Sérfræðingar Pepsi Max lofsama Rúnar Kristins: „Hann er virtur af öllum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2020 09:00 Rúnar er vel liðinn af bæði starfsliði sínu sem og sérfræðingum Pepsi Max deildarinnar. Vísir/Daniel Thor Farið var yfir lið KA, KR og ÍA í síðasta undirbúningsþættinum fyrir Pepsi Max deildina. Sérfræðingarnir að þessu sinni voru Sigurvin Ólafsson og Þorkell Máni Pétursson ásamt Gumma Ben, þáttastjórnanda. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að ræða lið KR án þess að ræða þjálfara liðsins. Rúnar Kristinsson hefur náð lygilegum árangri í Vesturbænum og gerði liðið nokkuð óvænt að Íslandsmeisturum í fyrra. „Eftir því sem fólk sér og heyri fleiri viðtöl við Rúnar þá held ég að fólk læri að meta betur hversu góður þjálfari hann er,“ segir Gummi. „Það eru bara allir sammála um það enda er það bara rétt. Hann er virtur af öllum.“ svaraði Sigurvin Ólafsson, fimmfaldur Íslandsmeistari með KR, FH og ÍBV á sínum tíma, um hæl. „Hann er óumdeildur, sem er ekkert auðvelt sem KR-ingur,“ sagði Gummi í kjölfarið. „Hann er líka þvílíkur herramaður. Hvernig framkoma hans er, hvort það sé í fjölmiðlum, gagnvart sínu fólki, dómurum, það eru allir hlutir til fyrirmyndar hjá honum og ég held að það sé helsta ástæða þess að maðurinn nái árangri,“ sagði Þorkell Máni og ljóst að Rúnar er í miklum metum hjá sérfræðingum Pepsi Max deildarinnar. Máni hélt áfram. „Hann hefur staðið þétt við bakið á sínum leikmönnum ef það hafa komið upp á einhverjar uppákomur og leyst erfið mál. Eins og í fyrra leysti hann mörg erfið mál, stóð með sínum leikmönnum. Þetta er alvöru leiðtogi,“ sagði Máni jafnframt. Er hann þar að vitna í mál Björgvins Stefánssonar sem margir héldu að myndu enda veru hans í KR. Eftir þessar lofræður þá ræddu þeir það sem Rúnari hefur ekki tekist en það er að gera KR að meisturum tvö ár í röð. Ræddi Gummi það við Rúnar í annál Pepsi Max deildarinnar undir lok síðasta árs. Svar Rúnars sem og lofræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sérfræðingar Pepsi Max lofsama Rúnar Kristins KR Íslenski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorkell Máni: KR-ingar taka fram hjartastuðtækið og verja titilinn Annar sérfræðinganna spáði KR Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð en hinn sérfræðingurinn vildi alls ekki spá KR titlinum. 4. júní 2020 11:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Farið var yfir lið KA, KR og ÍA í síðasta undirbúningsþættinum fyrir Pepsi Max deildina. Sérfræðingarnir að þessu sinni voru Sigurvin Ólafsson og Þorkell Máni Pétursson ásamt Gumma Ben, þáttastjórnanda. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að ræða lið KR án þess að ræða þjálfara liðsins. Rúnar Kristinsson hefur náð lygilegum árangri í Vesturbænum og gerði liðið nokkuð óvænt að Íslandsmeisturum í fyrra. „Eftir því sem fólk sér og heyri fleiri viðtöl við Rúnar þá held ég að fólk læri að meta betur hversu góður þjálfari hann er,“ segir Gummi. „Það eru bara allir sammála um það enda er það bara rétt. Hann er virtur af öllum.“ svaraði Sigurvin Ólafsson, fimmfaldur Íslandsmeistari með KR, FH og ÍBV á sínum tíma, um hæl. „Hann er óumdeildur, sem er ekkert auðvelt sem KR-ingur,“ sagði Gummi í kjölfarið. „Hann er líka þvílíkur herramaður. Hvernig framkoma hans er, hvort það sé í fjölmiðlum, gagnvart sínu fólki, dómurum, það eru allir hlutir til fyrirmyndar hjá honum og ég held að það sé helsta ástæða þess að maðurinn nái árangri,“ sagði Þorkell Máni og ljóst að Rúnar er í miklum metum hjá sérfræðingum Pepsi Max deildarinnar. Máni hélt áfram. „Hann hefur staðið þétt við bakið á sínum leikmönnum ef það hafa komið upp á einhverjar uppákomur og leyst erfið mál. Eins og í fyrra leysti hann mörg erfið mál, stóð með sínum leikmönnum. Þetta er alvöru leiðtogi,“ sagði Máni jafnframt. Er hann þar að vitna í mál Björgvins Stefánssonar sem margir héldu að myndu enda veru hans í KR. Eftir þessar lofræður þá ræddu þeir það sem Rúnari hefur ekki tekist en það er að gera KR að meisturum tvö ár í röð. Ræddi Gummi það við Rúnar í annál Pepsi Max deildarinnar undir lok síðasta árs. Svar Rúnars sem og lofræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sérfræðingar Pepsi Max lofsama Rúnar Kristins
KR Íslenski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorkell Máni: KR-ingar taka fram hjartastuðtækið og verja titilinn Annar sérfræðinganna spáði KR Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð en hinn sérfræðingurinn vildi alls ekki spá KR titlinum. 4. júní 2020 11:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Þorkell Máni: KR-ingar taka fram hjartastuðtækið og verja titilinn Annar sérfræðinganna spáði KR Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð en hinn sérfræðingurinn vildi alls ekki spá KR titlinum. 4. júní 2020 11:30