Innlent

Sex ára barn féll þrjá metra gegnum loft­ræstigrind

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kórar
Kórar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Sex ára gamalt barn féll niður um þrjá metra þegar það var á gangi fyrir framan Kórinn í Kópavogi í gær. Barnið var á leið á æfingu og gekk yfir loftræstigrind fyrir utan húsið sem ekki hafði verið gengið almennilega frá og féll barnið niður um grindina.

Þetta gerðist rétt eftir klukkan fimm í gær og var lögregla og tveir sjúkrabílar kallaðir á staðinn. Annar sjúkrabíllinn sneri þó við þegar í ljós kom að atvikið væri ekki alvarlegt. Barnið var við meðvitund þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn en hafði fengið skurð á höfuð og tennur brotnað. Þetta staðfesti lögregla og slökkvilið í samtali við fréttastofu Vísis.

Illa hafði verið gengið frá grindinni og færðist hún til þegar barnið steig á hana með þeim afleiðingum að það féll ofan í.

Málið er litið alvarlegum augum af Kópavogsbæ og lögreglan hefur málið nú til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×