Lyfjafíkn Rybaks lagði næstum líf hans í rúst Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júní 2020 23:42 Alexander Rybak á Eurovision-sviðinu í Moskvu árið 2009. Vísir/getty Norski tónlistarmaðurinn Alexander Rybak, sem sigraði Eurovision árið 2009 með laginu Fairytale, greindi í dag frá áratugaglímu sinni við lyfjafíkn. Rybak, sem fór í meðferð í byrjun árs, segir fíknisjúkdóminn hafa nær eyðilagt líf sitt. „Ég hef lifað með leyndarmáli. Ég hef verið háður svefn- og þunglyndislyfjum í ellefu ár. Það var meinlaust til að byrja með en að lokum eyðilagði það næstum líf mitt,“ skrifar Rybak í færslu á Instagram í dag, þar sem hann greinir í fyrsta sinn frá baráttu sinni við fíknina. View this post on Instagram I ve been living with a secret. For 11 years I have been addicted to sleep medications and antidepressants. It started out harmless, but in the end it almost ruined my life. This January I started rehab (with good help from my doctors) and little by little I m starting to feel like myself again. During the past years the pills made me weak and scared. It affected not only my brain but also my muscles and stomach. It destroyed my relationships to people, but most importantly it almost destroyed my will to live. I know there are many out there who are struggling with the same problems, so over the next weeks I will be sharing my experiences with you and if somebody can learn from them, it will make me feel better. * . 11 . , . ( ) . . , , . , , . , , , , , - . #mentalhealth #mentalhelse #rehab #addiction # # A post shared by ALEXANDER RYBAK (@rybakofficial) on Jun 3, 2020 at 6:56am PDT Hann kveðst hafa farið í meðferð í janúar og sé nú smám saman að komast aftur til fyrra horfs. „Pillurnar gerðu mig máttlausan og hræddan síðustu ár. Þær höfðu ekki bara áhrif á heilann í mér heldur líka vöðvana og magann. Þær eyðilögðu sambönd mín við fólk og, sem meira er, þær eyðilögðu næstum lífsvilja minn,“ skrifar Rybak. Eins og áður segir er Rybak Íslendingum líklega flestum kunnur fyrir að hafa sigrað Eurovision árið 2009 með laginu Fairytale – og þannig haft sigurinn af Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur, sem hafnaði í öðru sæti með laginu Is it True? Miðað við færslu söngvarans má gera ráð fyrir að glíman við lyfjafíknina hafi byrjað um það leyti sem hann sigraði Eurovision. Rybak tók svo aftur þátt í keppninni árið 2018 og lenti þá í 15. sæti. Eurovision Noregur Fíkn Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Norski tónlistarmaðurinn Alexander Rybak, sem sigraði Eurovision árið 2009 með laginu Fairytale, greindi í dag frá áratugaglímu sinni við lyfjafíkn. Rybak, sem fór í meðferð í byrjun árs, segir fíknisjúkdóminn hafa nær eyðilagt líf sitt. „Ég hef lifað með leyndarmáli. Ég hef verið háður svefn- og þunglyndislyfjum í ellefu ár. Það var meinlaust til að byrja með en að lokum eyðilagði það næstum líf mitt,“ skrifar Rybak í færslu á Instagram í dag, þar sem hann greinir í fyrsta sinn frá baráttu sinni við fíknina. View this post on Instagram I ve been living with a secret. For 11 years I have been addicted to sleep medications and antidepressants. It started out harmless, but in the end it almost ruined my life. This January I started rehab (with good help from my doctors) and little by little I m starting to feel like myself again. During the past years the pills made me weak and scared. It affected not only my brain but also my muscles and stomach. It destroyed my relationships to people, but most importantly it almost destroyed my will to live. I know there are many out there who are struggling with the same problems, so over the next weeks I will be sharing my experiences with you and if somebody can learn from them, it will make me feel better. * . 11 . , . ( ) . . , , . , , . , , , , , - . #mentalhealth #mentalhelse #rehab #addiction # # A post shared by ALEXANDER RYBAK (@rybakofficial) on Jun 3, 2020 at 6:56am PDT Hann kveðst hafa farið í meðferð í janúar og sé nú smám saman að komast aftur til fyrra horfs. „Pillurnar gerðu mig máttlausan og hræddan síðustu ár. Þær höfðu ekki bara áhrif á heilann í mér heldur líka vöðvana og magann. Þær eyðilögðu sambönd mín við fólk og, sem meira er, þær eyðilögðu næstum lífsvilja minn,“ skrifar Rybak. Eins og áður segir er Rybak Íslendingum líklega flestum kunnur fyrir að hafa sigrað Eurovision árið 2009 með laginu Fairytale – og þannig haft sigurinn af Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur, sem hafnaði í öðru sæti með laginu Is it True? Miðað við færslu söngvarans má gera ráð fyrir að glíman við lyfjafíknina hafi byrjað um það leyti sem hann sigraði Eurovision. Rybak tók svo aftur þátt í keppninni árið 2018 og lenti þá í 15. sæti.
Eurovision Noregur Fíkn Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira