Skrifað undir tvo nýja samninga um neyðar- og mannúðaraðstoð Heimsljós 3. júní 2020 10:56 CERF Af hálfu utanríkisráðuneytisins hefur verið skrifað undir tvo nýja fjögurra ára samninga um stuðning Íslands við mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögð. Samningarnir voru undirritaðir í Genf en um er að ræða samning við Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), um rúmlega 62 milljóna króna árlegt framlag, og samning við Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna (CERF), um 50 milljóna króna árlegt framlag. „Þörfin fyrir neyðar- og mannúðaraðstoð fer því miður sívaxandi í heiminum, ekki síst núna á tímum heimsfaraldurs COVID-19. Íslensk stjórnvöld vilja bregðast við þessu alvarlega ástandi með stuðningi við lykilstofnanir á þessu sviði. Aukin og fyrirsjáanleg framlög til mannúðaraðstoðar eru í samræmi við þá stefnu sem við höfum markað okkur,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Að sögn ráðherra sótti Ísland síðastliðið haust um aðild að ráðgjafanefnd OCHA og verður formlega veitt aðild að nefndinni í sumar. Nefndin leggur meðal annars mat á stefnumörkun og stjórnun og gerir fjárhagsáætlanir. „Aðild okkar er því mikilvægur liður í eftirfylgni með framlögum Íslands,“ segir Guðlaugur Þór. Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) OCHA gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum og hún er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð. Höfuðstöðvar OCHA eru á tveimur stöðum, New York og Genf. Einnig eru starfræktar fimm svæðaskrifstofur og 30 landaskrifstofur. OCHA annast einnig umsýslu á sérstökum svæðasjóðum (Country Based Pooled Funds, CBPF) sem gera framlagsríkjum kleift að sameinast í stórum óeyrnamerktum sjóðum til neyðar- og mannúðarverkefna. Svæðasjóðirnir auka viðbragðsflýti mannúðar- og neyðaraðstoðar og færa aðstoðina nær fólki í neyð. Haraldur Aspelund fastafulltrúi Íslands í Genf og Lisa Carty yfirmaður OCHA í Genf. OCHA heldur einnig utan um sérstakan viðbragðslista vegna náttúruhamfara (United Nations Disaster Assessment and Coordination, UNDAC). Útvaldir sérfræðingar eru fengnir til að meta aðstæður og samhæfa neyðaraðgerðir á vettvangi. Ísland tekur þátt í þessu verkefni í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörg sem heldur einnig utan um íslensku alþjóðarústabjörgunarsveitina en sveitin er hluti af alþjóðlegu tengslaneti rústabjörgunarsveita sem OCHA hýsir. Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) CERF er vistaður undir OCHA og hefur það hlutverk að veita tímanlega og áreiðanlega mannúðar- og neyðaraðstoð til fórnarlamba átaka jafnt sem náttúruhamfara. CERF leggur áherslu á snemmtækar og skilvirkar aðgerðir til að draga úr manntjóni og neyð og grípur inn í þar sem kreppa er viðvarandi og fjármagn af skornum skammti. Frá stofnun hefur sjóðurinn veitt yfir 5,5. milljarða Bandaríkjadala í formi lífsnauðsynlegrar mannúðaraðstoðar í yfir 100 löndum og svæðum. Á hverju ári er áætlað að CERF aðstoði við að fjármagna bráðaheilsugæslu fyrir 13 milljónir manna, hreint vatn og salernisaðstöðu fyrir 10 milljónir manna, og matvælaaðstoð fyrir 7 milljónir manna. Á árinu 2019 veitti CERF ríflega 64 milljörðum króna í neyðaraðstoð til milljóna einstaklinga í 44 löndum. Rúmlega 26 milljörðum króna var veitt til 21 undirfjármagnaðra hamfarasvæða, meðal annars í Afganistan, Tsjad og Bangladess. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Hjálparstarf Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent
Af hálfu utanríkisráðuneytisins hefur verið skrifað undir tvo nýja fjögurra ára samninga um stuðning Íslands við mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögð. Samningarnir voru undirritaðir í Genf en um er að ræða samning við Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), um rúmlega 62 milljóna króna árlegt framlag, og samning við Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna (CERF), um 50 milljóna króna árlegt framlag. „Þörfin fyrir neyðar- og mannúðaraðstoð fer því miður sívaxandi í heiminum, ekki síst núna á tímum heimsfaraldurs COVID-19. Íslensk stjórnvöld vilja bregðast við þessu alvarlega ástandi með stuðningi við lykilstofnanir á þessu sviði. Aukin og fyrirsjáanleg framlög til mannúðaraðstoðar eru í samræmi við þá stefnu sem við höfum markað okkur,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Að sögn ráðherra sótti Ísland síðastliðið haust um aðild að ráðgjafanefnd OCHA og verður formlega veitt aðild að nefndinni í sumar. Nefndin leggur meðal annars mat á stefnumörkun og stjórnun og gerir fjárhagsáætlanir. „Aðild okkar er því mikilvægur liður í eftirfylgni með framlögum Íslands,“ segir Guðlaugur Þór. Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) OCHA gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum og hún er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð. Höfuðstöðvar OCHA eru á tveimur stöðum, New York og Genf. Einnig eru starfræktar fimm svæðaskrifstofur og 30 landaskrifstofur. OCHA annast einnig umsýslu á sérstökum svæðasjóðum (Country Based Pooled Funds, CBPF) sem gera framlagsríkjum kleift að sameinast í stórum óeyrnamerktum sjóðum til neyðar- og mannúðarverkefna. Svæðasjóðirnir auka viðbragðsflýti mannúðar- og neyðaraðstoðar og færa aðstoðina nær fólki í neyð. Haraldur Aspelund fastafulltrúi Íslands í Genf og Lisa Carty yfirmaður OCHA í Genf. OCHA heldur einnig utan um sérstakan viðbragðslista vegna náttúruhamfara (United Nations Disaster Assessment and Coordination, UNDAC). Útvaldir sérfræðingar eru fengnir til að meta aðstæður og samhæfa neyðaraðgerðir á vettvangi. Ísland tekur þátt í þessu verkefni í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörg sem heldur einnig utan um íslensku alþjóðarústabjörgunarsveitina en sveitin er hluti af alþjóðlegu tengslaneti rústabjörgunarsveita sem OCHA hýsir. Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) CERF er vistaður undir OCHA og hefur það hlutverk að veita tímanlega og áreiðanlega mannúðar- og neyðaraðstoð til fórnarlamba átaka jafnt sem náttúruhamfara. CERF leggur áherslu á snemmtækar og skilvirkar aðgerðir til að draga úr manntjóni og neyð og grípur inn í þar sem kreppa er viðvarandi og fjármagn af skornum skammti. Frá stofnun hefur sjóðurinn veitt yfir 5,5. milljarða Bandaríkjadala í formi lífsnauðsynlegrar mannúðaraðstoðar í yfir 100 löndum og svæðum. Á hverju ári er áætlað að CERF aðstoði við að fjármagna bráðaheilsugæslu fyrir 13 milljónir manna, hreint vatn og salernisaðstöðu fyrir 10 milljónir manna, og matvælaaðstoð fyrir 7 milljónir manna. Á árinu 2019 veitti CERF ríflega 64 milljörðum króna í neyðaraðstoð til milljóna einstaklinga í 44 löndum. Rúmlega 26 milljörðum króna var veitt til 21 undirfjármagnaðra hamfarasvæða, meðal annars í Afganistan, Tsjad og Bangladess. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Hjálparstarf Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent