Telja Bruno lykilinn að ná því besta úr Pogba Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2020 09:30 Paul Pogba er við það að snúa aftur í lið Manchester United. EPA-EFE/WILL OLIVER Enski miðillinn Dailymail greinir frá því að þeir sem öllu stjórna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United vonist til þess að innkoma Bruno Fernandes í liðið muni ná því besta úr franska miðvallarleikmanninum Paul Pogba. Í kjölfarið vonast forráðamenn félagsins að Pogba skrifi undir nýjan samning. EXCLUSIVE: Manchester United believe Bruno Fernandes partnership could bring Paul Pogba to life...and persuade him to sign a new CONTRACT | @SamiMokbel81_DM https://t.co/RIPjmIQyD5— MailOnline Sport (@MailSport) June 4, 2020 Pogba hefur verið að glíma við meiðsli nær allt tímabilið og þurfti að fara í aðgerð á ökkla fyrr í vetur. Nú er hann loks orðinn leikfær og ætti að ná endaspretti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem deildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Enska úrvalsdeildin fer af stað þann 17. júní næstkomandi og stefnt er að því að ljúka henni helgina 25. til 26. júlí. Það verður því leikið þétt. Pogba hefur verið orðaður frá Old Trafford nánast frá því hann gekk aftur í raðir félagsins frá ítalska stórliðinu Juventus sumarið 2016. Nú segja heimildir Dailymail að Portúgalinn Fernandes sé lykillinn að því að Pogba spili eins og hann best getur. Þá er talið að forráðamenn United vilji framlengja samning miðjumannsins þar sem hann rennur út sumarið 2021. United hefur þó alltaf möguleikann á að framlengja samninginn um ár. Man United er sem stendur í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 45 stig þegar 29 umferðum er lokið. Félagið var á góðu skriði áður en öllu var skellt í lás vegna kórónuveirunnar, þar spilaði Fernandes stórt hlutverk en hann hefur blómstrað í rauða hluta Manchester-borgar. Nú bíða stuðningsmenn Man Utd, allavega sumir, með vatn í munninum eftir því að sjá Bruno og Pogba leika listir sínar saman á miðju félagsins. Þá er Marcus Rashford einnig orðinn leikfær eftir meiðsli í baki og verður áhugavert að sjá hvort liðið nái að klífa upp töfluna í þeim níu umferðum sem eru eftir. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00 Saúl fer ekki fet | Stofnaði íþróttafélag með bræðrum sínum Knattspyrnuheimurinn beið í ofvæni eftir að Saúl tilkynnti ákvörðun sína. 3. júní 2020 15:30 Man. City hefur engar áhyggjur af áhuga Man. United á Raheem Sterling Raheem Sterling var orðaður við Manchester United í byrjun vikunnar en félagið hans í dag, Manchester City, er langt frá því að fara á taugum vegna þess. 3. júní 2020 15:00 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira
Enski miðillinn Dailymail greinir frá því að þeir sem öllu stjórna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United vonist til þess að innkoma Bruno Fernandes í liðið muni ná því besta úr franska miðvallarleikmanninum Paul Pogba. Í kjölfarið vonast forráðamenn félagsins að Pogba skrifi undir nýjan samning. EXCLUSIVE: Manchester United believe Bruno Fernandes partnership could bring Paul Pogba to life...and persuade him to sign a new CONTRACT | @SamiMokbel81_DM https://t.co/RIPjmIQyD5— MailOnline Sport (@MailSport) June 4, 2020 Pogba hefur verið að glíma við meiðsli nær allt tímabilið og þurfti að fara í aðgerð á ökkla fyrr í vetur. Nú er hann loks orðinn leikfær og ætti að ná endaspretti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem deildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Enska úrvalsdeildin fer af stað þann 17. júní næstkomandi og stefnt er að því að ljúka henni helgina 25. til 26. júlí. Það verður því leikið þétt. Pogba hefur verið orðaður frá Old Trafford nánast frá því hann gekk aftur í raðir félagsins frá ítalska stórliðinu Juventus sumarið 2016. Nú segja heimildir Dailymail að Portúgalinn Fernandes sé lykillinn að því að Pogba spili eins og hann best getur. Þá er talið að forráðamenn United vilji framlengja samning miðjumannsins þar sem hann rennur út sumarið 2021. United hefur þó alltaf möguleikann á að framlengja samninginn um ár. Man United er sem stendur í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 45 stig þegar 29 umferðum er lokið. Félagið var á góðu skriði áður en öllu var skellt í lás vegna kórónuveirunnar, þar spilaði Fernandes stórt hlutverk en hann hefur blómstrað í rauða hluta Manchester-borgar. Nú bíða stuðningsmenn Man Utd, allavega sumir, með vatn í munninum eftir því að sjá Bruno og Pogba leika listir sínar saman á miðju félagsins. Þá er Marcus Rashford einnig orðinn leikfær eftir meiðsli í baki og verður áhugavert að sjá hvort liðið nái að klífa upp töfluna í þeim níu umferðum sem eru eftir.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00 Saúl fer ekki fet | Stofnaði íþróttafélag með bræðrum sínum Knattspyrnuheimurinn beið í ofvæni eftir að Saúl tilkynnti ákvörðun sína. 3. júní 2020 15:30 Man. City hefur engar áhyggjur af áhuga Man. United á Raheem Sterling Raheem Sterling var orðaður við Manchester United í byrjun vikunnar en félagið hans í dag, Manchester City, er langt frá því að fara á taugum vegna þess. 3. júní 2020 15:00 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira
Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00
Saúl fer ekki fet | Stofnaði íþróttafélag með bræðrum sínum Knattspyrnuheimurinn beið í ofvæni eftir að Saúl tilkynnti ákvörðun sína. 3. júní 2020 15:30
Man. City hefur engar áhyggjur af áhuga Man. United á Raheem Sterling Raheem Sterling var orðaður við Manchester United í byrjun vikunnar en félagið hans í dag, Manchester City, er langt frá því að fara á taugum vegna þess. 3. júní 2020 15:00