Fiskveiðiauðlindin II Brynjar Níelsson skrifar 3. júní 2020 08:56 Reglulega skýtur upp kollinum harkaleg og óvægin umræða um nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar, nú síðast vegna framsals og arfs á hlut í útgerðarfélaginu Samherja. Endurtekin er síbyljan um gjafakvóta og þjófnað á auðlindinni okkar. Hnýtt er svo við að þeir sem hafi stolið auðlindinni eða fengið gefins fari illa með hana með ýmis konar svindli og svíkist um að auki að greiða skatta til samfélagsins. Stjórnmálamenn sem byggja tilveru sína á sýndarmennsku fara þar fremstir í flokki ásamt þeim sem reka skoðanamiðla og reyna að telja okkur trú um að þeir séu frjálsir og óháðir fjölmiðlamenn, jafnvel rannsóknarblaðamenn, sem þykir fínt í þeim heimi. Fæstir þora að andmæla rangfærslum í umræðunni vegna hræðslu um að vera sakaðir um sérhagsmunagæslu eða meta það sem svo að það sé ekki skynsamlegt fyrir pólitískan feril sinn. Stundum hefur verið sagt að góðir stjórnmálamenn kunni að spila á tilfinningar fólks. Ég hef efasemdir um gæði þeirra en kannski er það leiðin til að lifa af lengi í pólitíkinni. Sigling á móti straumnum Mér varð hins vegar á að skrifa langa grein í þennan miðil fyrir um viku til að upplýsa almenning um sögu og þróun fiskveiðikerfisins, sem á að vera hlutverk alvöru fjölmiðla. Tilgangurinn var að draga fram staðreyndir til að skapa vitræna umræðu um þessa mikilvægu atvinnugrein í stað upphrópana. Jafnframt skrifaði ég grein í skoðanamiðilinn Kjarnann þar sem ég svaraði dylgjum ritstjóra hans um lögleysu við uppskiptingu Samherja-samstæðunnar í tvö félög og skattasniðgöngu vegna framsals hlutabréfa til afkomenda. Var það stutt og gjaldfrí kennslustund í lögum sem var illa tekið af ritstjóranum og klappstýrum hans. Eins og við mátti búast nennti enginn að ræða efni málsins heldur snerist umræðan aðallega um mannvonsku mína og skort á skilningi á tilfinningum annarra. Þessi skrif mín heita á fagmáli að sigla gegn straumnum, sem þykir ekki gott og skiptir engu máli þótt straumurinn breyti reglulega um farveg. Tengsl og sérhagsmunagæsla Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ég á enga persónulega eða fjárhagslega hagsmuni af útgerð. Stundin og Kjarninn hefðu örugglega verið búnir að draga það fram væri svo í pottinn búið. Þar að auki hef ég engin tengsl við útgerðarmenn og þekki enga slíka persónulega svo heitið geti. Má eiginlega segja að ég sé vinalaus. Vona að það verði breyting á þar sem sjómenn úr Eyjum hafa boðið mér á Sjómannadaginn um næstu helgi. Held að ég hafi hitt forstjóra Samherja einu sinni á ævinni og var það í tengslum við meðferð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis á meintum gjaldeyrisbrotum Samherja. Þá komst ég ekki hjá því að öðlast talsverða þekkingu á fyrirtækinu og starfsemi þess. Eina sem stakk mig í augun við þá rannsókn var meðferð opinbers valds og framganga hlutlausa miðilsins í almannaeigu. Gjafakvóti Samherja Þegar talað er um gjafakvóta og þjófnað á auðlindinni er Samherji afleitt dæmi. Nú er svo komið að nánast allur kvóti sem úthlutað var á sínum tíma eftir málefnalegum sjónarmiðum og í samræmi við réttindaákvæði stjórnarskrárinnar, hefur gengið kaupum og sölum samkvæmt gildandi lögum á hverjum tíma. Því er fráleitt að tala um gjafakvóta í dag, hvað þá þjófnað. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.visir/vilhelm Við upphaf kvótakerfisins hófu Samherjamenn útgerð með að kaupa gamlan ryðdall sem þeir gerðu upp með því að skuldsetja sig og fjölskyldurnar upp í rjáfur. Eina aflaheimildin var svokallaður skipstjórakvóti. Þetta var líkara trilluútgerð. Áfram héldu Samherjamenn að skuldsetja sig til að geta aukið við aflaheimildir sínar. Reksturinn reyndist áhættunnar virði og fyrirtækið óx jafnt og þétt. Haslaði Samherji sér völl víðar en á Íslandi og á í öflugum útgerðarfélögum í öðrum löndum. Síðan eru allir búnir að gleyma því að Samherji var skráð á markaði 1997 og alveg fram til 2005, eða þar til lífeyrissjóðir og fjársterkir aðilar töldu ekki áhættunnar virði að eiga í útgerð og færðu fjárfestingar sínar í fjármálastofnanir. Þá þurftu Samherjamenn enn einu sinni að skuldsetja sig til að kaupa hina eigendurna út. Arðgreiðslur og mikilvægi sjálfbærs sjávarútvegs Arðgreiðslur í útgerðarfélögum fara öfugt ofan í marga. Virðist engu máli skipta þótt arðgreiðslurnar fari til almennings í gegnum lífeyrissjóði. Þetta er tilfinningalegs eðlis af því að við erum svo upptekin af því að veiðarnar eru úr sameiginlegri auðlind okkar allra. Nú eru arðgreiðslur í útgerð á Íslandsmiðum ekki háar í samanburði við aðrar atvinnugreinar og örugglega ekki miðað við áhættuna sem fylgir slíkum rekstri. Og ef ekki má greiða arð fjárfestir enginn í áhættusamri útgerð. Hver verður staða okkar þá? Sjávarútvegur er okkar mikilvægasta atvinnugrein. Okkur hefur tekist með núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi að byggja upp sjálfbæran sjávarútveg, sem hefur alið af sér öflug nýsköpunarfyrirtæki tengdum greininni. Nýting á afurðum veiðanna hefur aukist mjög sem og markaðssetning orðin betri. Þá hefur það verið gæfa okkar allra að eiga útsjónasama útgerðarmenn og dugmikla sjómenn. Hefur þetta átt stóran þátt í því að velferð í okkar góða samfélagi hefur aukist mikið. Fyrir það er ég þakklátur. Ég er líka þakklátur þeim útgerðarmönnum og sjómönnum sem þvældust langt út á ballarhaf til að veiða makríl, sem leiddi til þess að við Íslendingar eigum einhvern rétt á makrílkvóta í dag. Þegar við Íslendingar fengum markrílkvóta á grundvelli veiðireynslu vorum við mjög sátt en köllum það svo gjafakvóta eða þjófnað þegar miðað var við veiðireynslu þegar kvótakerfinu var komið á. Óljósar og skaðlegar tillögur til breytinga Þrátt fyrir sjálfbæran og öflugan sjávarútveg er ekki þar með sagt að fiskveiðikerfið sé fullkomið og engu megi þar breyta. En þeir sem eru fastir í sýndarmennsku hafa aldrei komið með raunhæfar tillögur um breytingu, aðeins óljósar og óútfærðar hugmyndir um innköllun veiðiheimilda til að selja þær svo aftur á uppboði. Aðrir eru svo hugmyndasnauðir að þeim dettur ekkert annað í hug en að skattleggja greinina meira í nafni veiðigjalda og halda að það sé í þágu almannahagsmuna. Ég mun ekki taka þátt í slíkri sýndarmennsku þótt atkvæðin hrynji af mér við það. Ég ætla ekki að vera fávitinn sem eyðilagði mikilvægustu atvinnugrein landsins til þess að ná í fleiri atkvæði. En er opinn fyrir góðum og raunhæfum tillögum um breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Fjölmiðlar Brynjar Níelsson Panama-skjölin Tengdar fréttir Fiskveiðiauðlindin Brynjar Níelsson ritar um kvótakerfið en hann telur þá reiði og heift sem hefur sýnt sig vegna Samherjamálsins og nýlegs erfðamáls sjávarútvegsfyrirtækisins ekki til fagnaðar. 28. maí 2020 11:00 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Reglulega skýtur upp kollinum harkaleg og óvægin umræða um nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar, nú síðast vegna framsals og arfs á hlut í útgerðarfélaginu Samherja. Endurtekin er síbyljan um gjafakvóta og þjófnað á auðlindinni okkar. Hnýtt er svo við að þeir sem hafi stolið auðlindinni eða fengið gefins fari illa með hana með ýmis konar svindli og svíkist um að auki að greiða skatta til samfélagsins. Stjórnmálamenn sem byggja tilveru sína á sýndarmennsku fara þar fremstir í flokki ásamt þeim sem reka skoðanamiðla og reyna að telja okkur trú um að þeir séu frjálsir og óháðir fjölmiðlamenn, jafnvel rannsóknarblaðamenn, sem þykir fínt í þeim heimi. Fæstir þora að andmæla rangfærslum í umræðunni vegna hræðslu um að vera sakaðir um sérhagsmunagæslu eða meta það sem svo að það sé ekki skynsamlegt fyrir pólitískan feril sinn. Stundum hefur verið sagt að góðir stjórnmálamenn kunni að spila á tilfinningar fólks. Ég hef efasemdir um gæði þeirra en kannski er það leiðin til að lifa af lengi í pólitíkinni. Sigling á móti straumnum Mér varð hins vegar á að skrifa langa grein í þennan miðil fyrir um viku til að upplýsa almenning um sögu og þróun fiskveiðikerfisins, sem á að vera hlutverk alvöru fjölmiðla. Tilgangurinn var að draga fram staðreyndir til að skapa vitræna umræðu um þessa mikilvægu atvinnugrein í stað upphrópana. Jafnframt skrifaði ég grein í skoðanamiðilinn Kjarnann þar sem ég svaraði dylgjum ritstjóra hans um lögleysu við uppskiptingu Samherja-samstæðunnar í tvö félög og skattasniðgöngu vegna framsals hlutabréfa til afkomenda. Var það stutt og gjaldfrí kennslustund í lögum sem var illa tekið af ritstjóranum og klappstýrum hans. Eins og við mátti búast nennti enginn að ræða efni málsins heldur snerist umræðan aðallega um mannvonsku mína og skort á skilningi á tilfinningum annarra. Þessi skrif mín heita á fagmáli að sigla gegn straumnum, sem þykir ekki gott og skiptir engu máli þótt straumurinn breyti reglulega um farveg. Tengsl og sérhagsmunagæsla Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ég á enga persónulega eða fjárhagslega hagsmuni af útgerð. Stundin og Kjarninn hefðu örugglega verið búnir að draga það fram væri svo í pottinn búið. Þar að auki hef ég engin tengsl við útgerðarmenn og þekki enga slíka persónulega svo heitið geti. Má eiginlega segja að ég sé vinalaus. Vona að það verði breyting á þar sem sjómenn úr Eyjum hafa boðið mér á Sjómannadaginn um næstu helgi. Held að ég hafi hitt forstjóra Samherja einu sinni á ævinni og var það í tengslum við meðferð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis á meintum gjaldeyrisbrotum Samherja. Þá komst ég ekki hjá því að öðlast talsverða þekkingu á fyrirtækinu og starfsemi þess. Eina sem stakk mig í augun við þá rannsókn var meðferð opinbers valds og framganga hlutlausa miðilsins í almannaeigu. Gjafakvóti Samherja Þegar talað er um gjafakvóta og þjófnað á auðlindinni er Samherji afleitt dæmi. Nú er svo komið að nánast allur kvóti sem úthlutað var á sínum tíma eftir málefnalegum sjónarmiðum og í samræmi við réttindaákvæði stjórnarskrárinnar, hefur gengið kaupum og sölum samkvæmt gildandi lögum á hverjum tíma. Því er fráleitt að tala um gjafakvóta í dag, hvað þá þjófnað. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.visir/vilhelm Við upphaf kvótakerfisins hófu Samherjamenn útgerð með að kaupa gamlan ryðdall sem þeir gerðu upp með því að skuldsetja sig og fjölskyldurnar upp í rjáfur. Eina aflaheimildin var svokallaður skipstjórakvóti. Þetta var líkara trilluútgerð. Áfram héldu Samherjamenn að skuldsetja sig til að geta aukið við aflaheimildir sínar. Reksturinn reyndist áhættunnar virði og fyrirtækið óx jafnt og þétt. Haslaði Samherji sér völl víðar en á Íslandi og á í öflugum útgerðarfélögum í öðrum löndum. Síðan eru allir búnir að gleyma því að Samherji var skráð á markaði 1997 og alveg fram til 2005, eða þar til lífeyrissjóðir og fjársterkir aðilar töldu ekki áhættunnar virði að eiga í útgerð og færðu fjárfestingar sínar í fjármálastofnanir. Þá þurftu Samherjamenn enn einu sinni að skuldsetja sig til að kaupa hina eigendurna út. Arðgreiðslur og mikilvægi sjálfbærs sjávarútvegs Arðgreiðslur í útgerðarfélögum fara öfugt ofan í marga. Virðist engu máli skipta þótt arðgreiðslurnar fari til almennings í gegnum lífeyrissjóði. Þetta er tilfinningalegs eðlis af því að við erum svo upptekin af því að veiðarnar eru úr sameiginlegri auðlind okkar allra. Nú eru arðgreiðslur í útgerð á Íslandsmiðum ekki háar í samanburði við aðrar atvinnugreinar og örugglega ekki miðað við áhættuna sem fylgir slíkum rekstri. Og ef ekki má greiða arð fjárfestir enginn í áhættusamri útgerð. Hver verður staða okkar þá? Sjávarútvegur er okkar mikilvægasta atvinnugrein. Okkur hefur tekist með núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi að byggja upp sjálfbæran sjávarútveg, sem hefur alið af sér öflug nýsköpunarfyrirtæki tengdum greininni. Nýting á afurðum veiðanna hefur aukist mjög sem og markaðssetning orðin betri. Þá hefur það verið gæfa okkar allra að eiga útsjónasama útgerðarmenn og dugmikla sjómenn. Hefur þetta átt stóran þátt í því að velferð í okkar góða samfélagi hefur aukist mikið. Fyrir það er ég þakklátur. Ég er líka þakklátur þeim útgerðarmönnum og sjómönnum sem þvældust langt út á ballarhaf til að veiða makríl, sem leiddi til þess að við Íslendingar eigum einhvern rétt á makrílkvóta í dag. Þegar við Íslendingar fengum markrílkvóta á grundvelli veiðireynslu vorum við mjög sátt en köllum það svo gjafakvóta eða þjófnað þegar miðað var við veiðireynslu þegar kvótakerfinu var komið á. Óljósar og skaðlegar tillögur til breytinga Þrátt fyrir sjálfbæran og öflugan sjávarútveg er ekki þar með sagt að fiskveiðikerfið sé fullkomið og engu megi þar breyta. En þeir sem eru fastir í sýndarmennsku hafa aldrei komið með raunhæfar tillögur um breytingu, aðeins óljósar og óútfærðar hugmyndir um innköllun veiðiheimilda til að selja þær svo aftur á uppboði. Aðrir eru svo hugmyndasnauðir að þeim dettur ekkert annað í hug en að skattleggja greinina meira í nafni veiðigjalda og halda að það sé í þágu almannahagsmuna. Ég mun ekki taka þátt í slíkri sýndarmennsku þótt atkvæðin hrynji af mér við það. Ég ætla ekki að vera fávitinn sem eyðilagði mikilvægustu atvinnugrein landsins til þess að ná í fleiri atkvæði. En er opinn fyrir góðum og raunhæfum tillögum um breytingar.
Fiskveiðiauðlindin Brynjar Níelsson ritar um kvótakerfið en hann telur þá reiði og heift sem hefur sýnt sig vegna Samherjamálsins og nýlegs erfðamáls sjávarútvegsfyrirtækisins ekki til fagnaðar. 28. maí 2020 11:00
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun