkýfingurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar. Hann sendi þeim skilaboð nú fyrir helgi, þar sem hann kvaðst reiðubúinn að borga lausnargjald. Þessu greinir norska dagblaðið VG frá í dag. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi 31. október 2018. Lausnargjaldskrafa meintra mannræningja, sem hljóðaði upp á milljónir króna í órekjanlegri rafmynt, fannst á vettvangi og málið var því rannsakað sem mannrán fyrst um sinn. Síðar breytti lögregla tilgátu sinni og gaf út að hún teldi að Anne-Elisabeth hefði verið myrt og í lok apríl síðastliðnum var Tom Hagen handtekinn, grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Kröfu um gæsluvarðhald yfir honum var þó hafnað og hann er frjáls ferða sinna síðan í byrjun maí. VG greinir nú frá því að síðasta föstudag, 29. maí, hafi Tom Hagen sent dulkóðuð bitcoin-skilaboð til hinna meintu mannræningja. Skilaboðin hafi hljóðað svo: „Ég staðfesti að ég vil borga.“ „Slæmur tími, fyrr eða hún deyr“ Þetta er í fyrsta sinn sem Hagen sendir meintum mannræningjum staðfestingu af þessum toga, eftir því sem VG kemst næst. Þá er jafnframt um að ræða fyrstu bitcoin-skilaboðin sem fara þeim á milli síðan í janúar 2019. Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, á blaðamannafundi þann 9. janúar síðastliðinn.EPA/TORE MEEK VG hefur eftir Svein Holden verjanda Hagen að fjölskyldunni sé mikið í mun að komast í samband við meinta mannræningja. Þess vegna hafi verið ákveðið að senda skilaboðin nú og vonast sé til þess að svar berist. „Lögregla hefur ekki haft aðkomu að þessu ferli,“ segir Holden. Þá birtir VG nú í fyrsta sinn dulkóðuð bitcoin-samskipti Tom Hagen og meintra mannræningja. Hagen sendi fyrstu skilaboðin 2. nóvember 2018, tveimur dögum eftir að Anne-Elisabeth hvarf. Þar virðist Hagen lofa að senda lausnargjald í rafmyntinni Monero eftir sjö daga. Viku síðar, 10. nóvember 2018, berast skilaboð frá meintum mannræningjum. „Slæmur tími, fyrr eða hún deyr.“ Þremur dögum síðar svarar Tom Hagen: „Það er komið upp vandamál, vantar lengri tíma.“ Fleiri skilaboð og millifærsla Í janúar 2019 tóku Tom Hagen og meintir mannræningjar upp nýjan samskiptamáta; dulkóðaðan tölvupóstþjón. Tom Hagen sendi nokkur skilaboð í gegnum hann í maí og 8. júlí barst svar. „Tom, ertu núna tilbúinn að semja? Skilurðu að það yrðu mistök af þinni hálfu að svíkja okkur?“ Þá segir einnig í skilaboðum hinna meintu mannræningja að Anne-Elisabeth þurfi að komast undir læknishendur. Þá þykir þeim Tom Hagen hafa verið heldur lengi að koma sér að verki og segja að ekki sé hægt að staðfesta hversu lengi til viðbótar Anne-Elisabeth muni lifa. Eftir að skilaboðin bárust 8. júlí greiddi Tom Hagen meintum mannræningjum 1,3 milljónir evra, um 180 milljónir íslenskra króna. Ekkert hefur heyrst frá þeim síðan en samkvæmt upplýsingum VG reyndi Tom Hagen enn einu sinni að setja sig í samband við þá nú í febrúar. VG hefur eftir heimildarmanni sem sagður er þekkja til málsins að Hagen hafi ekki náð sambandi heldur aðeins fengið villumeldingu. Tölvupóstþjónninn hafi verið gerður óvirkur. Tom Hagen er eins og áður segir grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Lögregla telur að hinir meintu mannræningjar séu ekki til heldur hafi Tom Hagen sett mannránið á svið til að hylma yfir eigin slóð, ef til vill með hjálp sérfræðings á svið rafmynta sem einnig var handtekinn í tengslum við málið en síðar sleppt. Hagen og sérfræðingurinn neita báðir sök og hafna öllum ásökunum lögreglu. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Telja líklegast að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt og líkinu ekið brott Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. 22. maí 2020 12:29 Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. 14. maí 2020 09:56 Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Val Kilmer er látinn Erlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Norski auðkýfingurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar. Hann sendi þeim skilaboð nú fyrir helgi, þar sem hann kvaðst reiðubúinn að borga lausnargjald. Þessu greinir norska dagblaðið VG frá í dag. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi 31. október 2018. Lausnargjaldskrafa meintra mannræningja, sem hljóðaði upp á milljónir króna í órekjanlegri rafmynt, fannst á vettvangi og málið var því rannsakað sem mannrán fyrst um sinn. Síðar breytti lögregla tilgátu sinni og gaf út að hún teldi að Anne-Elisabeth hefði verið myrt og í lok apríl síðastliðnum var Tom Hagen handtekinn, grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Kröfu um gæsluvarðhald yfir honum var þó hafnað og hann er frjáls ferða sinna síðan í byrjun maí. VG greinir nú frá því að síðasta föstudag, 29. maí, hafi Tom Hagen sent dulkóðuð bitcoin-skilaboð til hinna meintu mannræningja. Skilaboðin hafi hljóðað svo: „Ég staðfesti að ég vil borga.“ „Slæmur tími, fyrr eða hún deyr“ Þetta er í fyrsta sinn sem Hagen sendir meintum mannræningjum staðfestingu af þessum toga, eftir því sem VG kemst næst. Þá er jafnframt um að ræða fyrstu bitcoin-skilaboðin sem fara þeim á milli síðan í janúar 2019. Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, á blaðamannafundi þann 9. janúar síðastliðinn.EPA/TORE MEEK VG hefur eftir Svein Holden verjanda Hagen að fjölskyldunni sé mikið í mun að komast í samband við meinta mannræningja. Þess vegna hafi verið ákveðið að senda skilaboðin nú og vonast sé til þess að svar berist. „Lögregla hefur ekki haft aðkomu að þessu ferli,“ segir Holden. Þá birtir VG nú í fyrsta sinn dulkóðuð bitcoin-samskipti Tom Hagen og meintra mannræningja. Hagen sendi fyrstu skilaboðin 2. nóvember 2018, tveimur dögum eftir að Anne-Elisabeth hvarf. Þar virðist Hagen lofa að senda lausnargjald í rafmyntinni Monero eftir sjö daga. Viku síðar, 10. nóvember 2018, berast skilaboð frá meintum mannræningjum. „Slæmur tími, fyrr eða hún deyr.“ Þremur dögum síðar svarar Tom Hagen: „Það er komið upp vandamál, vantar lengri tíma.“ Fleiri skilaboð og millifærsla Í janúar 2019 tóku Tom Hagen og meintir mannræningjar upp nýjan samskiptamáta; dulkóðaðan tölvupóstþjón. Tom Hagen sendi nokkur skilaboð í gegnum hann í maí og 8. júlí barst svar. „Tom, ertu núna tilbúinn að semja? Skilurðu að það yrðu mistök af þinni hálfu að svíkja okkur?“ Þá segir einnig í skilaboðum hinna meintu mannræningja að Anne-Elisabeth þurfi að komast undir læknishendur. Þá þykir þeim Tom Hagen hafa verið heldur lengi að koma sér að verki og segja að ekki sé hægt að staðfesta hversu lengi til viðbótar Anne-Elisabeth muni lifa. Eftir að skilaboðin bárust 8. júlí greiddi Tom Hagen meintum mannræningjum 1,3 milljónir evra, um 180 milljónir íslenskra króna. Ekkert hefur heyrst frá þeim síðan en samkvæmt upplýsingum VG reyndi Tom Hagen enn einu sinni að setja sig í samband við þá nú í febrúar. VG hefur eftir heimildarmanni sem sagður er þekkja til málsins að Hagen hafi ekki náð sambandi heldur aðeins fengið villumeldingu. Tölvupóstþjónninn hafi verið gerður óvirkur. Tom Hagen er eins og áður segir grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Lögregla telur að hinir meintu mannræningjar séu ekki til heldur hafi Tom Hagen sett mannránið á svið til að hylma yfir eigin slóð, ef til vill með hjálp sérfræðings á svið rafmynta sem einnig var handtekinn í tengslum við málið en síðar sleppt. Hagen og sérfræðingurinn neita báðir sök og hafna öllum ásökunum lögreglu.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Telja líklegast að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt og líkinu ekið brott Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. 22. maí 2020 12:29 Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. 14. maí 2020 09:56 Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Val Kilmer er látinn Erlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Telja líklegast að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt og líkinu ekið brott Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. 22. maí 2020 12:29
Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. 14. maí 2020 09:56
Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36